Select Page

Stytting vinnuvikunnar hjá hinu opinbera

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku.

Styttingin átti að koma til framkvæmda 1. janúar 2021.

Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi ríkisstofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu.

Helstu atriði

  • Allir fá að lágmarki 65 mín. styttingu á viku (13 mínútur á dag)
  • Stytting getur orðið að hámarki 4 klst. á viku
  • Við 4 klst. styttingu missa starfsmenn forræðið yfir kaffitíma, en geta tekið pásur þegar færi gefst
  • Vinnuhópur, sem speglar allan starfsmannahópinn auk yfirmanna, skal vinna að útfærslu styttingu vinnuvikunnar á hverjum vinnustað
  • Styttingin skal vera lýðræðisleg ákvörðun þar sem allir starfsmenn greiða atkvæði um útfærslu vinnuhópsins
  • Ef ekki tekst að stytta vinnuvikuna um meira en 65 mín. skal tilkynna það til viðeigandi stjórnvalda og stéttarfélaga
    • Í framhaldi verður innleiðingahópurinn kallaður saman til að aðstoða starfsfólk og stjórnendur stofnana við að ná fram gagnkvæmum ávinningi með breyttu skipulagi vinnutíma
  • Laun eiga ekki að skerðast við styttingu vinnuvikunnar
  • Styttinginn átti að taka gildi 1. janúar 2021.

Reiknivél til að bera saman vaktarúllur fyrir og eftir styttingu vinnuvikunnar er aðgengileg hér.

Á betrivinnutimi.is má finna ýmsar leiðbeiningar og fræðsluefni og algengustu spurningum sem upp koma við innleiðingu betri vinnutíma svarað.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere