Hér má finna samantekt á nýlegu efni, greinar og skýrslur, frá Eflingu tengt efnahagsmálum, kjarasamningum og Covid-19.
Uppvakningur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skrifuðu grein í Fréttablaðið 26. nóvember 2020 undir yfirskriftinni Uppvakningar, þar sem þau færa skýr rök fyrir því hversvegna þau hafna alfarið tilraunum SA um að endurvekja draug Salek-samkomulagsins.
Lesa
Leið Eflingar út úr kreppunni
Efling sendi frá sér svar við tillögum SA um leiðir út úr kreppunni þann13. nóvember 2020. Efling hafnar í meginatriðum hugmyndum SA við samdrætti í efnahagslífinu þar sem gengið er út frá markaðslausnum og nýfrjálshyggju. Stéttarfélagið segir brýnt að standa vörð um kjör almennings til að stuðla að áframhaldandi eftirspurn eftir vörum og þjónustu og þar með draga úr fækkun starfa á vinnumarkaði.
Lesa
Brotastarfsemi – hagur atvinnurekenda?
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar gerir andstöðu Samtaka atvinnulífsins við því að uppræta hvers konar brotastarfsemi á vinnumarkaði að umtalsefni í öflugri grein í Morgunblaðinu 23. október 2020.
Lesa
Að virða samninga
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ingólfur B. Jónsson, aðstoðarsviðsstjóri kjaramálasviðs Eflingar rituðu grein í Morgunblaðið 16. október 2020 þar sem þau fara yfir það hvernig víðtæk kjarasamningsbrot grafa undan trausti á vinnumarkaði og það beri að taka á launaþjófnaði á íslenskum vinnumarkaði.
Lesa
Opið bréf til félags- og barnamálaráðherra
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar rituðu opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 13.október 2020 þar sem þær fara fram á að hann efni gefið loforð um grípa til aðgerða til að uppræta þjófnað á launum verka- og láglaunafólks á Íslandi.
Lesa
Stöðvum launaþjófnað
Efling krefst þess að stjórnvöld sporni við lögbrotum á kostnað verkafólks með því draga atvinnurekendur, sem eru gerendur í brotastarfsemi, til ábyrgðar og standi við sín loforð þar að lútandi án undanbragða. Efling blés til herferðar þann 13. október 2002 til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.
Lesa
Fjárlögin: Styrkur til stóreignafólks
Þegar öllu máli skiptir að viðhalda kaupmætti láglauna- og millitekjuhópa til að komast upp úr kreppunni hampar ríkisstjórnin hátekjuhópum segir Stefán Ólafsson í beinskeyttri og afhjúpandi grein um inntak nýframlagðra fjárlaga á Kjarnanum 3. október 2020.
Lesa
Ósæmileg atlaga
Efling mun aldrei sætta sig ekki við svívirðilega aðför Samtaka atvinnulífsins að lægst launaða fólkinu á íslenskum vinnumarkaði. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, dregur fram þann kalda veruleika sem blasir við verkafólki, ekki síst þeim sem eru af erlendum uppruna, í grein á frettabladid.is 29. september 2020.
Lesa
Samningar skulu standa
Kolbrún Valvesdóttir, stjórnarkona í Eflingu er með beitta grein á frettabladid.is 28. september 2020. Hún fer hörðum orðum um þá atlögu sem SA gerir nú að verkafólki og felur í sér að svíkja launalægsta fólk samfélagsins um 24.000 kr. launahækkun.
Lesa
Nokkur orð um stöðuna
Í Kjarnanum 27. september 2020 fjallar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um stöðuna sem upp er komin í kjarabaráttu á Íslandi. Hún segir að verka- og láglaunafólk sé með samstöðu tilbúið til að sýna enn eina ferðina hvar styrkleikar þess liggja.
Lesa
Forsendur vindhanans
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar andmælir í grein á frettabladid.is 25. september 2020 málflutningi SA um að forsendur Lífskjarasamningsins séu brostnar.
Lesa
Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu 24. september 2020 hafnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar alfarið röksemdum atvinnurekenda um að engar forsendur séu fyrir launahækkunum. Þvert á móti sé skynsamlegt og í núverandi ástandi enn mikilvægara en áður að auka kaupmátt almennings og veita hagkerfinu þannig dýrmæta örvun.
Lesa