Skilyrði fyrir þjónustu

Meginskilyrði fyrir þjónustu Virk eru tvö:

1. Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.

2. Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði, eins fljótt og verða má.

Auk þess er nauðsynlegt að:

3. Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingu. Viðkomandi þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum starfsendurhæfingar.

4. Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.

5. Samráð sé við viðeigandi aðila, t.d. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda.