Námskeið fyrir þernur
Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námskeiðið er 60 kennslustundir kennt í tveimur lotum. Farið er í námsþætti eins og hópefli, liðsanda og jákvæð samskipti, skyndihjálp, líkamsbeitingu, áhættuþætti í starfi, öryggismál og fleira.
Námið fer fram á ensku en fyrirhugað er að kenna á fleiri tungumálum ef þörf krefur.
Námið hefst: lota 1 er frá 31. janúar til 16. febrúar, lota 2 er frá 28. febrúar til 16. mars.
Kennsla fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is
Fyrirtæki sem senda starfsmenn á námskeiðið geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá fræðslusjóði Eflingar.