Frí styttri námskeið

Frí námskeið í boði fyrir félagsmenn Eflingar

 

Efling býður öllum félagsmönnum sínum að sækja sér stutt almenn námskeið sér að kostnaðarlausu.

Smelltu á viðkomandi námskeið til þess að sjá ítarlegri umgjöllun og tímasetningar.

Sigraðu sjálfa/n þig!

Frábært námskeið með Matta Ósvald Stefánssyni heilsufræðingi og alþjóðalega vottuðum PCC markþjálfa. Ef þú vilt nálgast lífið út frá styrkleikum þínum og eigin uppáhalds markmiðum er þetta námskeið fyrir þig.

Mitt allra besta

Vilt þú þjálfa þig í að njóta lífsins til fulls, snúa vandamálum upp í tækifæri, öðlast meiri sjálfstjórn, auka áhrif þín og umfram allt láta drauma þína rætast? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Leiðbeinandi er Bjartur Guðmundsson, frammistöðuþjálfari og leikari.

Vaktavinna og vellíðan

Vaktavinnufólk og aðrir sem vinna óreglulegan vinnutíma mætir ýmslum heilsufarstengdum, starfstengdum og félagslegum áskorunum. Markmið námskeiðsins er að gefa vaktavinnufólki ráð til að hlúa að heilsu sinni og vellíðan.

Skyndihjálp

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar, sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilvikum. Stutt og gott námskeið sem er öllum opið

Á tímamótum - starfslokanámskeið

Fjölbreytt níu tíma námskeið fyrir þá sem vilja njóta þess að minnka við sig eða láta af launuðum störfum.

Chcesz się nauczyć lub przypomnieć sobie zasady pierwszej pomocy?

Viltu læra eða rifja upp skyndihjálp? Námskeiðið fer fram á pólsku.

Kurs przeznaczony jest dla wszystkich tych, którzy chcą poznać lub przypomnieć sobie zasady udzielania pierwszej pomocy jak również wsparcia psychlogicznego osobom poszkodowanym w wypadkach lub nagłej chorobie. Kurs jest krótki i otwarty dla wszystkich.