Frí styttri námskeið

 

Frí námskeið í boði fyrir félagsmenn Eflingar

 

Efling býður öllum félagsmönnum sínum að sækja sér stutt almenn námskeið sér að kostnaðarlausu.

Smelltu á viðkomandi námskeið til þess að sjá ítarlegri umfjöllun og tímasetningar.

Stjórnun á slysavettvangi

Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum en er öllum opið. Farið verður farið yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Skyndihjálp

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar, sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilvikum. Stutt og gott námskeið sem er öllum opið

Á tímamótum - starfslokanámskeið

Fjölbreytt níu tíma námskeið fyrir þá sem vilja njóta þess að minnka við sig eða láta af launuðum störfum.

Að fá athygli - skapandi skrif

Viltu koma þekkingu þinni og viðhorfum á framfæri í rituðu máli? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistakennari. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere