Orlofsvefur

Við minnum á að miðvikudaginn 16. ágúst kl. 8.15 verður hægt að bóka orlofshús í vetur.  ATH ! að hægt er að bóka 4 mánuði fram í tímann. Við minnum á að hægt er að bóka hús sjálf á bókunarvefnum. 

Jól og áramót

Hægt verður að bóka laus orlofshús um jól og áramót mánudaginn 4. september.

Laus hús í sumar 

Laust orlofshús í Hólmavík 18. – 25. ágúst.

 

Almennar upplýsingar
Bókað er 4 mánuði fram í tímann en fyrsta virka dag í mánuði bætist við nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á bókunarvefnum kl. 9.00. Félagsmenn geta hringt á skrifstofuna í síma 510-7500 eða farið inn á bókunarvefinn til að bóka.

Félagsmenn þurfa að eiga 24 mánaða samfellda félagasögu eftir að fjárræðisaldri (18 ára) er náð og hafa áunnið sér minnst 48 punkta til viðmiðunar. Gildir það ákvæði almennt um umsækjendur. Hver félagsmaður með réttindi getur bókað eina fyrirframbókun fyrir áramót og eina eftir áramót. Síðan er frjálst að hringja með stuttum fyrirvara og kanna lausa daga og miðast þá við að hringja 3 dögum fyrir brottför.  Hægt er að skrá sig inn á bókunarvefinn með rafrænum skilríkjum eða nota lykilorð til að innskrá sig. Til að sækja um lykilorð þarf að skrá kennitölu og smella á sækja um lykilorð.