Stjórnarkjör fer fram í Eflingu-stéttarfélagi í byrjun mars næstkomandi. Kjörstjórn hefur ákveðið kjördaga sem verða mánudagurinn 5. mars og þriðjudagurinn 6. mars 2018. Aðalkjörstaður verður að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík en stefnt er einnig að opnun kjörstaða í Þorlákshöfn og Hveragerði. Frekari upplýsingar um nánara fyrirkomulag kosninganna og um utankjörfundaratkvæðagreiðslu verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, 4. hæð, þann 20. febrúar kl. 10.00.
Við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna verða félagsmenn að framvísa persónuskilríkjum.
Tveir listar eru í framboði í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. Átta einstaklingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári.
