Select Page

Núvitund

Núvitund og samkennd gegn streitu

Kennt: Þri. 16. okt. og fim. 18. okt. kl. 18:30–21:30.
Skráningarfrestur til og með 12. okt.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is
Leiðbeinandi: Anna Dóra Frostadóttir.

Lýsing: Hver þekkir ekki streituna sem fylgir hraða nútíma þjóðfélags og álagsins í vinnunni? Þar sem enginn tími er gefinn í að hlúa að sjálfum sér, staldra við eða að leyfa sér að njóta líðandi stundar? Nálgun núvitundar og samkenndar er áhrifarík leið til að auka sjálfsþekkingu og sjálfsumhyggju, fyrirbyggja langvarandi álag og takast á við streitu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundar- og samkenndarþjálfun hefur jákvæð áhrif á líðan, bætir heilsufar og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar, láta af sjálfstýringu hugans, vera heilshugar til staðar og lifa lífinu í takt við eigin lífsgildi.

Anna Dóra Frostadóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu, sinnir kennslu í núvitund á háskólastigi og hefur haldið fjölda námskeiða í núvitund og samkennd fyrir klíníska hópa, fagaðila, almenning og starfsmenn fyrirtækja.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere