Þjónusta við ferðamenn er hagnýtt námskeið fyrir 20 ára og eldri sem vilja starfa við ferðaþjónustu eða efla stöðu sína í greininni. Námið er opið fyrir alla.
Námið hefst: 12. september og lýkur 25. október 2018. Kennt er mánudaga til föstudaga frá kl. 8:30–12:10.
Markmiðið er:
að búa þátttakendur undir störf í ferðaþjónustu
að læra að veita góða þjónustu
að auka þekkingu á samfélagi og umhverfismálum
að þjálfa tölvunotkun til upplýsingaleitar og verkefnavinnu
að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu
Kennsla fer fram hjá Mími að Höfðabakka 9. Skráning er á http://www.mimir.is/ eða í síma 580 1800.
Hægt er að sækja um styrk hjá fræðslusjóðum Eflingar fyrir skólagjöldum.