Select Page

Trú á eigin getu

Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra.

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, tökum ákvarðanir og hvernig við vinnum undir álagi. Því má segja að gott sjálfstraust sé lykill að velgengni.

Um er að ræða þjálfunarnámskeið þar sem áherslan er lögð á aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og skoðað hvað einkennir einstaklinga með hátt/lágt sjálfsmat. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan.

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og æfinga. Leiðbeinandi: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur.

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 13. september frá kl. 18:30–21:30.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni /Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is.

Námskeiðið er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere