Select Page

Stjórnarkjör fer fram í Eflingu-stéttarfélagi í byrjun mars næstkomandi. Kjörstjórn hefur ákveðið kjördaga sem verða mánudagurinn 5. mars og þriðjudagurinn 6. mars 2018. Aðalkjörstaður verður að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík en stefnt er einnig að opnun kjörstaða í Þorlákshöfn og Hveragerði. Frekari upplýsingar um nánara fyrirkomulag kosninganna og um utankjörfundaratkvæðagreiðslu verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, 4. hæð, þann 20. febrúar kl. 10.00.
Við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna verða félagsmenn að framvísa persónuskilríkjum.

Tveir listar eru í framboði í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. Átta einstaklingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere