Kaffiboð eldri félagsmanna
Sunnudaginn 5. maí nk. verður kaffiboð fyrir Eflingarfélaga 70 ára og eldri haldið að Gullhömrum í Grafarholti. Húsið verður opnað kl. 13.30. Efling-stéttarfélag býður gestum sínum upp á kaffi og meðlæti, auk þess verður söngatriði á dagskránni og leikið fyrir dansi. Velkomið er að bjóða með maka eða félaga en samt ekki fleiri en einum gesti.
Skráning á ballið verður fimmtudaginn 2. maí og föstudaginn 3. maí.