Sækja um þjónustu

Hvernig er sótt um þjónustu hjá VIRK?

Beiðni um þjónustu

Miðað er við að einstaklingur sé með vottaðan heilsubrest frá lækni þegar hann kemur til ráðgjafa VIRK. Ráðgjafar starfa alltaf í samráði við meðhöndlandi lækni. Mögulegt er fyrir lækni að fylla út og senda beiðni um þjónustu VIRK. Beiðnin er aðgengileg í Sögu (upplýsingakerfi heilsugæslunnar) og á heimasíðu VIRK; http://www.virk.is/ Sjúkradagpeningavottorð frá sjúkrasjóði Eflingar getur einnig gilt sem beiðni inn í þjónustu VIRK.

Þegar búið er að samþykkja beiðni

Farið er yfir allar beiðnir sem berast til VIRK og þær beiðnir sem uppfylla skilyrði um þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012 er vísað til ráðgjafa hjá stéttarfélagi. Ráðgjafi hefur síðan samband við einstaklinginn símleiðis og boðar hann í viðtal.

ATH. Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi starfsendurhæfingu á netfangið: radgjafi@efling.is. Gott er að þar komi fram nafn, kennitala og símanúmer þess sem þarf frekari upplýsingar svo ráðgjafar geti sett sig í samband við viðkomandi.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere