Styrkir
Forvarnarstyrkur
Heilsuefling/heilsurækt - líkamsræktarstyrkur
Gleraugnastyrkur - linsur
Sjúkra- eða endurhæfing
Sál- eða félagsleg viðtalsmeðferð
Laser /Lasik/sjónlags augnaðgerðir
Dvöl á heilsustofnun
Heyrnartækjastyrkur
Glasa- eða tæknifrjóvgun/tæknisæðing
Ættleiðing erlendis frá
Forvarnir og endurhæfingarstyrkir
Styrkveitingar í formi endurgreiðslu vegna forvarna og endurhæfingar eru liður í aðgerðum sjúkrasjóðs til að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum er snerta öryggi og heilsufar. Upplýsingar um þá styrki sem sjóðurinn veitir má finna hér til hliðar.
Umsóknir sem berast á milli 1. og 20. hvers mánaðar greiðast út í lok sama mánaðar.
Umsóknir sem berast á milli 21. og 31. hvers mánaðar eru greiddar út í kringum 10. næsta mánaðar.
Sérstakur umsóknarfrestur er í desember og er auglýstur sérstaklega.
Skilyrði styrkveitingar
- Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði. Þrjá mánuði vegna grunn krabbameinsskoðunar.
- Að vera í starfi og að verið sé að greiða iðgjald til Eflingar þegar sótt er um styrk. Þó má sækja um í allt að þrjá mánuði eftir að félagsmaður hættir að greiða ef kvittun tekur til tímabils sem hann greiddi til Eflingar.
- Þeir sem verið hafa félagsmenn í Eflingu í a.m.k. 5 ár samfellt áður en þeir hættu vegna aldurs eða örorku, eiga rétt á styrkjum í allt að 24 mánuði eftir starfslok.
- Styrkupphæðir á heimasíðu miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum. Þeir sem eru í hlutastarfi og greiða lægra félagsgjald fá greitt miðað við hlutfall af þeirri upphæð.
- Réttur til styrkja fellur niður sé umsókn ekki skilað til sjóðsins innan 12 mánaða frá því réttur stofnast
Hvernig sæki ég um?
- Fyllir út umsókn
- Skilar óvéfengjanlegri dagsettri greiðslukvittun.