Select Page

Sjáðu alla möguleikana

Það eru ótal möguleikar sem félagsmenn Eflingar geta nýtt sér í gegnum orlofssjóð félagsins í sumarfríinu.

Félagsmenn eru svo minntir á að hægt er að kaupa á góðum kjörum Útilegukortið, Golfkortið og Veiðikortið. Sjá nánar um hvert kort með því að smella á þau.

Eins eru gjafabréf Icelandair áfram í sölu en félagsmenn geta keypt bréfin á 20.000 kr. en þau eru andvirði 30.000 kr. Sjá nánar hér.

Hægt er að nýta sér gistiafslættir innanlands þar sem Efling niðurgreiðir gistingu innanlands allt að 7.000 kr. Sjá nánar hér. 

Skráning stendur enn yfir í dagsferðir Eflingar í Landmannalaugar 27. ágúst og 3. september. Sjá nánar hér. 

Að lokum er vert að minna félagsmenn á að nýta sér afsláttarkerfi Frímanns þar sem í boði eru afslættir og tilboð hjá yfir 80 fyrirtækjum og þjónustuaðilum um allt land. Sjá hér. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere