Störf á hótelum og veitingahúsum

Vaktavinna

Ef starfsmaður er ráðinn í vaktavinnu, skal það koma fram í ráðningasamningi hans.

Taka skal fram hvenær vakt hefjist og hvenær henni lýkur.

Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaplan kynnt að minnsta kosti viku áður en það á að taka gildi.

Vaktaplan skal hanga uppi þar sem starfsfólk hefur greiðan aðgang að því.

Neysluhlé

Starfsfólk á 8 tíma vöktum skal fá tvo kaffitíma, samtals 35 mín., sem teljast til vinnutíma.  Starfsfólk á lengri vöktum skal auk þess fá kaffitíma, sem svarar 5 mín., fyrir hverja klst., og skulu þeir teknir með einu samfelldu kaffihléi.

Launatöflur fyrir starfsmenn hótel og veitingahúsa 1. maí 2018 – 31. desember 2018

Dagvinnutímakaup er fundið út með því að deila 172 í mánaðarlaun.

Fæði

Starfsfólk á rétt á fæði á vinnutíma því að kostnaðarlausu.

Ferðakostnaður

Atvinnurekandi skal greiða starfsmönnum fjárhæð sem jafngildir 2 ½ startgjaldi leigubifreiða á þeim tíma sólarhrings, sem áætlunarvagnar ganga ekki. Samkvæmt gjaldskrá í apríl 2017 samsvarar það 1.725 kr. hjá Hreyfli og 1.625 kr. hjá BSR.

Þó er atvinnurekanda heimilt að flytja starfsmenn á eigin kostnað, ef hann óskar þess, enda liggi fyrir reglur um akstursfyrirkomulag.

Vetrarfrí vegna vinnu á helgidögum

Starfsmenn, sem vinna vaktavinnu, vinna sér inn 12 vetrarfrídaga miðað við ársstarf, fyrir stórhátíðadaga og aðra frídaga sem falla á mánudaga til föstudaga.

Sé vinnustaðnum lokað á ofangreindum dögum eða frí veitt dregst samsvarandi dagafjöldi frá aukafrídögunum, nema hjá starfsmanni sem á inni áunnið vaktafrí.

Vetrarfrídagar skulu veittir á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. Innvinnsla vetrarfrídaga miðast við október til október.

Heimilt er með samkomulagi veitingamanns og starfsmanns að greiðsla komi í stað umræddra frídaga, 8 klst. í dagvinnu fyrir hvern frídag miðað við fullt starf. Starfsfólk fái áunna vetrarfrídaga gerða upp við starfslok.