Matar- og kaffitími skv. samningi Eflingar og SA

Matar- og kaffitími skv. samningi Eflingar og SA

Starfsmenn eiga rétt á matarhléi, eina klst. á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma.  Hafi starfsmenn aðgang að mötuneyti eða kaffistofu er í samráði við þá heimilt að stytta hádegishlé um allt að ½ klst.

Kaffitímar eru 35 mín. á dag og greiðast sem vinnutími. Ef unnið er í hádegismatartíma eða kaffitímum skal það greitt sem yfirvinna.

Kvöldmatartími er frá kl. 19:00 til kl. 20:00 alla daga og greiðist með yfirvinnukaupi. Sé unnið inn í matartímann þ.e.a.s. eftir kl. 19:00 skal greiða 1 klst. til viðbótar unnum vinnutíma.