Styrkir

 

Heilsuefling/heilsurækt - líkamsræktarstyrkur

Greitt er allt að kr. 23.000.- á hverjum 12 mánuðum, þó að hámarki 50% af kostnaði.

 

Ath. vegna kvittana sem dagsettar eru fyrir 1. janúar 2018  er greitt allt að kr. 17.000.- á hverjum 12 mánuðum, þó að hámarki 50% af kostnaði.

 

Líkamsrækt, íþróttir, sund, dans o.fl. Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum.

Gleraugnastyrkur - linsur

Styrkur er 50% af kostnaði að hámarki kr. 35.000.- á hverjum 24 mánuðum.

 

Ath. vegna kvittana sem dagsettar eru fyrir 1. janúar 2018 er greitt að hámarki kr. 17.000,- þó ekki hærra en 50% af kostnaði.

Sjúkra- eða endurhæfing

 

Greitt er allt að kr. 2.500.- pr. skipti í allt að 15 skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki hærra en sem nemur 75% af kostnaði sjóðfélaga.

 

Ath. vegna kvittana sem dagsettar eru fyrir 1. janúar 2018 er greitt kr. 2.000.- fyrir skiptið í allt að 20 skipti, þó ekki hærra en sem nemur 75% af kostnaði sjóðfélaga.

 

Styrkur er veittur vegna endurhæfingar og meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, löggildum sjúkranuddara, heilsunuddara (með menntun frá Fjölbraut í Ármúla), iðjuþjálfa, talþjálfa, næringarráðgjafa, osteópata, kírópraktor eða ráðgjöf hjá Hjartaþeli.

 

Sál- eða félagsleg viðtalsmeðferð

Greitt er allt að kr. 6.000.- fyrir hvert skipti, þó aldrei meira en 50% af kostnaði í allt að 15 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Greitt er fyrir meðferð hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa, markþjálfa, MFM matarfíkniráðgjöf, Art therapy eða ADHD greining/meðferð fullorðinna, ráðgjöf hjá Lausninni. Styrkurinn er veittur vegna viðtalsmeðferðar hjá aðila sem ekki fellur undir afsláttarkort hjá Sjúkratryggingum Íslands og því ekki greitt fyrir viðtal hjá geðlækni.

Krabbameinsskoðun – grunnskoðun

Skoðun er greidd að fullu kr. 4.500.- eða 6.700.-.
enda hafi sjóðfélagi greitt samsvarandi upphæð í félagsgjöld.

Krabbameinsskoðun – framhaldsskoðun

Greitt allt að kr. 10.000.- í eitt skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki meira en 100% af kostnaði.

Styrkur er veittur vegna framhaldsrannsókna hjá Krabbameinsfélaginu og vegna blöðruhálsskoðana karla eða ristils skimunar/speglunar.

Áhættumat

Greitt er allt að kr. 10.000.- í eitt skipti á hverjum 12 mánuðum fyrir heilsufarslegt áhættumat sem fellur ekki undir gjaldskrá SÍ. Þurfi sjóðfélagi að fara aftur innan 12 mánaða, greiðist kr. 6.000.- fyrir seinna skiptið.

Laser /Lasik/sjónlags augnaðgerðir

Styrkur er veittur vegna laser augnaðgerða og augasteinaskipta án þátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Upphæð styrks skal vera að hámarki kr. 50.000.- fyrir hvort auga. Styrkur er einingis veittur einu sinni fyrir hvort auga. Kostnaður vegna aðgerðar skal vera að lágmarki 100.000kr.

Dvöl á heilsustofnun

Greitt er kr. 2.000.- á dag í allt að 42 almanaksdaga á hverjum 12 mánuðum, þó aldrei meira en 50% af kostnaði.

Heyrnartækjastyrkur

Styrkur er veittur einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Greitt er allt að 50% af kostnaði að hámarki 100.000 kr.

Hættu að reykja - námskeið

Styrkur vegna námskeiðs til að hætta reykingum. Greitt er allt að kr. 15.000.- í eitt skipti á hverjum 12 mánuðum, aldrei meira 100% af kostnaði. Styrkur er veittur vegna þátttöku á námskeiði sem haldið er af aðila viðurkenndum af Tóbaksvarnarráði.

Viðtalsmeðferð hjá SÁÁ

Greitt er allt að kr. 1.500.- fyrir hvert skipti í allt að 25 skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki meira en 50% af kostnaði.

Svefngrímur CPAP

Greitt er kr. 1.125.- á mánuði eða allt að kr. 13.500 á ári á hverjum 12 mánuðum.

Göngugreining

Greitt er fyrir greininguna sjálfa nú kr. 3.900.- til 5.500,- en ekki er greitt fyrir innlegg.

Greining á lesblindu

Styrkur er allt að 50% af kostnaði við greininguna, þó að hámarki kr. 15.000.- einu sinni.

Fræðslusjóðir Eflingar veita styrk vegna þátttöku á námskeiði til að vinna bug á lesblindu.

Glasa- eða tæknifrjóvgun/tæknisæðing

Styrkur er veittur tvisvar. Greitt er allt að kr. 100.000,- í fyrsta skipti og kr. 50.000 í síðara skiptið en þó að hámarki 50% af kostnaði.

Ættleiðing erlendis frá

Styrkur vegna ættleiðingar erlendis frá. Styrkupphæð nemur allt að kr. 200.000,-.

Forvarnir og endurhæfingarstyrkir

Styrkveitingar í formi endurgreiðslu vegna forvarna og endurhæfingar eru liður í aðgerðum sjúkrasjóðs til að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum er snerta öryggi og heilsufar. Upplýsingar um þá styrki sem sjóðurinn veitir má finna hér til hliðar.

Skila þarf umsóknum í síðasta lagi 20. hvers mánaðar til að vera öruggur með að fá greitt mánaðarmótin á eftir.*

*Ef 20. lendir á helgi þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi á föstudegi þar á undan.

 

Skilyrði styrkveitingar

  • Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði. Þrjá mánuði vegna grunn krabbameinsskoðunar.
  • Að vera í starfi og að verið sé að greiða iðgjald til Eflingar þegar sótt er um styrk. Þó má sækja um í allt að þrjá mánuði eftir að félagsmaður hættir að greiða ef kvittun tekur til tímabils sem hann greiddi til Eflingar.
  • Þeir sem verið hafa félagsmenn í Eflingu í a.m.k. 5 ár samfellt áður en þeir hættu vegna aldurs eða örorku, eiga rétt á styrkjum í allt að 24 mánuði eftir starfslok.
  • Styrkupphæðir á heimasíðu miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum. Þeir sem eru í hlutastarfi og greiða lægra félagsgjald fá greitt miðað við hlutfall af þeirri upphæð. Vegna grunn krabbameinsskoðunar er nóg að hafa greitt upphæð sem jafngildir skoðunargjaldi
  • Réttur til styrkja fellur niður sé umsókn ekki skilað til sjóðsins innan 12 mánaða frá því réttur stofnast

Hvernig sæki ég um?

  • Fyllir út umsókn
  • Skilar óvéfengjanlegri dagsettri greiðslukvittun.