Lýsing
Nýlegt endaraðhús á einni hæð miðsvæðis í bænum. Húsið er 99 fm. með þremur svefnherbergjum, stofu, borðstofu, eldhúsi og þvottahúsi. Eldhús, borðstofa og stofa eru í einu rými. Gott baðherbergi með sturtu. Gistirými er fyrir 8 manns, tvö einbreið rúm í hverju herbergi og auk þess er svefnsófi í stofu. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns og borðbúnaður fyrir 10 – 12 manns. Allur helsti útbúnaður fylgir: sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari. Sólpallur er við húsið með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti. Auk þess er nettenging í húsinu. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.
Upplýsingar
- Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.
- ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.
Tenglar
- heimasíða http://www.stykkisholmur.is/
Leiga
- Vikuverð 28.000 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 19.000 kr.
Annað
- Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn stendur á Þórsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð, þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina. Margt skemmtilegt er til afþreyingar t.d. sundlaug og golfvöllur. Ýmis þjónusta er á staðnum sem og veitingahús o.fl.