Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á hádegi þriðjudaginn 21. janúar og lýkur á hádegi sunnudaginn 26. janúar. Atkvæðagreiðslan verður rafræn.

Kjaraviðræður
Fylgstu með stöðu og helstu vendingum í yfirstandandi kjaraviðræðum á sérstökum vef sem Efling hefur komið upp.
Samningavefur

Borgin er í okkar höndum
Samningar okkar, félagsmanna Eflingar, hjá Reykjavíkurborg hafa verið lausir í meira en 10 mánuði. Við krefjumst nýs kjarasamnings þar sem aðstæður okkar eru viðurkenndar og leiðréttar. Lesa nánar

 

Líf á lægstu launum
Herferðin Líf á lægstu launum dregur fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum.
Lesa nánar

Lokar í dag kl. 13.00!

Skrifstofur Eflingar í Reykjavík og Hveragerði verður lokað kl. 13.00 í dag vegna veðurs. Viðtalstími lögmanna fellur því niður í dag en verður í staðinn á fimmtudaginn 12. desember frá kl. 13.00-16.00.

Opið lengur á miðvikudögum hjá Eflingu

Lengri afgreiðslutími skrifstofu á miðvikudögum Skrifstofa Eflingar í Guðrúnartúni 1 verður til reynslu opin til kl. 18 á miðvikudögum í desember og janúar. Lengdur afgreiðslutími er hugsaður fyrir félagsmenn sem eiga óhægt, vegna vinnu sinnar, með að koma á...

Efling skorar á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra starfsmanna

Efling – stéttarfélag hefur sent forstjóra Ölgerðarinnar áskorun um að stytta vinnuviku þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu undir kjarasamningi Eflingar. Efling bendir á að ekkert banni fyrirtækinu að framkvæma slíka styttingu fyrir starfsmenn fyrirtækisins jafnvel þótt...

Jólaball Eflingar-skráning hefst 4. desember

Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið laugardaginn 14. desember í Gullhömrum Grafarholti kl. 14.00. Húsið opnar kl. 13.30. Jólaballið er félagsmönnum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig rafrænt á heimasíðu Eflingar. Skráning hefst 4. desember kl....

Lýst eftir raunverulegri velferð – leiðari formanns í 6. tbl. Eflingar

Íslenskt samfélag býður oft upp á skrítna tilveru. Enginn vafi leikur á því að í alþjóðlegum samanburði kemur eyjan okkar vel út; við erum auðugt samfélag í landi ríkulegra náttúruauðlinda. En ekki er allt sem sýnist. Hvað eftir annað koma upp stórkostlega alvarleg...

Viðtalstímar lögmanna

Við minnum á að lögmenn Eflingar stéttarfélags eru til viðtals á skrifstofu félagsins á þriðjudögum milli kl. 13 og 16. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram heldur nægir að mæta á skrifstofuna á þessum tíma.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere