Select Page

Þekkjum meðvirkni 

Kennt: Mið 17. okt. kl. 18:00–21:00.
Skráningarfrestur til og með 12. okt.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á netfangið: efling@efling.is
Leiðbeinandi: Kjartan Pálmason.

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir hvað meðvirkni er og hvernig hún verður til. Hvernig við getum sett okkur heilbrigð mörk og bætt samskipti okkar. Þá verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir meðvirkni og áhrif, meðal annars á samskipti okkar, tilfinningasambönd, vináttusambönd og samskipti á vinnustöðum. Þá verður einnig farið yfir einfaldar leiðir til að brjótast út úr þessu, oft rótgróna, samskiptamynstri og hegðun.

Kjartan Pálmason er ráðgjafi Lausnarinnar – Fjölskyldu og áfallamiðstöðvar, og einn af stofnendum en hann hefur breiða reynslu af því að vinna með fólki. Hann er menntaður guðfræðingur og hefur einnig lokið meira námi.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere