Námsmarkmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Kennsluhættir miðast við þarfir fullorðinna einstaklinga og gefur námið allt að 50 einingar.
Menntastoðir eru krefjandi nám fyrir einstaklinga, 23 ára og eldri. Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna. Nám í Menntastoðum er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Keili.
Menntastoðir vor 2018
Menntastoðir – staðnám: 8. janúar–25. maí. Kennt er alla virka daga frá kl. 8:30–15:10.
Menntastoðir – 2 annir: 9. janúar–desember (hlé í júní og júlí). Kennt er alla virka daga frá kl. 8:30–12:10.
Menntastoðir – dreifnám: 9. janúar–desember (hlé í júní og júlí). Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16:30–20:15 og annan hvern laugardag.
Kennsla fer fram hjá Mími að Höfðabakka 9. Skráning er á http://www.mimir.is/ eða í síma 580 1800.
Hægt er að sækja um styrk hjá fræðslusjóðum Eflingar fyrir skólagjöldum.