Frí styttri námskeið

Frí námskeið í boði fyrir félagsmenn Eflingar

Efling býður öllum félagsmönnum Eflingar að sækja sér stutt almenn námskeið sér að kostnaðarlausu.

Smelltu á viðkomandi námskeið til þess að sjá ítarlegri umgjöllun og tímasetningar.

Vaktavinna og vellíðan

Vaktavinnufólk og aðrir sem vinna óreglulegan vinnutíma mætir ýmslum heilsufarstengdum, starfstengdum og félagslegum áskorunum. Markmið námskeiðsins er að gefa vaktavinnufólki ráð til að hlúa að heilsu sinni og vellíðan.

Trú á eigin getu

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra. Leiðbeinandi er Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur.

Á tímamótum - starfslokanámskeið

Fjölbreytt níu tíma námskeið fyrir þá sem vilja njóta þess að minnka við sig eða láta af launuðum störfum.

At crossroads - an information course about retirement in English

An information course about retirement in English for those that are 60 years and older.

Stjórnun á slysavettvangi

Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum en er öllum opið. Farið verður farið yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Breyttu lífi þínu með markþjálfun

Á námskeiðinu fá félagsmenn tækifæri til að læra um styrkleika sína, langanir og markmið og skoða eigin lausnir og leiðir til að ná því.