Select Page

Ert þú í vanda?

Stöndum saman gegn ofbeldi – heimilið á að vera griðarstaður

Ert þú í aðstæðum þar sem þú telur heilsu þinni eða öryggi ógnað vegna ofbeldis af  hendi nákomins fjölskyldumeðlims? Á Íslandi býðst fólki sem býr við ofbeldi fjölbreytt ráðgjöf og stuðningur til þess að komast út úr slíkum aðstæðum.

Ofbeldi getur verið af margvíslegum toga og í hverju tilfelli er oft um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmis konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Ofbeldi í nánum samböndum er ferli sem oft er lýst sem ákveðnum ofbeldishring þar sem spennan í sambandinu magnast upp, endar með einhvers konar sprengingu þar sem ofbeldið versnar, svo fellur allt í dúnalogn þegar gerandi biðst afsökunar og jafnvel lofar að gera þetta aldrei aftur. Eftir það fylgir oft tímabil þar sem allt fellur í ljúfa löð. Svo byrjar spennan aftur að byggjast upp og hringurinn rúllar.

Það eru ótal leiðir til þess að fá aðstoð og margt af því er hægt að nýta sér ókeypis. Eina sem þú þarf að gera er að hafa samband og segjast þurfa hjálp. Þú getur hringt of sjaldan en aldrei of oft.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið er staður þar sem konur geta leitað eftir fjölbreyttri ráðgjöf og aðstoða vegna heimilisofbeldis. Allt frá því að fá aðstoð í gegnum síma sem aðstandendur til þess að dvelja þar einar eða með börnum sínum til að flýja ofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð er ráðgjafamiðstöð fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis. Sérstaklega skal bent á að í Bjarkarhlíð er starfandi lögreglukona sem sérhæfir sig í að taka á móti þolendum ofbeldis. Hjá henni er hægt að fá allar upplýsingar og ráðgjöf.

Stígamót

Stígamót veitir ráðgjöf án endurgjalds til fólks sem hefur lent í kynferðislegu ofbeldi.

Réttindagæslumenn fatlaðra

Réttindagæslumenn fatlaðra aðstoða fólk með fötlun í ofbeldismálum.

112 neyðarsími

112 hefur sérþjálfað starfsfólk í því að taka við símtölum frá þolendum ofbeldis. Ekki hika við að hafa samband ef hætta steðjar að.

Hjálparsíminn 1717

Hjálparsíminn 1717. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og skilaboðum í gegnum netspjall.

Heimilisfriður

Heimilisfriður veitir einstaklingum ráðgjöf sem vilja ná stjórn á því ofbeldi sem þau beita. Þjónustan er veitt gegn vægu gjaldi.

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere