Select Page

Lausnamiðuð samskipti

Kennt: Mið. 19. sept. kl. 18:00–21:00.
Skráningarfrestur til og með 14. sept.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi,Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á netfangið: efling@efling.is
Leiðbeinandi: Lilja Bjarnadóttir.

Lýsing: Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða innan vinnustaðar eða í fjölskyldulífi. Vinnustofan fjallar um leiðir til þess að verða meðvitaðri um algeng mistök í samskiptum, hvernig við tölum um það sem skiptir máli og náum þannig betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður og bætum þannig bæði eigin árangur og vellíðan.

Á námskeiðinu eru unnin verkefni þar sem farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur. Meðal spurninga sem verður svarað á námskeiðinu eru hvernig hefjum við erfið samtöl og hvernig getum við átt lausnamiðuð samskipti þegar ágreiningur er kominn upp?

Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Lilja kennir sáttamiðlun við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Hún hefur hjálpað fólki að leysa deilur með sáttamiðlun og sérhæfir sig í að hjálpa fólki að bæta samskipti til að koma í veg fyrir að ágreiningsmál stigmagnist.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere