Select Page

Á tímamótum

Starfslokanámskeið

Fjölbreytt níu tíma námskeið fyrir þá sem vilja njóta þess að minnka við sig eða láta af launuðum störfum.

Farið er yfir helstu þætti sem skipta máli þegar fólk er að láta af störfum sökum aldurs. Fulltrúar koma frá Gildi, Tryggingastofnun Ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík. Einnig mun hjúkrunarfræðingur fara yfir heilsutengd málefni og fræða um næringu. Sálfræðingur fer yfir andlega líðan við þessi stóru tímamót í lífi fólks.

Tvö námskeið eru í boði, hvort námskeið er þrjú skipti.

3. mars, 5. mars og 10. mars 2020 kl. 13:00–16:00, þriðjudaga og fimmtudag

17. mars, 19. mars og 24. mars 2020 kl. 18:30–21:30, þriðjudaga og fimmtudag

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfang fraedslusjodur@efling.is 

Námskeiðin eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu. 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere