Select Page

Sigraðu sjálfa/n þig!

Heimurinn er að breytast hraðar en áður með nýrri tækni og áherslum. Ný hugsun, skilvirk samskipti og góð orkustjórnun hjálpar þér að eiga við breytingar og uppfæra þig til nútímans. Nálgastu lífið út frá styrkleikum þínum og eigin uppáhalds markmiðum. Þátttakendur gera verkefni til þess að hjálpa þeim að greina styrkleika sína, sem gefur skýrari mynd á hvað virkar vel fyrir hvern og einn.

Námskeiðið verður þriðjudaginn 23. og fimmtudaginn 25. janúar kl. 18:30–21:30. 

Skráningarfrestur til og með 19. janúar 

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfang efling@efling.is

Námskeiðin eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Leiðbeinandi er Matti Ósvald Stefánsson en hann er heilsufræðingur og alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi og býr yfir meira en 20 ára reynslu við heilsuog lífsstílsráðgjöf. Hann hefur kennt á fjölda námskeiða er snúa að uppbyggjandi málefnum eins og tímastjórnun, markmiðasetningu, mannlegum samskiptum og fleira.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere