Bókanir yfir jól og áramót hefjast á morgun kl. 8.15

Félagið minnir á að opnað verður fyrir bókanir í orlofshús yfir jól og áramót á morgun kl. 8.15. Einungis er hægt að leigja eina viku, frá föstudegi til föstudags, annaðhvort yfir jól eða áramót. Tímabilin eru: Yfir jól: 20.12. – 27.12.2019 Yfir áramótin: 27.12.2019 –...

Lífsstíll – leiðari formanns í 5. tbl. Eflingar

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í Vikulokunum laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn, þegar umræðan barst að háum launum bæjarstjóra og annarra sveitarstjórnenda að það að vera bæjarstjóri væri á vissan hátt lífsstíll. Með þessum...

Vetrarbókanir hefjast fimmtudaginn 15. ágúst kl. 8.15

Vetrarbókanir hefjast fimmtudaginn 15. ágúst  kl. 8.15 og opnast þá fyrir bókanir frá 30. ágúst og fram að jólum. Þá verður hægt að bóka bæði helgar- og vikuleigu. Síðan verður hægt að bóka jól og áramót frá og með 10. september. Við hvetjum félagsmenn til að kynna...

Það eru engin störf á dauðri plánetu

– slagorð ITUC, Alþjóðasambands verkafólks Þær Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri félagssviðs og Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og kjaramálum hjá Eflingu fóru í maí á námskeið á vegum ILO, Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Námskeiðið miðaðist að því að...

Dagsferð Eflingar sumarið 2019

Hin árlega dagsferð Eflingar verður í lok sumars og nú var ákveðið að ferðast um uppsveitir Árnessýslu þar sem er að finna margar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við munum skoða marga áhugaverða staði og meðal þeirra helstu má nefna gamla bæinn að Tungufelli,...

Skóflustunga að nýrri orlofsbyggð Eflingar í Aratungu

Á fimmtudaginn, 27. júní,  var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri orlofsbyggð Eflingar við Aratungu í Biskupstungum.  Óhætt er að fullyrða að þetta séu mikil tímamót fyrir félagið enda hefur aðdragandinn verið langur og mikil vinna lögð í undirbúning....

105.000 kr. innágreiðsla fyrir starfsfólk hjá ríkinu

Skrifað hefur verið undir endurskoðaða viðræðuáætlun við ríkið. Þar kemur fram að viðræður verða teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað er að klára kjarasamning fyrir 15. september. Vegna þeirra tafa sem verið hafa á samningsgerð fá starfsmenn greidda...

ERT ÞÚ SUMARSTARFSMAÐUR?

Þekkir þú réttindi þín? Sumarstarfsfólk hefur verið að leita til Eflingar undanfarið með spurningar varðandi réttindi sín. Hér eru nokkur atriði sem skipta máli fyrir sumarstarfsfólk: ORLOFSLAUN Þú átt alltaf rétt á orlofslaunum! Það á líka við ef þú tekur þér ekki...

Baráttan snýst á endanum um frelsi

Viðtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í 1.maí blaði Eflingar. Hún segir m.a. „Við verðum að vera tilbúin til að leggja mjög mikið í sölurnar til að áframhaldandi pólitísk og efnahagsleg forréttindastétt sem hugsar aðeins um hagsmuni þeirra ríku komist ekki upp með að hafa öll völd á landinu.“

Baráttuhugur í félagsmönnum Eflingar

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa gengið vel í dag þrátt fyrir slæmt veður og að töluvert hafi þurft að hafa afskipti af hugsanlegum verkfallsbrotum.Hótelstarfsfólk gekk á milli hótela og safnaðist saman í kröfustöður til að sýna samstöðu og vekja athygli á kröfum...

Skattframtalið – skráning er hafin í aðstoð við gerð skattframtala

Efling-stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það...

Sanngjörn dreifing skattbyrðar – umbótaáætlun í skattamálum

Í morgun var kynnt á fundi skýrslan Sanngjörn dreifing skattbyrðar sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson skrifuðu að beiðni Eflingar – stéttarfélags. Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði...

Viðtalstími lögmanna fellur niður 15. janúar

Viðtalstími lögmanna fellur niður þriðjudaginn 15. janúar nk. á skrifstofu Eflingar. Lögmenn Eflingar verða næst með viðtalstíma þriðjudaginn 22. janúar nk. en þeir eru til viðtals á skrifstofu félagsins á þriðjudögum milli kl. 13 og 16. Ekki þarf að panta tíma...

Dagbók Eflingar 2019 fáanleg á skrifstofu félagsins

Dagbók Eflingar-stéttarfélags fyrir árið 2019 er nú komin út og er hægt að nálgast hana á skrifstofu Eflingar, einnig er hægt að fá bókina senda til sín en hún verður ekki send til félagsmanna eins og vaninn hefur verið. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Eflingar...

Málþing um styttingu vinnuvikunnar

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, efnir til málþings um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu laugardaginn 12. janúar kl 13-16. Markmiðið er að þroska enn frekar umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir...

Jólakveðja Eflingar

Efling-stéttarfélag óskar félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Afgreiðslutíma félagsins um jólin má sjá hér. 

Efling, VR og VLFA vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara

Yfirlýsing vegna vísunar kjaraviðræðna til ríkissáttasemjara Lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði eru 300 þúsund krónur á mánuði samkvæmt kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Húsnæðiskreppa og tilfærsla skattbyrði frá þeim ríku yfir á þá efnaminni gerir það að...

Samninganefnd afturkallar umboð til SGS

Fundur var haldinn í samninganefnd Eflingar - stéttarfélags fimmtudagskvöldið 20. desember. Á fundinn var vel mætt úr fjölmennri samninganefnd Eflingar. Rætt var ítarlega um stöðu samstarfsins milli Eflingar og annarra aðildarfélaga SGS innan sameiginlegrar...

Baráttan fyrir betra lífi – leiðari formanns í 6.tbl. Eflingar

Nokkrar staðreyndir úr íslenskum raunveruleika: - 40% félagsmanna Eflingar eru í leiguhúsnæði og fjölgar í þeim hópi á milli ára. - Samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs er ástæða þess að fólk leigir en býr ekki í eigin húsnæði sú að fólk hefur einfaldlega ekki efni á...

Kjarakönnun Eflingar – niðurstöður kynntar

Ný launakönnun:  Hækkun heildarlauna er dræm, fjárhagsáhyggjur aukast og yfirgnæfandi samstaða ríkir um áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum. Einn af hverjum fjórum félaga Eflingar búa í leiguhúsnæði. Smellið hér til að nálgast alla skýrsluna Gallup...

Gerðubergsfundur Eflingar: Kjarakönnun Eflingar – niðurstöður kynntar

Laugardaginn 1. desember boðar Efling – stéttarfélag til opins fundar um niðurstöður kjarakönnunar félagsins. Það er Gallup sem vinnur könnunina líkt og undanfarin ár en hún er viðamikil og veitir dýrmætar upplýsingar um viðhorf og aðstæður félagsmanna í Eflingu....

Gerðubergsfundur Eflingar: Kjör láglauna kvenna eru óásættanleg!

Kjör láglaunakvenna: Óásættanlegur raunveruleiki Efling – stéttarfélag boðar til fundar í Gerðubergi þann 24. nóvember næstkomandi með Hörpu Njáls félagsfræðingi. Harpa er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum láglaunafólks á Íslandi. Á fundinum mun Harpa...

Trúnaðarráð Eflingar – auglýst eftir tilnefningum

(English below) Auglýst eftir tilnefningum til Trúnaðarráðs Eflingar Uppstillingarnefnd Eflingar, sem starfar samkvæmt 22. grein laga félagsins, kallar eftir tilnefningum til setu á lista til Trúnaðarráðs. Allir fullgildir félagsmenn geta tilnefnt sjálfan sig eða...

Launahækkanir samkvæmt kröfugerð Starfsgreinasambandsins

Frá Eflingu - stéttarfélagi Forsenda kröfugerðar Starfsgreinasambandsins (SGS) er sú, að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Markmiðið er að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslukostnaði einstaklings samkvæmt framfærsluviðmiðum stjórnvalda (að viðbættum...

Húsnæði fyrir suma? Aðgerða er þörf!

Sara Öldudóttir, sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi skrifar Íbúðalánasjóður og Velferðarráðuneytið efndu til húsnæðisþings sem haldið var á Hótel Nordica þriðjudaginn 30. október. Lögfesting þess sem árlegs viðburðar og nýtilkomin stefnumörkun og áætlanagerð í...

Markaðurinn leysir ekki vandann

Sigurður H. Einarsson, félagi í samninganefnd Eflingar skrifar um þjóðarátak í húsnæðismálum.  Í komandi kjarasamningum þarf það að vera alveg ljóst að engir samningar verði gerðir nema til komi þjóðarátak í húsnæðismálum. Samkvæmt tölum frá slökkviliðinu er nú talið...

Vilhjálmur 1. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður 2. varaforseti

Vilhjálmur Birgisson var í dag kjörinn 1. varaforseti ASÍ á þingi ASÍ. Tveir buðu sig fram til 1. varaforseta ASÍ. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fékk Vilhjálmur 59,8% atkvæða og...

Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Á þinginu féllu atkvæði þannig  að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði...

Vaxandi ójöfnuður og auknar byrðar á hina verst settu (MYNDBAND)

Stefán Ólafsson hefur orðið þekktur fyrir að rannsaka hluti sem eiga ekki að vera til. Vaxandi ójöfnuður, stéttaskipting, óréttlátt skattkerfi og auknar byrðar á hina verst settu hafa verið meðal viðfangsefna hans. Í sumar flutti hann erindi á vegum Eflingar um...

Nýir tímar á ASÍ-þingi -Verkakonur frá Gana segja: hingað og ekki lengra

Viðbrigði urðu á 43. þingi Alþýðusambandsins í vikunni þegar tvær íslenskar verkakonur sem eiga uppruna frá Gana stigu í pontu og lýstu óboðlegum aðstæðum sem þær búa við. „Við getum ekki lifað við þetta lengur,“ segir Ruth Adjaho, önnur þeirra. Launin þeirra séu svo...

Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu!

Tíminn er runninn upp til að verka og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið, sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þegar hún ávarpaði samstöðufund kvenna á Arnarhóli á kvennafrídeginum 24. október en yfirskrift dagsins í ár...

Stjórn Eflingar ályktar með öryrkjum gegn starfsgetumati

Stjórn Eflingar - stéttarfélags samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum í dag ályktun þar sem tekið er undir gagnrýni Öryrkjabandalags Íslands á starfsgetumat og stuðningi lýst við ályktun stjórnarfundar ÖBÍ frá 10. október síðastliðinum. Ályktun stjórnar Eflingar er...

Átök um ójöfnuð (MYNDBAND)

Viðtal við Guðmund Ævar Oddsson, dósent við Félagsvísinda- og lagadeild við Háskólann á Akureyri. Á hátindi góðærisins var Guðmundur Ævar Oddsson í framhaldsnámi í félagsfræði í Bandaríkjunum. Námið var nýhafið og hann sat á spjalli við leiðbeinandann sinn. Guðmundur...

Stóra skattatilfærslan

Stefán Ólafsson skrifar: Á síðustu 25 árum eða svo hafa stjórnvöld framkallað mikla tilfærslu á skattbyrði - af hærri tekjuhópum og yfir á þá lægri. Þetta hefur verið gert með ýmsum aðgerðum, sem eru skýrðar á ítarlegan hátt í nýlegri bók (Ójöfnuður á Íslandi, 2017)...

Efling styður Kvennafrí 2018 – Kvennaverkfall

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur...

Fólk hefur alveg gleymt sólinni (MYNDBAND)

Viðtal við Pétur Ármannsson, arkitekt um sögu félagslegs húsnæðis í Reykjavík Pétur H. Ármannsson, arkitekt, hefur kannað hvernig húsnæðisvandi Reykvíkinga var leystur áður fyrr. Þann 29. september síðastliðinn flutti hann erindi á vegum Eflingar í Gerðubergi og...

Skattbyrði og skerðingar: Sameiginlegur fundur með ÖBÍ

(English below) Efling og Öryrkjabandalagið efna til sameiginlegs fundar laugardaginn 20. október um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn hefst að venju klukkan 14:30 og verður lokið stundvíslega klukkan 16:00....

Vegna umræðu um verkefnið Fólkið í Eflingu

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ skal eftirfarandi árréttað: Þann 20. júní 2018 bar formaður Eflingar undir stjórn félagsins erindi um að samþykkja tilboð frá Öldu Lóu Leifsdóttur (Nýr kafli ehf.) um framkvæmd verkefnisins „Fólkið í...

Kröfugerð SGS fyrir komandi kjaraviðræður

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) hefur samþykkt kröfugerð á hendur stjórnvöldum og atvinnurekendum fyrir komandi kjaraviðræður. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 19 verkalýðsfélaga innan SGS, þar á meðal Eflingar en samninganefnd...

Efling samþykkti í júní að færa sjóði frá Gamma

Í frétt fylgikálfs Fréttablaðsins "Markaðurinn" þann 10. október 2018 er ritað um sjóði Eflingar og þá staðreynd að vel á annan milljarð króna hefur verið fjárfest hjá fyrirtækinu Gamma. Núverandi stjórn Eflingar tók þá ákvörðun á stjórnarfundi þann 7. júní...

Yfirlýsing í tilefni fréttar Morgunblaðsins í dag

Í frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag, 6. október, er slegið fram staðlausum fullyrðingum um meinta framkomu stjórnenda Eflingar við starfsfólk félagsins. Fullyrðingar blaðsins vekja undrun í ljósi þess að umrætt starfsfólk tjáði sig ekki sjálft við...

Félagsmaður Eflingar hefur betur í Hæstarétti

Fyrirtækið Sinnum var í gær í Hæstarétti dæmt til að greiða félagsmanni Eflingar tæpar 1.350 þúsund kr. í vangoldin laun og vexti, auk málskostnaðar upp á samtals 1.250 þúsund kr. en málið snerist um rétt til launa í slysaforföllum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm...

Ályktun stjórnar Eflingar–stéttarfélags vegna umfjöllunar Kveiks

Stjórn Eflingar–stéttarfélags lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem nú ríkir á íslenskum atvinnumarkaði. Við krefjumst þess að yfirvöld taki sig á og að opinberar stofnanir sinni því eftirliti með verktökum sem þeim ber að sinna. Núverandi ástand er...

Atvinnurekendur bjóða minna en ekki neitt!

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi skrifar  Samtök atvinnurekenda (SA) hafa lagt fram útspil sitt fyrir komandi kjarasamninga (sjá hér). SA-menn og yfirstéttin öll hafa notið ofurhækkana á ofurlaun sín á síðustu misserum – eins og allir vita....

Er verið að svindla á þér?

Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður til næsta fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Efling-stéttarfélag gerir allt að sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti-...

Við sköpum verðmæti og viljum vera hluti af samfélaginu

-segir Anna Marta Marjankowska, nýr stjórnarmaður í Eflingu Anna Marta Marjankowska var kjörin í stjórn Eflingar sl. vor. Hún er 26 ára, fædd í mið Póllandi, en fluttist til Kraká árið 2010, til að vinna og stunda nám. Þar starfaði hún hjá menningarstofnunum, söfnum...

Fundir á pólsku gengu vel

---Polish below Haldnir hafa verið tveir fundir í september fyrir pólskumælandi félagsmenn Eflingar og er óhætt að segja að félagsmenn hafi tekið vel í þá. Góð mæting var á fundina og ljóst að mikilvægt er að halda fleiri slíka fundi þar sem félagsmönnum gefst kostur...

Áherslur ungs fólks í komandi kjarasamningum – ASÍ-UNG ályktar

Á fimmta þingi ASÍ-UNG komu ungliðar saman úr verkalýðshreyfingunni um allt land og ræddu sín á milli hvað bera eigi að leggja áherslu á í komandi kjarsamningum. Á þinginu var farið yfir hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi...

Í landi ójafnra tækifæra? Stéttaskipting á Íslandi

---English below Öll erum við ólík, en samt ríkir sú trú að við eigum öll rétt á jöfnum tækifærum. En eru tækifærin jöfn þegar gæðum er misskipt eftir stéttum? Efling – stéttarfélag býður til fundar í Gerðubergi, kl. 14:30 laugardaginn 22. september næstkomandi þar...

Baráttuhugur í fólki á félagsfundi Eflingar

Mikill hugur var í félagsmönnum Eflingar sem mættu á félagsfund sem haldinn var þann 13. september en fundurinn var vel sóttur. Á honum gafst fólki tækifæri til að segja sína skoðun á því hvað helstu áherslur félagsins ættu að vera í komandi kjarasamningum. Í upphafi...

Fræðsludagur félagsliða haldinn 20. september

Starfsgreinasamband Íslands og Félag Íslenskra félagsliða boða til fræðsludags félagsliða, fimmtudaginn 20. september í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Dagskrá 10:00 Morgunkaffi 10:30 Kjaramál – veturinn framundan, Drífa Snædal og Sonja Þorbergsdóttir 11:30...

Tækifæri til starfsmenntunar – Fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti

Hægferð með stuðningi í íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál verður í boði fyrir félagsmenn Eflingar sem vilja fara á fagnámskeiðin fyrir eldhús og mötuneyti. Gert er ráð fyrir að nemendur taki stöðupróf í upphafi til að kanna þekkingu þeirra á íslensku....

Co wiesz na temat swoich praw na rynku pracy?

---sjá á íslensku fyrir neðan Spotkanie (w języku polskim) dotyczące praw i obowiązków na rynku pracy odbędzie się 12 września o godz. 19:30 w budynku związków zawodowych Efling, Sætúni/Guðrúnatúni 1, na 4 piętrze. Wszyscy członkowie Eflingu mile widziani. Veistu allt...

Félagsfundur um kjaramál og undirbúning kröfugerðar 13. september

---English and Polish below Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags  - Opinn félagsfundur um kjaramál og undirbúning kröfugerðar Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Eflingar, 4....

Vilt þú hafa áhrif á gerð kjarasamninga?

---English and Polish below Efling-stéttarfélag óskar eftir tilnefningum í samninganefnd félagsins. Um hlutverk og skipan samninganefndar má sjá í lögum Eflingar, 18.gr. Félagsmenn geta tilnefnt sjálfan sig og/eða aðra félagsmenn. Það er svo í höndum trúnaðarráðs að...

Solidarność naszą siłą: Mobilizacja polskich pracowników Efling

 - sjá á íslensku fyrir neðan  Związek zawodowy Efling zaprasza na spotkanie w języku polskim w Gerðuberg, w sobotę, 8-go września w godzinach 14:30-16:00. Na spotkaniu chcemy poruszyć problem obecnej sytuacji na islandzkim rynku pracy w perspektywie praw...

Um framlag stjórnvalda til kjarasamninga

- eftir Stefán Ólafsson, sérfræðing hjá Eflingu-stéttarfélagi. I. Fag­ur­gali eða alvöru vilji? Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar seg­ir: “Rík­is­stjórnin mun beita sér fyrir sam­stilltu átaki með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins til að tryggja að...

5.tbl. Eflingar komið út ásamt sérstöku Fræðslublaði

5.tbl. Fréttablaðs Eflingar er komið út með fullt af áhugaverðu efni til að skoða, viðtöl við nýja stjórnarmenn, grein um húsnæðismarkaðinn eftir Ólaf Margeirsson, viðtal við Íslandsmeistara kaffibarþjóna, grein um verkefni kjarabaráttunnar eftir Stefán Ólafsson,...

Kerfisbreyting vinnu-konunnar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar: Nr.1. Nokkur orð um hefðbundið kvennastarf Vinnu-konur nútímans vinna við allt mögulegt; þrif, afgreiðslustörf, þjónustustörf, framleiðslustörf og það sem kallað eru umönnunarstörf; m.a. við að sinna þörfum þeirra...

Fólkið í Eflingu opnar fundaröð Eflingar í Gerðubergi

---English below Eflingu – stéttarfélagi er mikil ánægja að bjóða félagsmönnum og öllum áhugasömum á fyrsta fund haustsins í Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 14:30. Fundurinn hefst með kynningu á verkefninu Fólkið í Eflingu. Í verkefninu varpar Alda Lóa...

Efling gagnrýnir misnotkun kjarasamingsákvæða í veitingageiranum

Á fundi stjórnar Eflingar þann 23. ágúst var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjórn Eflingar - stéttarfélags lýsir miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda í veitingahúsageiranum og víðar á ákvæðum um vaktavinnu í 3. kafla kjarasamnings vegna starfsfólks...

Efling býður til opnunarhátíðar föstudaginn 17. ágúst!

Opnunarhátíðin verður föstudaginn 17. ágúst milli kl. 16:00 og 18:00 í Hveragerði. Vegna flutnings á starfsstöð Eflingar-stéttarfélags í Hveragerði að Breiðumörk 19 og vígslu orlofsíbúðar á sama stað er öllum boðið að koma og skoða! Pylsur verða grillaðar fyrir gesti...

Ágætt svigrúm til launahækkana

Þeir sem gæta hagsmuna atvinnurekenda og fjárfesta tala nú mikið um að ekkert svigrúm sé til launahækkana í komandi kjarasamningum. Það kemur svo sem ekki á óvart. Þetta er hefðbundið tal í aðdraganda kjarasamninga. Það sem kemur þó á óvart er hversu langt menn ganga...

Starfskraftur til sölu

„Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra fyrir skemmstu, þegar kjaradeila ljósmæðra við ríkið var í...

Sara S. Öldudóttir ráðin til starfa sem sérfræðingur

Sara S. Öldudóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Eflingu - stéttarfélagi sem sérfræðingur í vinnumarkaðs- og kjaramálum. Meðal verkefna hennar eru greiningar- og rannsóknarvinna sem snertir kjaramál félagsmanna Eflingar og þróun íslensks vinnumarkaðar. Sara hefur...

Að samþykkja ekki óbreytt ástand

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar: Einn af merkilegustu sigrum nýfrjálshyggjunnar í lífi okkar er að hafa tekist að útbúa samfélagslegt ástand þar sem arðrán, stéttskipting og viðbjóðsleg auðsöfnun firrtrar yfirstéttar urðu sjálfsögð skipan mála. Með...

Hækkun á framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð 1. júlí

Efling vekur athygli þeirra sem greiða í lífeyrissjóð á að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkaði um 1,5 prósentustig þann 1. júlí, úr 10% í 11,5%. Samið var um hækkunina í kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins 21. janúar 2016....

Gengið frá samkomulagi við SFV: Afturvirk hækkun og eingreiðsla

Gengið hefur verið frá samkomulagi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um þær hækkanir sem eiga að koma til starfsmanna vegna launaþróunartryggingar. Einnig var gengið frá samkomulagi vegna lífeyrisauka. Samkomulagið var undirritað þann 4. júní...

Kaupmáttur í raun og veru

---English below--- Hagfræðingar segja að við séum að verða ríkari. Af hverju finnst okkur við vera svona fátæk? - eftir Jamie McQuilkin í stjórn Eflingar Í íslenskri verkalýðsbaráttu er mikil áhersla lögð á svokallaðan kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af...

Stefán Ólafsson ráðinn til starfa hjá Eflingu-stéttarfélagi

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu-stéttarfélagi. Stefán hefur störf í ágúst á skrifstofum Eflingar að Guðrúnartúni 1 og verður í hálfu...

Fjórða tölublað Fréttablaðs Eflingar komið út

Fjórða tölublað Fréttablaðs Eflingar er komið út og er að finna heilmargt áhugavert efni í því. Umföllun um formanns- og stjórnarskiptin m.a. viðtöl við tvo nýja stjórnarmenn, viðtöl við trúnaðarmenn Eflingar sem fóru á námskeið fyrir unga leiðtoga,...

Efling fordæmir ólögmætar aðgerðir Hvals hf. gagnvart starfsmönnum

Efling - stéttarfélag hefur fengið upplýsingar um að Hvalur hf. geri það að skilyrði fyrir vinnu á hvalvertíð 2018 að starfsmenn standi utan Verkalýðsfélags Akraness. Með þessu brýtur Hvalur hf. gegn skýrum réttindum starfsmanna sinna. Félagafrelsi starfsmanna Hvals...

Hærri laun eru betri fyrir samfélagið

Breski hagfræðiprófessorinn Özlem Onaran hélt erindi á vegum Eflingar mánudaginn 11. júní á Grand hótel en hún er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum og hefur meðal annars starfað fyrir Alþjóðavinnumálastofnun - ILO. Í erindi sínu fjallaði Onaran um...

Nýir möguleikar í aðkomu lífeyrissjóða að leigumarkaði

- English below Opinn fundur með Ólafi Margeirssyni í boði Eflingar Mánudaginn 18.júní mun Ólafur Margeirsson hagfræðingur halda fyrirlestur á vegum Eflingar á opnum fundi á Grand hótel kl. 16.30. Fyrirlestur hans ber titilinn Geta lífeyrissjóðir byggt upp...

Vaxandi ójöfnuður er viðvörunarbjalla

Stefán Ólafsson sýnir að ASÍ gefur skakka mynd af sögu kaupmáttar og verkalýðsbaráttu. Formaður Eflingar segir málflutning ASÍ hneyksli og vill skoða vísitölubindingu ójöfnuðar. Mánudaginn 4. júní efndi Efling til fyrsta fundarins af þremur í fundaröðinni...

Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga

-- English below Opinn fundur Eflingar með breska hagfræðingnum Özlem Onaran  Efling - stéttarfélag boðar til opins fundar mánudaginn 11. júní með breska hagfræðingnum Özlem Onaran. Titill fyrirlestrarins er Hagþróun á forsendum jöfnuðar og hlutverk verkalýðsfélaga...

Laun hækka á almennum vinnumarkaði

Þann 1. maí sl. hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þá hækkaði líka lágmarkstekjutrygging fyrir fulla dagvinnu í 300.000 kr. sem jafngildir 1.731 kr./klst. m.v. 173,33 klst. á mánuði. Hækkunin kemur til útborgunar nú um mánaðamótin...

Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi

Opinn fyrirlestur og pallborð í boði Eflingar- stéttarfélags Efling-stéttarfélag efnir til opins fundar fyrir félagsmenn og allan almenning undir yfirskriftinni Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi. Á fundinum, sem haldinn verður 4. júní næstkomandi, mun Stefán...

Formaður fundar með leiðtogum hreyfingarinnar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, átti í dag góðan fund með Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur formanni AFLs starfsgreinafélags. Sólveig hefur auk þess átt fjölda funda með leiðtogum innan verkalýðshreyfingarinnar síðan hún tók til starfa þann 27. apríl...

Láglaunaborgin Reykjavík?

Framboðsfundur á vegum stéttarfélaga í Reykjavík, fimmtudaginn 24. maí kl. 17 -19. Efling, VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar -- stærstu stéttarfélögin innan ASÍ og BSRB með starfssvæði í Reykjavík -- efna til sameiginlegs opins fundar með fulltrúum...

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Skráðu þig á www.bjargibudafelag.is  Skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti....

Leikskólinn Hof styttir vinnuvikuna

Leikskólinn Hof hefur frá haustinu 2016 tekið þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar en verkefnið fór af stað hjá borginni 2015 og hefur gefist vel og haft jákvæð áhrif á starfsfólk á þeim vinnustöðum sem hafa tekið þátt. Blaðamaður...

Þráinn Hallgrímsson lætur af störfum hjá Eflingu-stéttarfélagi

Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri, hefur látið af störfum hjá Eflingu-stéttarfélagi. Þráinn hefur starfað hjá Eflingu frá stofnun félagsins. Hann réð sig upphaflega hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún vorið 1996 en Halldór Björnsson, þáverandi formaður bauð honum...

Vilja að konur klæðist kjólum – Efling mótmælir harðlega

Efling-stéttarfélag berst gegn hvers kyns misrétti á vinnumarkaði og tekur allar ábendingar og kvartanir um mismunun alvarlega, segir Leifur Gunnarsson lögfræðingur á kjaramálasviði Eflingar. Þann 8. maí bárust félaginu kvartanir frá félagsmönnum þess hjá Hard Rock...

Yfirlýsing vegna auglýsinga ASÍ

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að kjarasamningavetur stendur fyrir dyrum. Verka- og láglaunafólk bindur nú vonir við að loksins sé komið að þeim. Að þau fái loksins að njóta hlutdeildar í því mikla góðæri sem ríkir um þessar mundir en hingað til hefur það þurft...

Viðar Þorsteinsson er nýr framkvæmdastjóri Eflingar-stéttarfélags

Viðar Þorsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra Eflingar-stéttarfélags. Viðar mun starfa náið með formanni, forystufólki og stjórn félagsins, einkum að mótun og framkvæmd stefnu gagnvart samnings- og samstarfsaðilum. Viðar hefur mikla reynslu af...

Starfsfólk verði ekki látið bíða stundinni lengur

Efling-stéttarfélag lýsir áhyggjum af þeim töfum sem orðið hafa á framkvæmd launaþróunartryggingar af hálfu aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Samið var um afturvirkar launahækkanir með samkomulagi dags. 21. september 2017 milli Alþýðusambands...

Vinnan – nýtt vefrit ASÍ

Vinnan er tímarit sem Alþýðusambandið gefur út en fyrsta tölublaðið kom út fyrir 75 árum. Í blaðinu sem kom út árið 1943, skrifuðu m.a. Halldór Laxness og Steinn Steinarr. Þessir jöfrar íslenskra bókmennta gáfu tóninn en síðan hafa margir mætir menn komið...

1. maí 2018 – ávarp formanns

Ávarp 1. maí, 2018. - Myndband af ávarpi Sólveigar er að finna hér fyrir neðan. Kæru félagar, ég sendi ykkur miklar og heitar upprisukveðjur á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Við verkafólk eigum þennan eina dag til þess að minnast sigra þeirra sem...

Sólveig tekur við formennsku í Eflingu

Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formennsku í Eflingu-stéttarfélagi á aðalfundi  í gær þann 26. apríl. Hún tók við af Sigurði Bessasyni sem lætur af formennsku eftir átján ár í starfi en aldrei áður hefur verið kosið um nýjan formann eftir að stéttarfélögin...

1. maí 2018 – Sterkari saman í baráttunni

1. maí í Reykjavík Sterkari saman í baráttunni - ekki láta þig vanta Sýnum samstöðu okkar í verki og mætum á baráttufund þann 1. maí en yfirskrift fundarins í ár er Sterkari saman. Formleg dagskrá hefst á Ingólfstorgi laust eftir klukkan 14.00. Safnast...

Samningur um sex hæfnigreiningar starfa

Nú í apríl undirrituðu Efling stéttarfélag og Starfsafl samning við Mími um hæfnigreiningu sex starfa. Við hæfnigreiningarnar er notuð aðferð samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem byggir á efni frá kanadíska ráðgjafafyrirtækinu Human...

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 26. apríl 2018

Aðalfundur  Eflingar-stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 26. apríl  2018.  Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að Sætúni 1/Guðrúnartúni 1...

Opnað fyrir bókanir í sumar

Við minnum á að mánudaginn 9. apríl kl. 8.15 opnast bókunarvefurinn fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og yfir og geta þeir bókað sig í þau hús sem laus eru í sumar. ATH ! félagsmenn bóka beint og greiða strax undir liðnum laus orlofshús Ekki er opið fyrir neinar...

Pólverjar ánægðir að hafa pólskan starfsmann

Starfið er mjög gott hérna og ég er sjálf mjög hissa á því hve mikið starf er unnið hjá Eflingu. Ég hef unnið í margvíslegum störfum þar sem ég aðstoða fólk en starfið hérna er með öðrum hætti. Samfara aðstoðinni þurfum við að gæta þess vel að úrlausnarefnin hér eru...

Námskeið fyrir dyraverði og næturverði

Eflingarfélagar sem starfa sem dyraverðir eða hyggjast starfa sem slíkir eiga kost á að sækja dyravarðanámskeið hjá Mími þann 30. apríl n.k. Námið hentar einnig öðru starfsfólki á hótel og veitingahúsum t.d. þeim sem vinna næturvaktir. Þetta er starfsnám, ætlað til að...

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum þann 21. mars að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Það er mat miðstjórnar ASÍ að...

Síðasta dagurinn til að sækja um orlofshús í sumar er í dag 22. mars

Orlofssjóður Eflingar minnir félagsmenn á að síðasti dagurinn til að sækja um orlofshús í sumar er í dag, fimmtudaginn 22. mars. Sótt er um rafrænt á bókunarvefnum. , undir liðnum umsóknir og verður úthlutun 26. mars og hafa félagsmenn greiðslufrest til 5. apríl....

Fáðu starfsreynslu þína metna

Efling stéttarfélag vekur athygli félagsmanna sinna sem starfa í leikskólum, grunnskólum og við umönnun að nú er að hefjast raunfærnimat fyrir þessi störf hjá Mími.  Með raunfærnimati fær starfsmaður staðfestingu á þeirri færni sem hann hefur öðlast í starfi og er hún...

Dagsbrúnarfyrirlestur 2018 – eftirlaun aldraðra

Hinn árlegi Dagsbrúnarfyrirlestur verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 22. mars næstkomandi, kl. 12:00 til 13:15. Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og...

Engin lognmolla hjá Starfsafli

Það var engin lognmolla hjá Starfsafli í febrúar frekar en aðra mánuði ársins og fögnum við því. Við viljum sjá vöxt og við viljum sjá fyrirtæki leita til sjóðsins, þá er Starfsafl að skila sínu. Í febrúar bárust alls 40 umsóknir frá 25 fyrirtækjum. Styrkloforð voru...

Hvernig á að mæta nýjum áskorunum á vinnumarkaði?

- eftir Helgu Lind Hjartardóttur og Ingibjörgu Hönnu Björnsdóttur hjá Mími  Vinnumarkaðurinn í dag stendur frammi fyrir nýjum áskorunum og því þarf að hugsa til framtíðar. Það er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin með breyttu starfsumhverfi sem hefur meðal...

Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags

Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á aðalfundi félagsins þann 26. apríl nk. B listi Sólveigar Önnu fékk 2099 atkvæði en A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði....

Félagsmenn Eflingar á opinbera markaðnum fá launaþróunartryggingu

Gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 Nú liggur fyrir niðurstaða hvernig laun þeirra opinberu hópa sem starfa hjá Eflingu hafa þróast í samanburði við laun á almennum markaði fyrir árið 2017. En samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega...

Umsóknartímabil sumarleigu er frá 1. – 22. mars

Félagsmenn athugið að umsóknartímabil fyrir sumarleigu orlofshúsa hefst 1. mars og stendur til og með 22. mars. Úthlutað verður 26. mars og eftir það opnast bókunarvefurinn í skrefum, nánari upplýsingar má finna hér.

Formannafundur ASÍ hefur úrslitavaldið

Samninganefnd ASÍ, sem í eiga sæti formenn landssambandanna fimm innan ASÍ, fulltrúi félaga með beina aðild, formenn VR og Eflingar auk forseta ASÍ, samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að gera ákvörðun formannafundar ASÍ  að sinni. Formannafundurinn hefst kl....

Bjarg íbúðafélag – fyrsta skóflustungan tekin að nýjum íbúðum

Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir var tekin 23. febrúar kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Um er að ræða fyrsta byggingaverkefni Bjargs en félagið áformar umfangsmiklar framkvæmdir á næstu misserum. Reiknað er með að um...

Bókanir um páska – hægt að bóka laus hús 26. febrúar

Nú er páskaúthlutun lokið og opnað verður fyrir bókanir á þeim húsum sem eru eftir mánudaginn 26. febrúar kl. 8:15. Athugið að aðeins er í boði vikuleiga, 28. mars – 4. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um í gegnum bókunarvef Eflingar en einnig eru hægt að...

Félagsmenn Eflingar hjá ríkinu fá launaþróunartryggingu

Ný launatafla tekur gildi afturvirkt frá 1. janúar 2017 Í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launaskrið sem verður á almenna...

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 20. febrúar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, 4. hæð, þann 20. febrúar kl. 10.00. Við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna verða félagsmenn að framvísa persónuskilríkjum.

Fréttatilkynning ASÍ vegna kjararáðs

Reykjavík 15. febrúar 2018 Fréttatilkynning ASÍ vegna kjararáðs Kjararáð fór í ákvörðunum sínum um kjör æðstu stjórnenda ríkisins, langt umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015. Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og...

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús um páskana

Efling minnir félagsmenn sína á að síðasti umsóknardagur fyrir páskaúthlutun er í dag 8. febrúar. Úthlutað verður mánudaginn 12. febrúar og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 13. febrúar. Svar við umsókn verður sent á það netfang sem skráð er á bókunarvef....

Kjördagar verða 5. og 6. mars

Fréttatilkynning frá kjörstjórn Á fundi kjörstjórnar þann 2. febrúar s.l. voru kjördagar ákveðnir mánudagurinn 5. og þriðjudagurinn 6. mars 2018. Aðalkjörstaður verður að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík en stefnt er einnig að opnun kjörstaða í Þorlákshöfn og Hveragerði....

Báðir listar úrskurðaðir lögmætir af kjörstjórn

Kjörstjórn Eflingar fundaði í dag. Á dagskránni var m.a. að taka afstöðu til lögmæti framkominna tveggja lista. Auk kjörstjórnar sátu umboðsmenn listanna fundinn. Báðir listar, A-listi  stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar-stéttarfélags og  B-listi Sólveigar Önnu...

Áhrif #metoo á vinnumarkaðinn – ASÍ-UNG efna til fundar

ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðarins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum. #metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um...

Lögmæti framboðslista í skoðun – Fréttir frá kjörstjórn Eflingar

Kjörstjórn Eflingar hélt sinn fyrsta fund í dag vegna komandi stjórnarkjörs í félaginu.  Fundinn sátu einnig umboðsmenn þeirra tveggja  lista sem fram hafa verið lagðir. Á fundinum var ákveðið að setja þegar í stað gang vinnu til að ganga úr skugga um lögmæti...

Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista

Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Nóaborg, Reykjavíkurborg hefur gefið kost á sér til formanns stjórnar í Eflingu-stéttarfélagi. Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara...

Hverjir mega vera sjálfboðaliðar? – Nýr kynningarvefur

ASÍ hefur opnað kynningarvef fyrir erlent fólk sem vill koma til Íslands og vinna sem sjálfboðaliðar, www.volunteering.is   Í umræðunni um sjálfboðaliða er því stundum haldið fram að sjálfboðaliðar geti verið eðlilegur hluti af atvinnulífinu og finnist í flestum eða...

Úthlutun um páska 2018

Við minnum félagsmenn á að nú er hægt að sækja um orlofshús páskana 2018. Húsin verða í leigu í viku frá 28. mars - 4. apríl.  Síðasti dagur til að sækja um er 8. febrúar nk. og fer úthlutun fram þann 12. febrúar. Úthlutunarkerfi um páskana • Umsóknir eru rafrænar,...

Efling-stéttarfélag auglýsir framboðsfrest

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar hluta stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2018-2020. Kosið er listakosningu. Tillögur skulu vera um 8 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Um er að ræða formann og...

Opið á skrifstofunni í Hveragerði fimmtudaginn 18. janúar

Skrifstofan í Hveragerði verður opin fimmtudaginn 18. janúar frá kl. 8.15 - 12.00 og 13.00 - 15.00 en hún hefur verið lokuð tímabundið á nýju ári. Athygli er vakin á því að hægt er að skila gögnum í póstkassann á skrifstofunni og eins er hægt að hafa samband við...

Efling-stéttarfélag undirritar viljayfirlýsingu

Sigurður Bessason, formaður Eflingar undirritaði fyrir hönd félagsins viljayfirlýsingu  um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar stjórnvalda undirrituðu  sameiginlega...

Fræðslu- og sjúkrasjóðir hækka styrki

Félagsmenn Eflingar geta fengið endurgreiðslu fyrir ýmsum kostnaði sem varðar bæði nám og heilsu. Fræðslu- og sjúkrasjóðir Eflingar auka réttindi sinna félagsmanna og hækka styrki á nýju ári. Fræðslustyrkir Eflingar geta nú frá 1. janúar 2018 numið allt að 100.000 kr....

Afgreiðslutími um jól og áramót

Föstudaginn 22. desember lokar skrifstofan kl. 15.00                                        Jól Miðvikudaginn 27. desember opnar skrifstofan kl. 10.00...

Laust í Vestmannaeyjum um jólin

Það er laus íbúð í Vestmannaeyjum um jólin, vikuna 22. - 29. desember. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu félagsins í s. 510 7500.

Veiðikortið 2018 er komið í sölu

Kortið kostar einungis 4.500 kr. og aðeins eru teknir 5 punktar í frádrag. Félagsmenn geta keypt það á skrifstofu Eflingar, Sætúni 1, eða fengið það sent heim til sín, en þá þarf að senda tölvupóst á orlofssjodur@efling.is til að panta heimsendingu og fá upplýsingar...

Skilafrestur umsókna í síðasta lagi 15. desember

Frá sjúkra- og fræðslusjóðum Eflingar  Skila verður umsóknum, vottorðum og öðrum gögnum til sjúkrasjóða og fræðslusjóða Eflingar í síðasta lagi 15. desember n.k. til að ná útborgun í desember. Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2017 er fyrirhuguð föstudaginn...

Við erum ekki á matseðlinum!

Stöndum gegn kynferðislegri áreitni - eftir Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla...

Mundu eftir desemberuppbótinni!

Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina. SA – Samtök atvinnulífsins – Almenni markaðurinn (einkafyrirtæki) 86.000 kr. Þeir sem eru í starfi fyrstu viku í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á...

Fræðsludagur félagsliða

Árlegur fræðsludagur félagsliða verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember  á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, en viðburðurinn er opinn félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Fræðsludagurinn er á vegum Starfsgreinasambands...

Vinningshafar dregnir út í kjarakönnun Eflingar

Sjö heppnir vinningshafar hafa verið dregnir út í Gallupkönnun sem gerð var meðal félagsmanna Eflingar, Hlífar, VSFK og StéttVest í haust. Að þessu sinni fékk hver vinningshafi 50 þúsund krónur en auk þess hafa nú þegar tíu heppnir þátttakendur verið dregnir út og...

Fræðslu- og samverustund leikskóla- og félagsliða 14. nóvember

Faghópar leikskólaliða og félagsliða í Eflingu - stéttarfélagi ætla að eiga sameiginlega fræðslu- og samverustund. Hóparnir ætla að hittast þriðjudaginn 14. nóvember 2017 kl. 20:00 í fræðslusetri Eflingar, Sætúni 1 (við Guðrúnartún), á 4. hæð Matti Ósvald Stefánsson...

Borgin fer að kröfum og heimilar stækkun bílastæðahúss að Sætúni 1

Margir félagsmenn og aðrir þeir sem þurfa að leita eftir þjónustu í Sætúni 1 hafa lent í erfiðleikum með að finna bílastæði við húsið. Alþýðusambandið, Gildi lífeyrissjóður, VIRK starfsendurhæfing og Efling-stéttarfélag sem öll hafa aðsetur í húsinu, eru að þjónusta...

Sjötta þingi SGS lokið – ályktanir samþykktar og forystan kjörin

Sjötta þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk á hádegi 12. október. Á þinginu voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem skipa SGS sátu fundinn en unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu...

Vandamál í ferðaþjónustu víðar en á Íslandi

- eftir Kristján Bragason Norræn ferðaþjónusta heldur áfram að vaxa með braki og brestum og flest bendir til að sú þróun haldi áfram á næstu árum. Hagvöxtur á heimsvísu, þróun þéttbýlis, breyttir lífshættir og fjölgun í millistétt hefur haft í för með sér mikla...

Félagsdómur féll Eflingu í vil

Nýlega féll dómur í máli sem Efling höfðaði gegn Reykjavíkurborg fyrir Félagsdómi vegna ágreinings um þá túlkun borgarinnar að greiða mætti starfsmönnum sem ráðnir eru í tímavinnu vaktaálag utan dagvinnutímabils. Niðurstaðan er að óheimilt er að greiða starfsmönnum í tímavinnu vaktaálög.

Höfum áhrif á gerð kjarasamninga

Það hefur komið fram í öllum Gallup könnunum síðustu ára hversu gagnlegar niðurstöður eru fyrir komandi kjarasamninga. Þannig hefur t.d. komið í ljós hvernig félagsmenn meta svigrúm til launahækkana og að þeir sem leita eftir launaviðtali hafa í mörgum tilvikum fengið...

Minningarmark um Elku Björnsdóttur afhjúpað

Minning Elku Björnsdóttur verkakonu var heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu á afmælisdag hennar 7. september.  Leiði Elku í Hólavallagarði við Suðurgötu hafði verið með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra...

Aldrei eins margir í þjónustu VIRK

2.228 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um allt land í lok ágúst, 19% fleiri en á sama tíma í fyrra þegar 1.870 einstaklingar nýttu sér...

Elku Björnsdóttir minnst á afmælisdag hennar

Elku Björnsdóttur verður minnst á afmælisdag hennar 7. september nk. Elka er best þekkt fyrir dagbækur sem hún skrifaði á árunum 1915–1923 sem lýsa á mjög áhrifamikinn...

Opnað fyrir vetrarbókanir miðvikudaginn 16. ágúst

Opnað verður fyrir vetrarbókanir í orlofshús Eflingar miðvikudaginn 16. ágúst n.k. Hægt verður að bóka 4 mánuði fram í tímann eða tímabilið 1. september - 21. desember. Félagsmenn geta hringt á skrifstofuna eða farið inn á bókunarvefinn til að bóka. Jóla- og...

Mikil umskipti í orlofsbyggðinni í Svignaskarði

Það má með sanni segja að það hafi verið bæði mikil og metnaðarfull áskorun þegar tekin var ákvörðun um stækkun orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði fyrir nokkrum árum. Þá hafði verið rekin þar orlofsbyggð með 30 húsum um áratuga skeið á svæði sem vel er þekkt og...

Sameign eða séreign? – Mikilvægt að leita sér ráðgjafar

Í kjarasamningum frá 21. janúar 2015 var samið um hækkun á lífeyrisiðgjaldi úr 12% upp í 15,5% til þess að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera markaðnum. Framlag launamanns er áfram 4% en mótframlag atvinnurekanda hækkar úr 8% í 11,5% á tímabilinu 2016–2018....

Þeim fækkar  um 12 þúsund frá 2013 sem fá barnabætur

Nokkur umræða hefur að undanförnu átt sér stað um kaupmáttarauka launafólks á síðustu tveimur árum.  Ljóst er að fá tímabil hér á landi hafa skilað launafólki almennt meiri hækkunum í launum, en það gengur ekki jafnt yfir landsmenn. Ungt fólk þar á meðal barnafólk er...

Átt þú rétt á orlofsuppbót 2017?

Full orlofsuppbót árið 2017 er 46.500 kr. Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní ár hvert. Hjá starfsfólki Hveragerðisbæjar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss greiðist hún 1. maí. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á...

Hæstu miskabætur sem um getur í riftunarmáli

Nú nýverið kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli félagsmanns í Eflingustéttarfélagi sem hann höfðaði gegn fyrrum atvinnurekanda, Flugleiðahótelum ehf. vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Málið er sérstakt fyrir margar sakir, m.a. þær að dómurinn...

1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík

Tími hinna glötuðu tækifæra á að vera liðinn  Því er haldið fram að Ísland hafi nú risið úr efnahagslægðinni og það drjúpi smjör af hverju strái í landinu. Húsnæðisverð hafi stöðugt hækkað undanfarin misseri og sé að ná fyrri hæðum fyrir hrun. Fjöldi ferðamanna er að...

Hvað færð þú mikla hækkun?- launahækkanir 2017

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 4,5%. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 173,33 klst. á mánuði (40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera...

Auka þarf virðingu fyrir eldra fólki

- segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Já, hvar er hún núna, hún Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir? Hana þarf reyndar ekki að kynna fyrir félagsmönnum Eflingar-stéttarfélags. Hún á að baki langan feril innan verkalýðshreyfingarinnar, þar sem hún var formaður...

Aðalfundur Eflingar stéttarfélags 27. apríl 2017

Aðalfundur Eflingar stéttarfélags 2017 verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 27. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að...

Opnað fyrir bókanir í sumar

Við minnum á að á morgun miðvikudaginn 5. apríl kl. 8.15 opnast bókunarvefurinn fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og yfir og geta þeir bókað sig í þau hús sem laus eru í sumar. ATH ! félagsmenn bóka og greiða í laus orlofshús Ekki er opið fyrir neinar umsóknir....

Miðstjórn ASÍ ályktar um fækkun starfa í fiskvinnslu

Reykjavík, 29. mars 2017 Ályktun miðstjórnar ASÍ um fækkun á störfum í fiskvinnslu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri fækkun á störfum í fiskvinnslu víða um land. Hótanir forsvarsmanna fyrirtækja í sjávarútvegi um flutning á störfum...

Vinnustaðaeftirlitið veitir mikið aðhald

Eftirlit með vinnustöðum á kjarasamningssviði Eflingar hefur verið snar þáttur í starfsemi félagsins á liðnum árum. Við breytingar á vinnumarkaðnum hér landi í kjölfar meiri opnunar gagnvart frjálsu flæði launafólks í Evrópu, varð heildar samtökum og stéttarfélögum...

Nauðsynlegt að vinna saman – Ábyrg ferðaþjónusta

Efling tók þátt í fundi um ábyrga ferðaþjónustu sem haldinn var 16. mars í Hörpunni, yfirskrift fundarins var Tölum hreint út um ábyrga ferðaþjónustu Fundurinn er liður í verkefninu ábyrg ferðaþjónusta en Efling undirritaði yfirlýsingu þess efni í janúar sl. Margt...

Hægt að bóka laus hús um páskana

Opnað hefur verið fyrir bókanir á lausum orlofshúsum um páskana sem ekki fóru í úthlutun. Hægt er að bóka á bókunarvef Eflingar.

Enn laus pláss á fyrirlesturinn Listin að líða vel andlega og líkamlega

Enn er hægt að skrá sig á spennandi fyrirlestur um listina að líða vel andlega og líkamlega en leiðbeinandi er Matti Ósvald. Fyrirlesturinn er miðvikudaginn 8. mars frá kl. 19.30 -21.30 í húsnæði Eflingar, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Námskeiðið er félagmönnum að...

Kjarasamningum ekki sagt upp

Þrátt fyrir að ein af forsendum kjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og SA sé brostin, er það niðurstaða samninganefndar ASÍ og SA að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests þar til í febrúar 2018. Kjarasamningum aðila verður því ekki sagt upp að þessu sinni. Er það mat...

87% telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög

Í nýrri alþjóðlegri skoðanakönnun um viðhorf til vinnu og vinnuaðstæðna, sem framkvæmd var hér á landi um mitt síðasta ár og kynnt í Háskóla Íslands í föstudaginn 24. febrúar, kemur m.a. fram að 87% svarenda telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög til að verja...

Atvinnuleysisbætur – áríðandi tilkynning

Áríðandi tilkynning frá Vinnumálastofnun til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli! Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar...

Sjómenn samþykktu kjarasamninginn

Langri og erfiðri deilu sjómanna og útgerðarmanna er lokið eftir tíu vikna verkfall. Skrifað var undir kjarasamning á milli Sjómannasambands Íslands og SFS þann 18. febrúar sl. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk þann 19. febrúar og var niðurstaðan eftirfarandi: Af...

Nýgerður kjarasamningur sjómanna í heild sinni

Sjómenn í Eflingu geta kynnt sér nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands fyrir hönd Eflingar – stéttarfélags og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi/SA sem undirritaður var þann 18. febrúar 2017.

Nýtt alþingi fellur á fyrsta prófinu – Miðstjórn ASÍ ályktar

2. febrúar 2017 Ályktun miðstjórnar ASÍ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Sl. haust ofbauð landsmönnum ákvörðun kjararáðs um...

Stjórnun á slysavettvangi

Áhugavert námskeið sem er sérstaklega gagnlegt atvinnubílstjórum. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnar-félagsins Landsbjargar. Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum en er öllum opið. Farið verður farið yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á...

Áhugasamar þernur á fyrsta degi námskeiðs

Þernur frá hótelum  á höfuðborgarsvæðinu voru mættar í dag í sína fyrstu kennslustund hjá Mími-símenntun á námskeið fyrir þernur. Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi, skila starfsmönnum meira öryggi í starfi og hótelgestum enn betri...

Ályktun Eflingar um verkfall sjómanna

- Átelur sleifarlag útgerðarmanna í samningunum Efling-stéttarfélag lýsir þungum áhyggjum af verkfalli sjómanna og þeirri stöðu sem samtök útgerðarmanna bera alla ábyrgð á eins og nú er komið málum. Það er vítavert hvernig sjómönnum, sem standa undir einum helsta...

Skattframtalið – Viltu aðstoð við að telja fram?

Efling-stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá og með mánudeginum 23. janúar. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og...

Miðstjórn ASÍ ályktar um verkfall sjómanna

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkföll og kjarabaráttu sjómanna og vélstjóra við samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerðarmenn hafa árum saman neitað að ganga til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra og sett fram óbilgjarnar kröfur um að launafólk greiði verulegan hluta…

Evrópska verkalýðshreyfingin sofnaði á verðinum

-segir Kristján Bragason Krafan um aukið starfsöryggi sett á oddinn og áhersla á sérstaka hækkun lægstu launa Í lok nóvember á síðasta ári kynnti miðstjórn Sænska Alþýðusambandsins LO, sameiginlegar launakröfur fyrir öll aðildarsamböndin og kröfu um aukið...

Í dag kann ég að ná tökum á kvíðanum

-segir Díana Íris Jónsdóttir  Hugarfarið skiptir miklu þegar kemur að endurhæfingu og eins að sætta sig við sjúkdóminn. Þetta fer ekkert, maður verður að læra að lifa með því, segir Díana Íris Jónsdóttir sem naut aðstoðar ráðgjafa VIRK hjá Eflingu við að byggja sig...

Mikilvægasti tíminn er núna

- segir Jose Antonio De Bustos Martin, deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg  Ég ætlaði mér ekki að vinna hér lengur en eitt ár. Ég þurfti að skipta um vinnu þar sem ég var á leiðinni í nám en þá vann ég við ljósmyndun, segir Jose Antonio sem vinnur á leikskólanum...

Aukin tækifæri og meira starfsöryggi – Ný Gallup könnun

Aukinnar bjartsýni gætir í nýrri Gallup könnun félagsmanna Flóafélaganna. Aldrei hafa færri mælst án atvinnu eða á uppsagnarfresti en þrátt fyrir aukna spennu á vinnumarkaði, lengist vinnutími fólks ekki almennt. Þó telur meirihluti að svigrúm sé til að hækka launin...

Viljum hafa áhrif á samfélagið

 - segir Alma Pálmadóttir, í stjórn ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Reykjavíkurborg Mér finnst mjög spennandi að vera komin í stjórn ASÍ-UNG og er jákvæð fyrir því og veit að ný stjórn mun vinna saman að góðum hlutum, segir Alma Pálmadóttir, sem var kosin í stjórn...

Framboðsfrestur til trúnaðarráðs

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar  trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 31.12.2018. Kosið er listakosningu. Á hverjum frambornum lista skulu vera tillögur um 115 trúnaðarráðsmenn til tveggja ára samkvæmt 15....

Jólaballið í Gullhömrum 17. desember

Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið laugardaginn 17. desember í Gullhömrum Grafarholti kl. 14.00. Húsið opnar kl. 13.30. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar að Sætúni 1 frá 5. desember. Upplýsingar í síma 510 7500. Ath. miðar verða ekki seldir við...

Mundu eftir desemberuppbótinni!

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desember ár hvert. Uppbótin á að greiðast í síðasta lagi 15. desember og á að vera í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.

Fagnámskeiðin urðu til þess að ég kláraði matartækninn

Það eru að verða komin fjögur ár síðan Eva Jóna Ásgeirsdóttir fór á fagnámskeið I og hóf þar með menntavegferð sína. Í vor útskrifaðist hún sem matartæknir. Hún vinnur sem matráður á leikskólanum Stakkaborg og hefur gert síðustu tvö ár en níu ár þar á undan var hún...

Kynningarefni vegna kjarasamnings sjómanna

Sjómannasamband Íslands og VerkVest skrifuðu undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi 14. nóvember sl. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa til hádegis þann 14. desember næstkomandi. Atkvæðagreiðsla mun verða rafræn og atkvæði talin sameiginlega hjá...

Skrifað undir samning við sjómenn

Í nótt skrifuðu Sjómannasamband Íslands og VerkVest undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands kemur fram að félagar þeirra í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur treystu sér ekki með þeim í þessa vegferð....

Sjómenn fara í verkfall

Í kvöld, 10. nóvember, slitnaði uppúr viðræðum sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning. Verkfall undirmanna á fiskiskipum skellur því á kl. 23:00. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands segir að ástæða þess að upp úr slitnaði er fyrst og fremst deila um...

ASÍ krefst þess að ákvörðun Kjararáðs verði dregin til baka

Skammtar þingmönnum nær þrefaldar launahækkanir miðað við almennar hækkanir Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa...

Samninganefnd ASÍ boðuð til skyndifundar

Samninganefnd ASÍ hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 15 vegna úrskurðar kjararáðs frá því í gær. Óhætt er að segja að úrskurður kjararáðs komi eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar sem á þingi ASÍ í síðustu viku fjallaði um mikilvægi sáttar og...

Sigurður Bessason endurkjörinn varaforseti ASÍ

Forysta ASÍ var endurkjörin einróma en engin mótframboð bárust þegar forseta- og varaforsetakjör fór fram síðasta dag þings Alþýðusambandsins. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008....

ASÍ þingið stendur yfir – Mótar stefnuna til framtíðar

Um fimmtíu fulltrúar frá Eflingu stéttarfélagi sitja nú 42. þing ASÍ sem hófst 26. október og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins í ár er Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra og á það vel við þar sem ASÍ var stofnað fyrir 100 árum síðan og hefur allt...

Stöndum saman og mætum öll

Kjarajafnrétti strax! Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli kl.15.15. Efling hvetur félagsmenn sína til að taka þátt. Forystufólk íslensku launþegahreyfingarinnar skorar á konur um allt...

Kvennafrí 24. október

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli kl.15.15. Kjarajafnrétti strax. #kvennafrí #jöfnkjör

Sjómenn boða til verkfalls frá 10. nóvember

Atkvæði hafa verið talin í öllum aðildarfélögum SSÍ. Verkfall var samþykkt hjá öllum félögunum. Hjá sjómönnum í Eflingu-stéttarfélagi er niðurstaðan þessi. Já sögðu 19   eða  90,5%  þeirra sem atkvæði greiddu  og Nei sögðu 2  eða  9,5%. Samkvæmt þessari niðurstöðu er...

#Bleika slaufan

Bleikur var aðalliturinn á skrifstofu Eflingar á bleika deginum 14. október þar sem starfsmenn fjölmenntu í þessum skemmtilega lit til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Efling- stéttarfélag hefur síðast liðin ár lagt sitt af mörkum og styrkt...

Skemmtilegt námskeið fyrir félagsmenn Eflingar á aldrinum 20-30 ára

Eltu draumana, hver ert þú, hvað vilt þú? Ásgeir Jónsson hjá Takmarkalaust líf býður ungum félagsmönnum Eflingar upp á árangursríkt námskeið til þess að móta sér skíra framtíðarsýn og hrinda henni í framkvæmd. Námskeiðið verður haldið 18., 20. og 25. október frá kl....

Samkeppni um nafn á nýju íbúðafélagi ASÍ og BSRB

Alþýðusamband Íslands og BRSB hafa stofnað íbúðafélag sem starfar í nýju íbúðarkerfi sem nú er verið að taka upp hér á landi. Íbúðakerfið byggir á danskri fyrirmynd og verður hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði. Íbúðafélagið er sjálfseignarstofnun...

Hvað má læra af Norðmönnum og Dönum?

Sterk staða trúnaðarmanna - Sáttasemjarar hafa mikil áhrif á samningagerðina Innan stéttarfélaganna og meðal atvinnurekenda hefur um tíma verið talsverð umræða um norræna samningslíkanið en fyrir liggja áform um að vinnumarkaðurinn hér á landi færist nær þessu líkani...

Krefjumst breytinga #betrafæðingarorlof

ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu...

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun sjómanna

Stjórn Eflingar-stéttarfélags hefur samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal sjómanna í félaginu um boðun verkfalls. Sjómenn hafa verið samningslausir allt frá því í ársbyrjun 2011, þegar samningar losnuðu og hefur deilan verið undir stjórn sáttasemjara frá...

Breyttu lífi þínu með markþjálfun

Vinsældir markþjálfunar hafa verið miklar og því býður Efling sínum félagsmönnum upp á námskeið fjórða árið í röð. Leiðbeinandi er Arnór Már Másson, sálfræðimenntaður og þrautreyndur ACC markþjálfi hjá AM Markþjálfun slf. Markþjálfun aðstoðar fólk að komast að því…

Stafræna byltingin

Stafræn bylting sem á ensku nefnist digitalisation er hugtak sem er fyrirferðamikið í norrænni þjóðfélagsumræðu þessa dagana, en margir halda á lofti kostum hennar á meðan aðrir benda á vankantana. Þeir sem eru jákvæðastir telja…

Við viljum láta í okkur heyra

Kristinn Örn vinnur sem vaktstjóri í vinnslu hjá Lýsi hf og varð trúnaðarmaður á vinnustaðnum árið 2014. Þetta er frábær vinnustaður og yfirmenn í góðu sambandi við Eflingu, segir hann. Kristinn reynir að taka þátt í starfi Eflingar og mæta á fundi og einnig er hann í...

Breytingar á atvinnuumhverfi

Stöðug fjölgun félagsmanna, en ennþá stór hópur án atvinnu Frá árinu 2010 hefur félagsmönnum Eflingar fjölgað stöðugt á ári hverju og eru þeir nú ríflega 24.000 og hafa aldrei verið fleiri.  Það er talsverður viðsnúningur frá 2009 þegar þeim fækkaði tímabundið úr...

Opnað fyrir vetrarbókanir í orlofshús 18. ágúst

Opnað verður fyrir vetrarbókanir í orlofshús Eflingar fimmtudaginn 18. ágúst n.k. Hægt verður að bóka 4 mánuði fram í tímann eða tímabilið 2. september - 20. desember. Félagsmenn geta hringt á skrifstofuna eða farið inn á bókunarvefinn til að bóka. Jóla- og...

Kjarasamningurinn við sjómenn felldur

Búið er að telja atkvæði um kjarasamning milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 24. júní síðastliðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi: Já sögðu 223 eða 33,3% þeirra sem atkvæði greiddu Nei sögðu 445 eða 66,4% Auðir seðlar og ógildir voru 2 Á...

Leikskólinn Rauðhóll í fræðsluferð til New York

Starfsmenn leikskólans Rauðhóls fóru í vor í fræðsluferð til New York til að kynna sér starfsemi leikskóla úti og læra af þeim. Það er til mikillar fyrirmyndar hvernig leikskólinn hagaði fjáröflun sinni fyrir ferðina þar sem markmiðið var að allir kæmust með sem vildu...

Starfsafl er sterkur bakhjarl

Ég hef verið að vasast í mannauðs – og starfsmenntamálum sl. 20 ár enda fátt skemmtilegra að mínu mati, segir Lísbet sem er atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslanda og með MBA frá sama skóla. Eftir háskólanám var hún ráðin sem mannauðsstjóri til Fiskistofu og starfaði...

Skrifað undir kjarasamning við sjómenn

Kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður þann 24. júní sl. Kjarasamningurinn er framlenging af núgildandi samningi frá 2009 með þeim breytingum að kauptrygging hækkar frá 1. júní um 23% og...

Einn réttur – ekkert svindl!

Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur - ekkert svindl! Verkefnið er tvískipt, annars vegar beinist það að brotum gagnvart erlendu vinnuafli...

Spennandi framtíð í nýju orlofslandi á Suðurlandi

Reykholt í Biskupstungum Byggt upp til framtíðar! Allt frá árinu 2000 hefur verið til skoðunar að Efling undirbúi nýtingu á landskika sem félagið á við Reykholt í Biskupstungum. Nánar tiltekið er skikinn úr landi jarðarinnar Stóra Fljóti í Bláskógabyggð og stendur...

Orlofsuppbót 2016

Full uppbót árið 2016 er 44.500 kr. Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní  hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu, en 1. maí sl. hjá starfsfólki sveitarfélaga. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí ´15 - 30. apríl ´16 eiga rétt...

Dagsferðir Eflingar í Landmannalaugar 27. ágúst og 3. september

Erum byrjuð að bóka í dagsferðir. Félagsmenn geta bókað einn gest með sér. Áfangastaðurinn sem verður í Landmannalaugar er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð og litríkt berg. Ferðadagsetningar eru laugardaginn 27. ágúst og laugardaginn 3. september. Verð kr. 6.000....

Faghópar félags- og leikskólaliða héldu ársfund

Faghópar leikskóla- og félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi héldu ársfund sinn mánudaginn 11.apríl 2016 í húsnæði Eflingar, Sætúni 1. Fyrirkomulag var þannig að fyrst héldu hóparnir sinn ársfund sitt í hvoru lagi og sameinuðust svo í skemmtilegum fyrirlestri Eyþórs...

Skorað á heilbrigðisráðherra

Efling stéttarfélag ásamt tuttugu og einu stéttarfélagi um allt land á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera hafa skorað á heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið félagsliði. Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil en lítið...

Unga fólkið og lífeyrissjóðirnir

Geta breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, þ.e. hækkun mótframlags atvinnurekenda úr 8 í 11,5%, stuðlað að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru? Þessari fullyrðingu var slegið upp í fyrirsögn í Fréttablaðinu 19. mars sl. Var það stutt þeim rökum að skylduiðgjald til...

Magnaður tónlistargjörningur á 100 ára afmæli ASÍ

Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) á göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau...

Fyrsta úthlutun liggur fyrir 1. apríl

Umsóknarfrestur til að sækja um orlofshús í sumar rann út föstudaginn 18. mars. Fyrsta úthlutun mun liggja fyrir 1. apríl. Staðfestingarbréf verða send út til allra hvort sem þeir fengu úthlutun eða synjun. Staðfesta þarf og greiða eigi síðar en 15. apríl. Ef ekki er...

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur...

Síðasti dagur til að skila umsóknum er 18. mars

Minnum á að síðasti dagur til að skila umsóknum um styrki og dagpeninga úr sjúkra- og fræðslusjóðum félagsins í þessum mánuði er föstudagurinn 18. mars þar sem 20. mars er á sunnudegi en ávallt þarf að skila umsóknum fyrir 20. hvers mánaðar til að vera öruggur með að...

Ert þú sigurvegari í þínu lífi?

Efling býður upp á nýjan fyrirlestur frá Ásgeiri Jónssyni sem er ætlað að sýna fram á að fólk sem skarar framúr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin og munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur. Meðal þess sem farið...

ASÍ 100 ára

ASÍ 100 ára  Verkalýðshreyfingin er ein öflugasta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, margir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hennar er í sögu...

Félögin á Norðurlöndum tóku slaginn

Þann 13. janúar síðastliðinn funduðu trúnaðarmenn ásamt nokkrum fulltrúum stéttarfélaga innan hótel- og veitingagreina í Kaupmannahöfn til að ræða starfsskilyrði, launakjör og kjaramál starfsfólks á skyndibitastöðum á Norðurlöndunum, en einnig til að ræða alþjóðlegt...

Upprætum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Alþýðusamband Íslands hefur í samstarfi við aðildarsamtök sín hleypt af stokkunum verkefninu Einn réttur, ekkert svindl! Verkefninu er beint gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi en síðustu mánuði hafa stéttarfélögin orðið vör við vaxandi...

Hvetur til órofa samstöðu starfsmanna

Stjórn Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun þann 4. febrúar sl. um kjaradeiluna í Straumsvík. Stjórn Eflingar-stéttarfélags hefur fylgst með þeirri alvarlegu kjaradeilu sem stéttarfélögin í álverinu í Straumsvík hafa átt við fyrirtækið Ríó Tinto...

Aukin bjartsýni meðal félagsmanna

Árlega framkvæmir Gallup viðhörfskönnun meðal félagsmanna Flóafélaganna. Að þessu sinni var könnunin eingöngu framkvæmd fyrir almenna samningssviðið, þar sem að niðurstöður kjarasamninga á opinbera sviðinu lágu ekki fyrir þegar könnunin fór fram. Almennt má greina...

Opið fyrir umsóknir v/sumarúthlutunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar 2016. Hægt er að fylla út umsókn á bókunarvef - smella hér en einnig á umsóknareyðublaði sem fylgir orlofsblaðinu 2016. Hægt er að sækja um til og með 18. mars n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki...

Mikill sigur þegar kemur að lífeyrisréttindum

Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu aðildarfélaga ASÍ við Sa sem lauk á hádegi í dag. Samningurinn flýtir launabreytingum og hækkar þær, hækkar framlög atvinnurekenda...

Skattframtalið – Viltu aðstoð við að telja fram?

Efling-stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá og með fimmtudeginu 18. febrúar. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og...

Meiri vigt í aðgerðunum

Yfirleitt er hægt að sjá það strax hvort staðurinn sé í lagi eða ekki, það kemur með reynslunni, segir Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar í vinnustaðaeftirliti. Í eftirlitinu spjöllum við við fólk, athugum hvort allir séu með vinnustaðaskírteini og skráum...

Áhugaverður fyrirlestur um Alþýðubrauðgerðina

Það var sérlega fræðandi og áhugaverður fyrirlesturinn sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flutti á 60 ára afmæli Bókasafns Dagsbrúnar 26. janúar sl. Í fyrirlestrinum sem bar yfirskriftina „Vort daglegt brauð“ : Alþýðubrauðgerðin í Reykjavík. Guðjón frá þessu merka...

„Vort daglegt brauð“ – Dagsbrúnarfyrirlestur 26. janúar

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn „Vort daglegt brauð“ : Alþýðubrauðgerðin í Reykjavík  á 60 ára afmæli Bókasafns Dagsbrúnar, 26. janúar 2016. Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían....

Kjarasamningur undirritaður

Það er ánægjuefni að skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Atkvæðagreiðsla verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir...

Nýtt símkerfið tekið í notkun

Nýtt símkerfi sem er tölvutengt var tekið í notkun á skrifstofu Eflingar stéttarfélags miðvikudaginn 19. janúar. Félagsmenn Eflingar eru beðnir að sýna okkur biðlund og þolinmæði á meðan starfsmenn læra inn á nýtt kerfi en nýja kerfið á gera símsvörun skilvirkari og...

Hvaða áhrif hefur flóttamannastraumurinn? – eftir Kristján Bragason

Síðustu mánuðina hafa milljónir einstaklinga frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og öðrum stríðshrjáðum löndum streymt til Evrópu í von um öruggara og betra líf. Norðurlöndin hafa tekið á móti hátt í 250.000 flóttamönnum það sem af er þessu ári, þar af hafa ríflega 160.000...

Klukk – náðu í frítt tímaskráningarapp

Hvað er Klukk? Klukk er frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr...

Nýr kjarasamningur undirritaður við Sorpu

Skrifað var undir nýjan sérkjarasamning við SORPU bs. föstudaginn 11. desember 2015 en samningurinn tekur að hluta til mið af kjarasamningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi...

Nýr kjarasamningur við Sambandið samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta

Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Eflingar - stéttarfélags um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember sl. Kjarasamningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða....

Áhrif tollalækkana á verð á fatnaði og skóm

Um áramótin verða tollar afnumdir á fatnaði og skóm. Þetta eru 324 tollskránúmer. Er um að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmí sem og fylgihluti þeirra; hnappar, tölur og rennilásar....

Jólaball í Gullhömrum 16. desember

Jólaball Eflingar - stéttarfélags verður haldið miðvikudaginn 16. desember í Gullhömrum Grafarholti kl. 17.00. Húsið opnar kl. 16:30. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar að Sætúni 1 frá 2. desember. Upplýsingar í síma 510 7500. - Ath. að panta verður miða...

Skilafrestur umsókna í síðasta lagi 15. desember

Frá sjúkra- og fræðslusjóðum  Eflingar Skila verður umsóknum, vottorðum og öðrum gögnum til Eflingar í síðasta lagi 15. desember n.k. til að fá greitt í desember. Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2015 er fyrirhuguð miðvikudaginn 23. desember. Næsta útborgun...

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga föstudagskvöldið 20. nóvember. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar: • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka...

Tökum þátt í Gallup könnuninni

Ertu á réttu kaupi??? Þessa dagana stendur yfir Gallup könnun Eflingar, Hlífar og VSFK og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir félögin til að móta starfsemi sína og berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Það er því mikilvægt að félagsmenn hjálpi til með því að taka...

Samkomulag um ný og betri vinnubrögð í uppnámi

Miðstjórn ASÍ ályktaði um kjaramál á fundi sínum í dag og sendi frá sér eftirfarandi ályktun: Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði hið fyrsta frá kjarasamningi á milli ISAL og hlutaðeigandi...

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM NÝJAN KJARASAMNING VIÐ REYKJAVÍKURBORG

Atkvæðaseðlar ásamt kynningarbæklingi um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg verða sendir á félagsmenn í þessari viku en niðurstöður munu liggja fyrir 1. desember næstkomandi.  Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um samninginn hér. Félagið hvetur félagsmenn til...

Nýr kjarasamningur undirritaður við Reykjavíkurborg

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar: • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka...

Samkomulag við SFV samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu – SFV sem undirritað var þann 20. október sl....

Spurt og svarað um SALEK

SALEK-samkomulagið sem undirritað var 27. október sl. milli stórs hluta vinnumarkaðarins hefur verið töluvert til umfjöllunar síðustu daga. Nokkuð hefur verið um að misskilnings hafi gætt í þeirri umræðu. Til að skýra myndina fyrir leikmönnum og hjálpa þeim að mynda...

Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál 12. nóvember

Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin? Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til...

Samkomulag við ríkið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem  undirritað var þann 7. október...

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál

Formannafundur ASÍ var haldinn 28. október þar sem formenn allra 50 aðildarfélaga Alþýðusambandsins komu saman. Reglulegir formannafundir ASÍ eru haldnir annað hvert ár, þ.e. þau ár sem þing ASÍ eru ekki haldin. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun um...

Samkomulag aðila vinnumarkaðar

Betri vinnubrögð - aukinn ávinningur Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga þann 27. október sl. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu...

Atkvæðagreiðsla um samning við hjúkrunarheimili

Hafin er atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu en niðurstöður munu liggja fyrir þann 13. nóvember næstkomandi.  Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um samninginn hér. Félagið hvetur félagsmenn til þess að nýta atkvæðisrétt...

Námsefnisgerð í ferðaþjónustu styrkt

Það er ánægjulegt að segja frá því að starfsmenntasjóðurinn Starfsafl, sem er í eigu Eflingar, Hlífar, VSFK og Samtaka atvinnulífsins,  styrkti vinnu við endurskoðun á námsefni og svæði Björgunarskólans á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt sjóðunum...

Skrifað undir kjarasamning við hjúkrunarheimili

            Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem tekur til um tvö þúsund félagsmanna í Eflingu, Hlíf og VSFK. Kjarasamningurinn er sambærilegur við nýjan kjarasamning félaganna við ríkið og...

Sýnum samstöðu – Efling í bleiku

Skrifstofa Eflingar var vel bleik á bleika deginum föstudaginn 16. október þegar starfsfólkið mátaði bleika litinn við sig. Október er mánuður Bleiku slaufunnar sem er  árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni...

Fimmta þing SGS – Sterkari saman

Fimmta þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið dagana 14. og 15. október á Hótel Natura í Reykjavík. Yfirskrift þingsins í ár var „Sterkari saman í 15 ár“ en Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt þann 13. október. Á þinginu voru samþykktar tvær...

Atkvæðagreiðsla um ríkissamning

Atkvæðagreiðsla um ríkissamning -  Stefnt að undirritun við hjúkrunarheimili næstu daga   Hafin er atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið en niðurstöður munu liggja fyrir þann 30. október næstkomandi.  Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um...

Undirritun kjarasamnings við ríkið frestað um viku

Að ósk viðsemjenda hefur undirritun nýs kjarasamnings við ríkið verið frestað um eina viku en fyrirhugað var að ganga frá nýjum kjarasamningi í dag 28. september.  Að sögn ríkisins hefur þessi frestun engar efnislegar breytingar í för með sér. Ef breytingar verða á...

Skriður kominn á gang viðræðna – ríki og hjúkrunarheimili

Fundað var með samninganefnd ríkisins og hjúkrunarheimila í gær 22. september þar sem farið var yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað við ríkið.  Ágætis gangur hefur verið í viðræðum undanfarna daga þar sem talsvert hefur verið komið á móts við áherslur félagsins....

Þörf fræðsla um mansal – á haustfundi trúnaðarmanna Eflingar

Haustfundur trúnaðarmanna var haldinn miðvikudaginn 16. september sl. á á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þar hittust trúnaðarmenn félagsins í morgunkaffi áður en þeir hlýddu á fræðsluerindi um mansal. Drífa Snædal hjá Starfsgreinasambandinu hóf fræðsluna og fór yfir...

Ennþá ósamið við fjölmarga hópa – Samninganefndir funda

Um 20% félagsmanna Eflingar er ennþá með lausa samninga og vænta þess að fá samsvarandi launahækkanir og aðrir hópar hafa fengið það sem af er þessu ári.  Þá er bæði horft til niðurstöðu í taxtaumhverfi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í maí síðastliðnum...

Spennandi tímar framundan í starfsmenntamálum

- segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls Það er alltaf mikil gerjun í starfsmenntamálunum, ekki bara við breytingar á styrkjum, heldur líka nýjar leiðir og aðferðir við að miðla námi og kortleggja þekkingu félagsmanna. Raunfærnimatið, það að meta...

Mikilvægur áfangi í menntamálum

- segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Ef þessir kjarasamningar verða sam-þykktir, þá er einn mikilvægur þáttur þeirra viðurkenning á námi til hækkunar launa, sem ég tel vera mjög mikils virði, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar um þann áfanga...

Samningar fyrir störf í umönnun

Í framhaldi af niðurstöðu kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn hefur verið gengið frá fjölmörgum sérkjarasamningum.  Viðræðum vegna kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum hefur hins vegar verið frestað fram í ágústmánuð samanber...

Hlé á kjarasamningsviðræðum við opinbera vinnumarkaðinn

Enn á eftir að ganga frá kjarasamningum og semja um launahækkanir fyrir stóran hóp félagsmanna Eflingar þar sem viðræður ganga almennt hægt á opinbera vinnumarkaðnum.  Um það bil fimm þúsund félagsmenn Eflingar starfa á þessum opinberu samningssviðum en samningarnir...

Framlög til jöfnunar örorkubyrði – Færð til fyrra horfs

Nú hefur Alþingi staðfest einn þátt nýrra kjarasamninga sem skiptir félagsmenn Eflingar og Flóafélaganna gríðarlega miklu máli. Á síðasta samningstímabili ákvað ríkisstjórnin að brjóta fyrirheit og lagaákvæði sem kváðu á um jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóðanna en þetta...

Nýr kjarasamningur samþykktur

Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í sameiginlegri póstatkvæðagreiðslu Flóabandalagsins um samninginn sem lauk á hádegi í dag. Skrifað var undir kjarasamning á almennum vinnumarkaði þann 29. maí sl. eftir langar og...

Samninganefndin heimilar atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning

Samninganefnd Flóabandalagsins samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum nú í hádeginu að heimila atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning á almennum markaði. Unnið hefur verið að kappi síðustu daga að gerð samningsins og verður hann undirritaður í dag nú eftir...

ASÍ skorar á KSÍ að sýna samfélagslega ábyrgð

Daginn áður en lögregla handtók nokkra af forsvarsmönnum FIFA vegna meintrar spillingar og mútuþægni skrifaði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ formanni KSÍ bréf vegna væntanlegs forsetakjör í FIFA. Tilefnið er illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið...

Verkföllum frestað um fimm sólarhringa

Forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa. Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila...

Yfirgnæfandi meirihluti segir já við verkfallsboðunum

Félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði segja já við verkfallsboðunum en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti boðaðar verkfallsaðgerðir í póstatkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslunni lauk kl. 12.00 á hádegi í dag og var hún í tvennu lagi þar sem annars vegar greiddu...

Tilboð SA um 23,5% til Flóa og VR/LÍV – Rangfærslur hjá SA

Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tilboð þar sem þau telja sig bjóða fram 23,5% hækkun dagvinnulauna í yfirstandandi samningaviðræðum. Þá hafa samtökin lagt fram breytingar á vinnutímaákvæðum samninga þar sem dagvinnutímabil er lengt um þrjár klukkustundir, matar-...

Samninganefndir Flóans og VR funda

Flóa­banda­lagið, þ.e. Efl­ing-stétt­ar­fé­lag, Verka­lýðsfé­lagið Hlíf í Hafnar­f­irði og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur, VR og Landssamband ísl. verzlunarmanna, hittust í morgun hjá Ríkissáttasemjara til að funda með Samtökum atvinnulífsins og fara...

Fjölsóttasti 1. maí um árabil

Það ríkti sannkallaður baráttuandi í 1. maí göngunni niður Laugaveginn í blíðskaparveðri á baráttudaginn þegar ein fjölmennasta ganga á síðari árum fór niður að miðbæ Reykjavíkur en svo fjölmenn var gangan að erfitt var að koma öllum þátttakendum fyrir á Ingólfstorgi...

Laus hús í sumar

Hér fyrir neðan er listi yfir laus hús sumarið 2015. Here you can see available summerhouses this summer. Listi yfir laus hús

1. maí í Reykjavík

Baráttufundurinn á Ingólfstorgi 1. maí Baráttufundur verður haldinn á Ingólfstorgi föstudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR og ræðumenn verða þau Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og Hilmar Harðarson,...

Aðalfundur heimilar undirbúning verkfalla

Mikil samstaða ríkti á aðalfundi Eflingar-stéttarfélags, sem haldinn var á Grand hóteli í gærkvöldi, þegar fundurinn samþykkti einróma tvær tillögur, annars vegar að undirbúa og boða til verkfalla á almennum vinnumarkaði og hins vegar að veita allt að átta hundruð...

Árangurslausar viðræður við Samtök atvinnulífsins

Á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun 27. apríl lýsti Sigurður Bessason formaður samninganefndar Flóabandalagsins yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins.  Flóabandalagið fer með samningsumboð fyrir 21 þúsund félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi,...

Um hvað snúast samningarnir?

Félagsmenn Eflingar er að finna um allt samfélagið á höfurborgarsvæðinu, á fjölmennum vinnustöðum og í mjög mikilvægum störfum. Samfélagið mun finna fyrir því ef þessi hópur grípur til verkfalla. Lagt var upp með kjarasamning til eins árs og 35 þúsund króna...

Aðalfundur Eflingar stéttarfélags 2015

Aðalfundur Eflingar stéttarfélags 2015 verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 28. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 20.00 og á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar stéttarfélags

Efling og HB Grandi: Atburðarásin að baki hækkunum bónusa

Föstudaginn 17. apríl sl. hitti formaður Eflingar, ásamt trúnaðarmönnum Eflingar hjá HB Granda að máli forsvarsmenn Granda í Reykjavík. Á fundinum var rædd sú staða í fyrirtækinu  sem upp var komin vegna hárra arðgreiðslna til eigenda og mikillar hækkunar...

Ráðstefna um hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu

ASÍ og BSRB halda ráðstefnu þriðjudaginn 21. apríl undir yfirskriftinni Hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu. Ráðstefnan er haldin á Grand hóteli og hefst á morgunverði í boði stéttarfélaganna kl. 8.00 og stendur til kl. 10.00. Aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram á...

Flóafélögin vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara

Efling - stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur sendu í dag tilkynningu til ríkissáttasemjara og Samtaka atvinnulífsins um að yfirstandandi kjaradeilu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK hefur í dag verið vísað til...

Ályktun stjórnar Eflingar-stéttarfélags um HB Granda

Sú ákvörðun stjórnar HB Granda á síðasta aðalfundi að hækka stjórnarlaun fyrirtækisins um 33% kemur eins og blaut tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins og launafólk í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir þar sem Samtök atvinnulífsins hafa boðið launafólki tíunda...

Það er líka líf á eftirlaunum

Fann ævistarfið í fyrstu tilraun - segir Sigurlín Guðrún Ágústsdóttir Sigurlín Guðrún Ágústsdóttir eða Lína eins og hún er þekkt hjá Eflingu dróst inn í verkalýðsmálin í gegnum trúnaðarmannastarfið eins og svo margir aðrir og einnig af einskærri forvitni. Hún starfaði...

20.000 kr. eingreiðsla frá hjúkrunarheimilum og Ríki 1. apríl

Ertu að vinna á hjúkrunarheimili eða stofnun sem tekur mið af ríkissamningi ? Þá áttu að fá 20.000 kr. eingreiðslu 1. apríl nk. Þann 1. apríl 2015 greiðist eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða...

Ný fræðslumyndbönd um réttindamál

Sex ný fræðslumyndbönd um réttindamál, einkum ætluð ungu fólki, er nú hægt að nálgast á netinu, á myndbandavefnum Youtube. Myndböndin fjalla um jafnaðarkaup, ráðningarsamninga, orlof, vinnutíma, starfslok og veikindi. Myndböndin eru frá einni og hálfri mínútu upp í...

Hvernig er staðan í kjarasamningum Eflingar og Flóa?

Samningamál í höndum samninganefnda Mjög mikið er hringt og haft samband við skrifstofu Eflingar vegna stöðunnar í kjarasamningum félagsins og Flóabandalagsfélaganna. Mikilvægt er að upplýsa á þessari stundu að Flóabandalagsfélögin eru enn í viðræðum við Samtök...

Slæmt ástand hvetur mann til dáða

Hvað eru ungliðar í ASÍ að gera? Vantar ungliðhreyfingar innan verkalýðsfélaga - segir Ingólfur Björgvin Jónsson, stjórnarmaður ASÍ – UNG og starfsmaður Eflingar-stéttarfélags Við fylgjumst með því hvort verið sé að huga að hagsmunum ungs fólks eins og að impra á því...

Með jákvæðni að leiðarljósi

Guðni Karl Harðarson Heldur úti Facebook síðunni jákvæðar hugsanir og vefsíðunni hvetjandi.net Guðni sigraðist á mótlæti og neikvæðninni í sjálfum sér og með jákvæðni að leiðarljósi heldur hann nú úti Face-book síðunni jákvæðar hugsanir og vefsíðunni hvetjandi.net....

Áhrif skattbreytinga – vörukarfan hækkaði meira en tilefni er til

Vörukarfan hækkaði meira en tilefni er til hjá 7 verslunum af 13 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 11 verslunum frá því í desember 2014 (viku 48) þar til í lok febrúar (vika 9). Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Víði, Kaupfélagi Skagfirðinga og 10/11. Á sama...

Sigurður Bessason um kjarasamningana – Kominn tími á stjórnvöld

- segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Það mæðir mikið á formanni Eflingar þessa dagana sem jafnframt er formaður samninganefndar Flóafélaganna en þau hafa nú mótað stefnu sína í kaupliðum og kynnt hana atvinnurekendum. Sigurður segir í viðtali við Fréttablað...

Sigríður Ólafsdóttir er nýr sviðsstjóri sjúkrasjóða

Sigríður Ólafsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri sjúkrasjóða hjá Eflingu-stéttarfélagi. Hún hefur starfað hjá Eflingu með hléum síðan 2001 og hefur langa reynslu af starfi hjá Eflingu-stéttarfélagi, nú síðustu árin sem aðstoðarmaður Guðrúnar Óladóttur, sviðsstjóra....

Hádegisfundur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Er tími til að njóta lífsins ? - Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs Í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til hádegisverðarfundar  á Grand hóteli, mánudaginn 9....

Mikil misskipting kallar á átök

Rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ Hvert er mat þitt á stöðunni núna eins og hún er innan ASÍ, stöndum við óumflýjanlega frammi fyrir átökum? Það er í rauninni komin upp mjög alvarleg staða þegar litið er til aðstæðna á vinnumarkaði og ljóst að mjög vandasamt...

Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar og er ársverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kemur í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Húsnæðisverð er enn leiðandi í hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,9%...

Opið bréf til forsætisráðherra

Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóabandalagsins birtir Opið bréf til forsætisráðherra   Eftirfarandi spurningu er beint til forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Forsætisráðherra hefur ítrekað lagt áherslu á nauðsyn þess að hækka lægstu...

Launakröfur Flóafélaganna lagðar fram

Mikil samstaða var á fundi samninganefndar Flóafélaganna sem haldinn var í gær 10. febrúar þar sem kröfugerð um launaliðinn var samþykkt einróma. Á fundinum voru rifjaðar upp þær grundvallarforsendur sem lágu fyrir þeim kjarasamningum sem samþykktir voru síðast en það...

Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin

Munurinn á dagvinnulaunum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er mun minni meðal tekjuhærri hópanna en hjá tekjulægri hópunum. Þetta kemur fram í úttekt ASÍ um regluleg dagvinnulaun á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum árið 2013. Í úttektinni var skoðaður launamunur...

20.000 kr. eingreiðsla frá Reykjavíkurborg 1. febrúar

Þann 1. febrúar 2015 greiðist sérstök eingreiðsla kr. 20.000 m.v. fullt starf hverjum starfsmanni hjá Reykjavíkurborg sem var við störf í desember 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í desembermánuði 2014. Eingreiðslan kemur vegna...

Reykleysisnámskeið hjá Krabbameinsfélaginu

Krabbameinsfélag Reykjavíkur býður upp á reykleysisnámskeið í húnsnæði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. febrúar 2015 kl. 17-18 og stendur til 30. mars, alls sjö skipti. Hópurinn hittist aftur mánudaginn 1....

Þjóðarsátt eða yfirlýsing um stríð?

Minna framlag til jöfnunar á örorkubyrði skerðir lífeyri verkafólks og sjómanna Í alþjóðlegum samanburði getum við með sanni staðið við þá fullyrðingu að búa við öflugt lífeyrissjóðakerfi á Íslandi. Kerfi sem miðar að þeirri sjálfbærni að hver og einn sjóðfélagi hafi...

Tryggðu þér ferðaafslátt hjá Icelandair – takmarkað magn í boði

Byrjað er að selja gjafabréf hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð kr. 30.000.- við pöntun á þjónustu hjá þeim. Gjafabréfið kostar  kr. 20.000.- þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þetta. Um takmarkað magn er í boði fyrir árið 2015...

Opnað fyrir páskaumsóknir

Opnað hefur verið fyrir páskaumsóknir á netinu og verður hægt að sækja um til og með 9.febrúar næstkomandi. Hlekkinn á vefnn má nálgast hér. Úthlutun fer fram 12.febrúar. Páskavikan er 1. – 8.apríl. Einnig er hægt að senda eða koma með útfyllt umsóknareyðublað sem kom...

Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld

Um áramót tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld og ættu neytendur nú þegar að merkja það í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. ASÍ hefur sett upp reiknivél á heimasíðu sinni til að reikna út áætlaðar breytingar á vöruverði vegna...

Komandi kjarasamningar

Fólk er brennt eftir síðustu kjarasamninga segir Þorsteinn M. Kristjánsson, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu. Mér líst mjög illa á þessa stöðu í kjaramálum gagnvart okkar fólki, sérstaklega með tilliti til þess að hópar í þjóðfélaginu hafa verið að fá...

Dagvinnulaunin dugi fyrir framfærslu

- eftir Hörpu Ólafsdóttur, hagfræðing Eflingar Í nýrri viðhorfskönnun Capacent Gallup sem unnin var fyrir Eflingu, Hlíf og VSFK er ýmislegt sem vert er að gefa frekari gaum nú í aðdraganda komandi kjarasamninga. Þar kemur fram að vinnutíminn hefur aukist á milli ára...

Börnin hlógu dátt á jólaballi Eflingar

Það var skemmtileg stund þegar jólasveinarnir mættu á svæðið á jólaballi Eflingar sem haldið var í Gullhömrum 30. desember sl. Börn ásamt fullorðnum dönsuðu í kringum jólatréð undir spili hljómsveitar hússins þegar jólasveinarnir birtust. Óhætt er að segja að...

Jólaball Eflingar

Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið þriðjudaginn 30. desember í Gullhömrum Grafarholti kl.17:00.  Húsið opnar kl.16:30. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar að Sætúni 1 frá 2. desember nk.  Upplýsingar í síma 510-7500 Ath. að panta verður miða Jólasveinar...

Útborgun fyrir jólin

Frá sjúkra og fræðslusjóðum Eflingar Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2014 er fyrirhuguð þriðjud. 23. desember n.k. Skila verður umsóknum, endurnýjuðum læknisvottorðum og öðrum gögnum til Eflingar  í síðasta lagi 15. desember n.k. til að ná útborguninni fyrir...

Veiðikortið 2015 er komið í sölu

Sama verð og sl.ár eða kr. 3.500 og aðeins 5 punktar í frádrag. Félagsmenn geta keypt það á skrifstofu Eflingar, Sætúni 1, eða fengið það sent heim til sín, en þá þarf að senda tölvupóst á thorunnb@efling.is eða efling@efling.is til að panta heimsendingu og fá...

Erfiðar vinnuaðstæður hótelþerna

Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart...

Ennþá mikill stuðningur við hækkun lægstu – Ný Gallup könnun

Ný Gallup könnun Flóafélaganna sýnir að mun fleiri karlar en konur telja mikið svigrúm til launahækkana. Meðalheildarlaun karla eru nú 425 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 311 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Þá eru konur ósáttari með laun...

Endurmat starfsmats hjá Reykjavíkurborg

Í kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg eru ákvæði um endurskoðun starfsmatskerfisins. Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lokið vinnu sinni við endurskoðunina samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi. Starfsmatsbreytingin verður afgreidd í tvennu lagi. Þann 1....

Fræðslufundur félagsliða – Landsbyggðin ber saman bækur sínar

Þetta haustið ákvað stjórn faghóps félagsliða að funda með félagsliðum sem starfa vítt og breytt um landið og eru í öðrum stéttarfélögum innan Starfsgreinasambandsins.  Mikil ánægja var með fundinn sem haldinn var á Akureyri og má sjá nánar um hann á heimasíðu...

Dagsbrúnarfyrirlestur um bókina Sögu Alþýðusambands Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson fjallar um bókina Sögu Alþýðusambands Íslands miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12:05 í ReykjavíkurAkademíunni Þórunnartúni 2, 2. hæð. Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur. Hann hefur sinnt rannsóknum á ímyndum Íslands, en auk þess hefur hann...

Formaður Eflingar í nýrri ASÍ forystu

Mikil breyting varð á forystu Alþýðusambandsins í lok ASÍ þings þegar Sigurður Bessason, formaður Eflingar var ásamt Ólafía B. Rafnsdóttur, formanni  VR  kjörin í embætti varaforseta ASÍ. Þau voru bæði sjálfkjörin. Þau lögðu mikla áherslu á að samstaða, ábyrgð og...

W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna

 Jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna Markmið W.OM.E.N. in Iceland er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins og eru Samtökin opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, segir Anna...

Bleikir starfsmenn sýna samstöðu

Það voru bleikir starfsmenn sem mættu félagsmönnum Eflingar á skrifstofu Eflingar á Bleika deginum. Sumir tóku bleika dressið alla leið á meðan aðrir létu sér nægja að næla einhverju bleiku í sig en aðalmálið var að hafa gaman af og sýna um leið samstöðu og vekja...

Bleiki dagurinn – Efling endurgreiðir leit að fullu

Bleiki dagurinn 2014 er fimmtudagurinn 16. október og þann dag verður Leitarstöð Krabbameinsfélagsins opin frá kl. 8 - 16 fyrir allar þær konur sem ekki hafa skilað sér í leghálskrabbameinsleit á réttum tíma. Efling stéttarfélag hvetur allar „týndar“ konur að mæta í...

Verkakonur í fortíð og nútíð

Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára Í tilefni þess að þann 25. október n.k. verða 100 ár liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar standa Efling-stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir...

Fjárlögin uppskrift að ófriði

Er ríkisstjórnin að grafa undan samstarfi við launafólk? Samstarf verkalýðshreyfingarinnar og ríkistjórnar úr sögunni? Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags mótmælir harðlega þeim áformum í fjárlagafrumvarpinu sem leiða mun til skerðingar á kjörum almennings: Við...

Vegið að lífeyriskjörum þeirra lakast settu

Ríkisstjórnin skerðir framlag til jöfnunar á örorkubyrði. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er í vinnslu eru kynnt áform um að fella niður greiðslur til jöfnunar á örorkulífeyrisbyrði lífeyrissjóða sem mun hafa áhrif til skerðingar lífeyrisbóta sjóðfélaga í þeim sjóðum þar...

Þátttakendur strax í happdrættispott

Nýmæli í Gallup könnun Sú nýbreytni verður tekin upp í nýrri Gallup könnun Flóafélaganna á næstunni að þátttakendur lenda í happdrættispotti um leið og þeir hafa lokið við könnuna. Þátttakendur sem hljóta vinninga, fá tilkynningu um það um leið og lokið hefur verið...

Okkar krafa snýst um leiðréttingu launa

Krafa um leiðréttingu launa Okkar krafa snýst um leiðréttingu launa - segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Það liggur fyrir að niðurstaða kjarasamninga síðastliðins vetrar var sú að launahækkanir hópa urðu með mjög mismunandi hætti. Við upphaf samningalotunnar...

Krafðist réttra launa og var rekin

Gréta Sóley Sigurðardóttir Krafðist réttra launa og var rekin Gréta Sóley Sigurðardóttir var rekin úr vinnu á Lebowski bar í Reykjavík eftir að hún krafðist kjarasamningsbundinna launa fyrir vinnu sína. Við skoðun Eflingar-stéttarfélags á launum hennar kom í ljós að...

Vetrarbókanir í fullum gangi

Vetrarbókanir í fullum gangi Vetrarbókanir eru í fullum gangi og Jóla- og áramótavikurnar byrjum við að bóka 1. september næstkomandi. Þeir félagsmenn sem eiga 48 punkta og yfir ganga fyrir með bókanir til 1. desember. En eftir það geta allir félagsmenn bókað laus hús...

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Samþykktur með meirihluta atkvæða Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitafélaga Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga er lokið og var hann samþykktur með meirihluta atkvæða eða 78%. Um er að ræða...

Mótmælum árásum á almenna borgara

Mótmælum árásum á almenna borgaraÍ dag, miðvikudag 23. júlí kl. 17, stendur Félagið Ísland - Palestína fyrir útifundi á Ingólfstorgi. Fundurinn verður haldinn undir kjörorðinu "stöðvum blóðbaðið á Gaza, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza,...

Grunnmenntaskólinn

GrunnmenntaskólinnErt þú með stutta skólagöngu að baki? Viltu byrja aftur í skóla?Þá er Grunnmenntaskólinn nám fyrir þig. Tilvalinn grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustundir fyrir fólk 20 ára og eldri. Lögð er áhersla á fjölbreyttar...

Nýr aðfarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

Nýr aðfarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélagaFjölmennustu hópar hækka um 20 þúsund krónurÍ nýjum aðfarasamningi sem undirritaður var í vikunni milli Flóafélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga  eru launahækkanir á tímabilinu frá tæplega 10.000 kr....

Dagsferð um Snæfellsnes

Dagsferð um Snæfellsnes Dagsferð Eflingar að þessu sinni verður um Snæfellsnes. Ferðadagsetningar eru 30. ágúst og 6. september Lagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni 1. Keyrt er sem leið liggur að Arnarstapa. Þar geta ferðalangar farið...

Krafa um sömu leiðréttingar og aðrir!!!

Enn ósamið við Samband íslenskra sveitarfélagaKrafa um sömu leiðréttingar og aðrir!!!Hægt hefur miðað í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga en kjarasamningurinn rann út 1. maí síðast liðinn. Líkt og í fyrri samningum hefur Efling farið í sameiginlegar...

Að nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán

Að nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán Launafólki er heimilt að ráðstafa iðgjaldagreiðslum sínum í séreignarsparnað á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30 júní 2017 (samtals 3 ár) til að greiða niður húsnæðislán án þess að greiða tekjuskatt af...

Viltu fá meira fyrir peninginn ?

Viltu fá meira fyrir peninginn?Nýjung ! Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Eflingar  Smelltu á Orlofssjóður –Afsláttur!!!!Orlofssjóður Eflingar hefur nú tekið inn afsláttakerfið Frímann sem býður upp á góð og hagnýt afsláttarkjör frá fjölbreyttum hópi fyrirtækja...

Aukinn kraft í atvinnuleit

Aukinn kraft í atvinnuleitHvernig er best að haga atvinnuleitinni?Nýtt námskeið sem stendur nú til boða félagsmönnum Eflingar í atvinnuleit sem byrjar miðvikudaginn 2. október. Efling hvetur alla þá sem hafa áhuga á að skrá sig fyrir mánudaginn 30....

Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína

Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína– segir Tryggvi MarteinssonJafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum, seg-ir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk...

Nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

 Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæðaNýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan SFV er lokið og var hann samþykktur með...

Nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin

Kjörfundir og kynningar á vinnustöðumNýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilinÞessa dagana stendur yfir kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.  Kynningarbæklingur um innihald samningsins hefur verið sendur til...

Hvað breyttist með nýjum kjarasamningum?

Hvað breyttist með nýjum kjarasamningum? Almenni markaðurinn Laun hækka frá og með 1. febrúar og sérstök eingreiðsla kemur fyrir janúar kr. 14.600 miðað við fullt starf. Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um 4,2 % - 5 % í launum, sjá nýja launatöflu hér, en aðrir...

Lausar vikur í orlofshúsum – fyrstur kemur

Föstudaginn 19. maíLausar vikur í orlofshúsum – fyrstur kemur8. maí liggur fyrir endurúthlutun orlofshúsa en greiðslufrestur hjá þeim sem fá úthlutað er til og með 15. maí.Eftir að aðalúthlutun hefur farið fram og greiðslufrestur er liðinn þá liggur frammi á...

Hvaða kjarasamningar hafa verið gerðir og hvenær

Hvaða kjarasamningar hafa verið gerðir og hvenær?Á undanförnum mánuðum hefur Efling gengið frá kjarasamningum á nokkrum helstu sviðum kjaramála félagsins. Grunnsamningurinn sem hefur haft áhrif á alla sem eftir koma er samningur Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK...

1. maí í Reykjavík dagskrá

Dagskrá 1. maí 2014. Kl. 13.00 Safnast saman við Hlemm Kl. 13.30 Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spila í göngunni Örræður á leið göngumanna niður Laugaveginn Börn fá íslenska fánann Kl....

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2014Aðalfundur Eflingar - stéttarfélags 2014 verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 29. apríl  2014. Fundurinn hefst kl. 20.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs...

Breyttur umsóknarfrestur í apríl 2014

Sjúkrasjóður EflingarBreyttur umsóknarfrestur í apríl 2014Vegna fárra vinnudaga eftir miðjan apríl þarf að skila umsóknum um styrki í síðasta lagi 16. apríl og umsóknum um sjúkradagpeninga í síðasta lagi 22. apríl til að ná útborgun um næstu...

Samkomulag um breytingar og framlengingu á samningum við ríkið

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK samþykktuSamkomulag um breytingar og framlengingu á samningum við ríkiðAtkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og...

Laus orlofshús í sumar

Laus orlofshús í sumar Nú er búið að úthluta þeim orlofshúsum sem sótt var um í sumar og ljóst er að enn eru mörg hús laus. Miðvikudaginn 30. apríl verður opnað fyrir bókanir og geta þá félagsmenn bókað þau hús sem er laus, gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær....

Ennþá ósamið við hjúkrunarheimilin

Réttlætismál að ná sömu launahækkunum og aðrir sambærilegir hópar hafa fengið Ennþá ósamið við hjúkrunarheimilin Á fundi sem haldinn var með trúnaðarmönnum sem starfa á hjúkrunarheimilum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu kom fram skýr afstaða fundarmanna að...

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Eflingar um kjarasamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 7. mars sl. Um er að ræða aðfarasamning sem er hliðstæður þeim sem gerður var á almenna markaðnum og gildir hann...

Skyndihjálp

SkyndihjálpMinna blásið nú en áðursegir Helgi Rögnvaldsson, starfsmaður á vélaverkstæði SamskipaÞetta er í þriðja sinn sem Helgi Rögnvaldsson fer á skyndihjálparnámskeið en síðast fór hann fyrir átta árum. Það var þess virði að rifja þetta upp, það er margt sem...

Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkiðÞessa dagana standa yfir kjörfundir og kynningarfundir um nýjan kjarasamning Eflingar, Hlífar og VSFK við ríkið. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá ríkinu eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og kynna sér vel...

Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum frá 1.mars 2014

Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum frá 1. mars 2014Fulltrúar LÍÚ féllust á, eins og undanfarin ár, að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um þá hlutfallshækkun sem um samdist á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir að ekki hafi verið...

Eru Pólverjar á lægstu laununum ?

Eru Pólverjar á lægstu laununum?Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar-stéttarfélags, hefur rýnt í launakjör Pólverja hér á landiAllt frá því að erlendu vinnuafli frá evrópska efnahagssvæðinu fjölgaði verulega á Íslandi frá árinu 2005 hefur Efling fylgst grannt með...

Ferð til fjár

Ferð til fjár-allt sem þú vildir vita um fjármálin þínNámskeiðið Ferð til fjár verður miðvikudagana 20. nóv. og 27. nóv. kl. 13:00-14.30 hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætún 1, 4 hæð. Farið verður  í saumana á fjármálum einstaklinga og peningar, sparnaður og...

Nýtt-Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning RVK

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning ReykjavíkurborgarÞessa dagana standa yfir kjörfundir og kynningarfundir um nýjan kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og...

Nýtt-Nýr aðfarasamningur við RVK undirritaður

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg Nýr aðfarasamningur undirritaðurSkrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg nú seinni partinn í dag 7. mars sem gildir frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015. Hér er um að ræða aðfarasamning – hliðstæðum þeim sem gerður...

Eflingarkaffi eldri félagsmanna

Eflingarkaffi eldri félagsmannaGleðin ríkti í GullhömrumGleðin ríkti í Gullhömrum sunnudaginn 9. mars s.l. þegar rúmlega 600 eldri Eflingarfélagar og gestir þeirra mættu í hið árlega kaffisamsæti Eflingar. Eins og jafnan áður voru fagnaðarfundir með gömlum vinum og...

Samskipti uppá gott og vont – Sæti laus

Samskipti – uppá gott og vont! miðvikudaginn 12. mars – laus sætiFjallað er um hópa – krafta sem fara af stað í hópum, siði og venjur í hópum, jákvæð og neikvæð samskipti, viðhorf og tilfinningar sem móta samskipti. Unnin verkefni í tengslum við samskipti. Námskeiðið...

Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykkt

Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykktAtkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning þessara aðila við SA á almennum markaði sem undirrituð var þann 20. febrúar sl. Sáttatillagan...

Talning stendur yfir

Talning stendur yfir  Nú stendur yfir talning í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning á almennum markaði. Áætlað er að talningu ljúki um kl. 16 og verða þá úrslitin kynnt.

Lúðrasveit verkalýðsins

Lúðrasveit verkalýðsins með perlur kvikmyndatónlistarBýður á tónleika á laugardaginn Lúðrasveit verkalýðsins og Efling hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin og sveitin spilað bæði á 1. maí og við fjölda annarra viðburða í félaginu. Nú blæs sveitin til tónleika...

Framtalsaðstoð 2014

Aðstoð við gerð skattframtalaÍ ár eins og áður mun Efling - stéttarfélag bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Hægt er að panta tíma í s. 510-7500 frá og með mánudeginum 3. mars og verður aðstoðin veitt helgina 15. - 16. mars. Nauðsynlegt er að bóka...

Nýr samningur – sáttatillaga

Kjarasamningar 2014 á almennum markaðiNú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara á almennum markaði en félagsmenn Eflingar fá atkvæðaseðil sendan heim í pósti auk kynningarbæklings. Efling hvetur alla félagsmenn sem vinna á almennum markaði...

Sáttatillaga ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu

Samninganefnd FlóafélagannaSáttatillaga ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðsluÁ fjölmennum fundi samninganefndar Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar í Hafnarfirði og VSFK í Keflavík í gærkvöldi samþykkti nefndin með nær einróma niðurstöðu að senda nýja sáttatillögu...

Laust á Akureyri um helgina

Laust á Akureyri um helginaÞað er laus íbúð á Akureyri næstu helgi, hægt er að bóka á skrifstofu Eflingar í s. 510-7500. Fyrstu kemur, fyrstu fær !

Gott að fá annað sjónarhorn – Júlía leikskólaliði

Júlía York Khoo, leikskóla - og félagsliði á leikskólanum LangholtiGott að fá annað sjónarhornJúlía York Khoo hefur ætíð haft gaman af að vinna með fötluðum og börnum og hefur gert það lengi vel. Hún hefur verið dugleg að sækja sér þá menntun sem Efling stéttarfélag...

Þrautseigja og Þor – Nokkur sæti laus

Námskeiðið hefst 19. febrúar - Nokkur sæti lausÞrautseigja og þorTekist á við erfið samskipti á vinnustaðAð leita aðstoðar er merki um styrk - segir Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni ehf Flest upplifum við einhvern tímann erfiðleika í samskiptum en í einstaka...

Engar launahækkanir á almennum markaði

Engar launahækkanir á almennum markaðiÞær launahækkanir sem áttu að koma til útborgunar 1. febrúar á almennum markaði skv. kjarasamningi sem var undirritaður 21. des sl. koma ekki til framkvæmda þar sem samningurinn var felldur af félagsmönnum. Kjarasamningur...

Samningurinn felldur

Samningurinn felldurKjarasamningur á almenna markaðnum sem Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur) gerði við Samtök atvinnulífsins 21.des. sl. var felldur. Kosningaþátttaka var 15,3 %.Sjá meðfylgjandi bréf...

Talning atkvæða

Talning stendur yfirTalning stendur yfir í kosningu um kjarasamning sem Flóabandalagið, sem Efling stéttarfélag er hluti af, gerði við Samtök atvinnulífsins 21. des. sl. Búist er við að talningu ljúki um kl. 16 og verða þá úrslitin kynnt.

Kynning á kjarasamningi

  Atkvæðaseðlar hafa þegar verið sendir í pósti og eiga að berast félagsmönnum í þessari viku eða í byrjun næstu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Eflingar ef atkvæðaseðill berst ekki. Kynningarbækling um nýja kjarasamninginn má sjá hér.Frétt um nýja...

Kynning á kjarasamningnum – félagsfundur

Miklar umræður á félagsfundi EflingarKynning á kjarasamningnumMiklar umræður urðu á félagsfundi  sem Efling stóð fyrir í gærkvöldi um nýja kjarasamninginn á almennum markaði.  Góð mæting var á fundinum á Grand Hótel þar sem Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur...

Félagsfundur 15. janúar 2014

Félagsfundur Miðvikudaginn 15. janúar 2014Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2014. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, salnum Gullteigi A. Fundurinn hefst kl. 18:00 og á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál...

Hækkið ekki

ASÍHækkið ekkiAlþýðusamband Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að nýlegar verðhækkanir fyrirtækja og opinberra aðila sem vinna gegn markmiðum kjarasamninganna verði dregnar til baka. Þá gerir ASÍ ráð fyrir að birta nöfn fyrirtækja sem ganga...

Markþjálfun hjálpar mér í vinnunni

MarkþjálfunHjálpar mér í vinnunni- segir Elín Hreindal BjarnadóttirElín Hreindal Bjarnadóttir hefur lagt það í vana sinn að gera eitthvað fyrir sig á haustin til að efla sig og þroska og skráði sig því á námskeið í markþjálfun sem Efling hélt í haust. Ég var ekki búin...

Gleðilegt nýtt ár

Mynd tekin á jólaballi Eflingar sem haldið var 19.desember í Gullhömrum  Gleðilegt nýtt árVið óskum félagsmönnum sem og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og vonum að allir hafi haft það gott yfir hátíðina.

Nýr aðfarasamningur undirritaður

Nýr aðfarasamningur undirritaðurSkrifað var undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 21. desember síðast liðinn sem gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.  Hér er um að ræða aðfarasamning sem felur í sér að auk þeirra launabreytinga sem...

Samninganefnd samþykkir að vinna áfram

Samninganefnd samþykkir að vinna áframÁ fjölmennum fundi samninganefndar Flóafélaganna var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að halda áfram samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem kynntar voru á fundinum. Mikil óánægja kom þó fram...

Desemberuppbót til atvinnuleitenda fyrir jól

Desemberuppbót til atvinnuleitenda fyrir jólGleðilegt er að segja frá því að atvinnuleitendur fá greidda desemberuppbót fyrir jól en samkomulag um það náðist á Alþingi seint í gærkvöldi við afgreiðslu þingmála fyrir þinglok. Eygló Harðardóttir, félags- og...

Jólaball Eflingar 2013

 Jólaballið í Gullhömrum - 19. desember -  Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið fimmtudaginn 19. desember í Gullhömrum Grafarholti kl.17:00.  Húsið opnar kl.16:30.  Miðasala verður á skrifstofu Eflingar að Sætúni 1 frá2....

Minningar og virðingarsamkoma Nelson Mandela

Dagskrá minningar og virðingarsamkomu Nelson Mandela Norræna húsinu, 18. desember kl. 17  Setning. Gylfi Páll Hersir, stofnfélagi að SAGA (Suður Afríkusamtökin gegn Apartheid) og tengiliður við ANC. Myndband frá Mandela Foundation um lífshlaup Nelsons Mandela....

Laust um jól og áramót

Laust um jól og áramótEnn eru laus orlofshús um jól og áramót. Einnig var að losna eitt hús í Svignaskarði 27. des.-3. jan. Hafið samband í síma 510-7500.

Flóafélögin vísa kjaradeilu til sáttasemjara

 Flóafélögin vísa kjaradeilu til sáttasemjaraÁhersla Flóans á hækkun lægri launa Að loknum stuttum fundi Flóans við Samtök atvinnulífsins í gær, ákváðu Flóafélögin, Efling, Hlíf og VSFK að vísa kjarasamningsviðræðum til sáttasemjara. Aðalástæðan var sú að of...

Greiðslur í ræstingum breytast

Tímamæld ákvæðisvinnaGreiðslur í ræstingum breytastÁhrif koma fram í vinnutíma, álagstímabili, lágmarkstöxtum og starfsaldurshækkunumGreiðslur fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum breytist frá og með næsta samningstímabili.  Meginbreytingin felst í því að nú...

Gallup- Hvar er jafnlaunaátakið ?

GallupHvar er jafnlaunaátakið?Það eru lítil merki þess að jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar hafi skilað sér í hærri launum til kvenna meðal félagsmanna í Eflingu ef marka má nýjar niðurstöður Gallupkönnunar Flóans.  Munur á heildarlaunum karla og kvenna fyrir...

Vaxandi áhyggjur af fjárhagsstöðu Gallup 2013

Ný Gallup könnunVaxandi áhyggjur af fjárhagsstöðuNý Gallup könnun Flóafélaganna sýnir að félagsmenn hafa vaxandi áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Þá eru konur mun ósáttari með laun sín en karlar en þær eru með að meðaltali 120.000 krónum lægri heildarlaun en...

Dagsbrúnarfyrirlestur 2013

Fyrirlesturinn mun fjalla um efni bókarinnar Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur: einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Sagan sem sögð er í þessari bók byggist  meðal annars á sjálfsævisögubroti sem varðveist hefur og ber titilinn Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur....

Fjör í zumba

Þróunarverkefnið ÍSPÓLFjör í Zumba Það var mikið fjör í zumba í síðustu viku þegar nokkrir Eflingarfélagar sem taka nú þátt í þróunarverkefninu ÍSPÓL hristu sig í takt við skemmtilega tónlist og tóku vel á því. ÍSPÓL skiptist í nám auk starfsþjálfunar á vinnustað og...

Borgin dregur hækkanir til baka

KjaramálBorgin dregur hækkanir til baka Efling hvetur fjármálaráðherra og sveitarfélög að fylgja fordæminu Reykjavíkurborg hefur ákveðið að draga gjaldskrárhækkanir til baka og skapa þar með gott fordæmi í aðdraganda komandi kjarasamninga. Þegar fjárhagsáætlun...

Sjóðfélagafundur 13. nóvember 2013

Gildi lífeyrissjóðurSjóðfélagafundur 13.nóvember 2013Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17 á Grand Hótel, Reykjavík. Kynnt verður staða og starfsemi sjóðsins auk kynningar á nýjum vef...

Laust á trúnaðarmannanámskeið I 18.-22. nóvember

Laust á námskeið ITrúnaðarmennEnn eru laus pláss á trúnaðarmannanámskeið I sem verður 18. - 22. nóvember 2013. Á námskeiðinu er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og samningum ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk...

Opið hús hjá Gildi

Opið hús hjá Gildi – lífeyrissjóði 5. nóvember.Hver eru lífeyrisréttindi þín?Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar verða lífeyrissjóðir landsins með opið hús þriðjudaginn 5. nóvember 2013. Þar verður hægt að fá upplýsingar um lífeyrisréttindi og gefst sjóðfélögum...

3megináherslur í Flóanum

Kröfur FlóafélagannaSérstök hækkun lægri launa og tekjutryggingarFélögin við Flóann, Efling, Hlíf og VSFK hafa lagt fram áherslur félaganna fyrir komandi kjarasamninga og kynnt Samtökum atvinnulífsins hver verði meginatriði í viðræðunum við atvinnurekendur á næstu...

Útborgun 23. desember 2013

 Sjúkra - og fræðslusjóðir EflingarÚtborgun 23. desember 2013Styrkir og dagpeningar verða greiddir út 23.desember vegna desembermánaðar. Skila verður umsóknum og öðrum gögnum í síðasta lagi 17. desember n.k. til að þau nái útborguninni fyrir jól. Fyrsta greiðsla...

Breyttu lífi þínu með markþjálfun

Örfá sæti laus á námskeið í markþjálfunBreyttu lífi þínu með markþjálfun- segir Arnór Már Másson, ACC markþjálfiÖrfá sæti eru enn laus á námskeiðið Markjþálfun sem hefst 28. október n.k. Síðasta námskeið fékk glimrandi dóma hjá félagsmönnum og hvetjum við félagsmenn...

Af vettvangi dómstólanna

Af vettvangi dómstólanna  -Eftir Önnu Lilju Sigurðardóttur,hdlMikilvægt hlutverk Eflingar við réttindagæsluAð undanförnu hafa fallið nokkrir dómar þar sem reynt hefur á kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna Eflingar-stéttarfélags. Til upplýsinga fyrir...

Enn laus pláss á trúnaðarmannanámskeið II

Laus pláss á Trúnaðarmannanámskeið IIGríptu tækifærið Enn eru laus pláss á Trúnaðarmannanámskeið II sem byrjar 28. október og lýkur 1. nóvember. Kennt er alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.30 í húsnæði Eflingar. Á  námskeiðinu verður farið dýpra...

Ánægja með námskeiðið Markþjálfun

Mynd: Arnór Már Másson, ACC markþjálfiÁnægja með námskeiðið MarkþjálfunFrábær hugmyndGríðarleg ánægja var hjá félagsmönnum Eflingar með námskeiðið Markþjálfun sem haldið var 7.-16. október, í húsnæði Eflingar. Arnór Már Másson ACC markþjálfi hjálpaði félagsmönnum að...

Efling í bleiku

Sýnum samstöðuEfling í bleikuStarfsfólk Eflingar lét ekki sitt eftir liggja á bleika deginum 11. okt. sl.  og fjölmenntu í bleiku. Á bleika deginum voru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu og klæðast bleiku til að vekja athygli á baráttunni gegn...

Aftur metár hjá Starfsafli fræðslusjóði

Aftur metár hjáStarfsafli fræðslusjóði- segir Sveinn AðalsteinssonVið erum að sjálfsögðu himinlifandi að fólk nýti sér styrki sjóðsins, segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, fræðslusjóðs Flóabandalagsins.  Það hefur verið mikil aukning í...

Trúnaðarmannanámskeið I

Trúnaðarmannanámskeið IFarið yfir hlutverk trúnaðarmannsVikuna 23. - 27. september var haldið trúnaðarmannanámskeið I í húsnæði Eflingar. Á námskeiðinu var farið yfir starf, hlutverk og stöðu trúnaðarmanns samkvæmt lögum og kjarasamningum. Einnig var farið...

Er lesblinda í þinni fjölskyldu

Er lesblinda í þinni fjölskyldu?AFTUR Í NÁM– námskeið sem gæti skipt sköpum- segir Lilja Rós Óskarsdóttir verkefnastjóri hjá Mími símenntun Tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri glíma við lesblindu af einhverju tagi. Lesblinda er mjög ólík á milli einstaklinga og...

Mikilvægt tækifæri til starfsréttinda

Leikskóla- og félagsliðabrúMikilvæg tækifæri til starfsréttinda- segja þau Atli Lýðsson og Sigurrós KristinsdóttirFélagsliða og leikskólaliðabrýrnar eiga sér langa sögu í starfsmenntaumhverfinu. Þær hafa staðist tímans tönn og eru enn meðal mikilvægustu...

Kraftur og bjartsýni

Fræðslustarfið í veturKraftur og bjartsýni- segir Atli Lýðsson, fræðslustjóriNú er sá árstími sem námskeiðs- og fræðslustarfsemi Eflingar springur út. Margt nýtt og skemmtilegt verður í boði í bland við annað sem hefur verið vinsælt lengi og margir félagsmenn hafa...

Þjónusta við innflytjendur í Reykjavík

Þjónusta við innflytjendur í ReykjavíkSnýst ekki einungis um tungumálakunnáttu heldur aðgengi að þjónustu- segir Joanna Marcinkowska, ráðgjafi hjá Mannréttindaskrifstofu ReykjavíkurborgarMannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir...

Reykbindisnámskeið 2013

Viltu hætta að reykja? Reykbindindisnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 14. október 2013. Þátttakendur hittast átta...

Við munum ekki axla ábyrgðina ein fyrir samfélagið.

Leiðari 5.tbl. Eflingar 2013.Við munum ekki axla ábyrgðina ein fyrir samfélagið.segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags Nú við upphaf kjarasamningsviðræðna blasir við mjög þröng staða. Ný ríkisstjórnin lýsti því yfir að fjárlagahallinn væri meiri en...

Gallup könnun og trúnaðarmenn gefa tóninn

Gallupkönnun og trúnaðarmenn gefa tóninnViðhorf félagsmanna til komandi kjarasamningaUndirbúningur fyrir komandi kjarasamninga hefur verið í fullum gangi undanfarna mánuði þar sem fjölmargir fundir hafa verið haldnir.  Þessa dagana er nú árleg launakönnun að fara...

Vetrarleigan komin á fullt

Vetrarleigan komin á fullt!Tímabil vetrarleigu á orlofshúsum / íbúðum er frá 30. ágúst 2013 til 25. maí 2014. Páskar eru undanskildir þar sem úthlutað er sérstaklega um páska og verður það auglýst síðar. Bókað er sex mánuði fram í tímann. Greiðsla vegna leigu á...

Laust í Húsafelli um helgina

OrlofshúsLaust í Húsafelli um helginaStórarjóður 7 í Húsafelli er laust núna um helgina frá 23. ágúst. Möguleiki er á helgar- eða vikuleigu. Þeir sem hafa áhuga geta hringt á skrifstofuna í síma 510-7500 og bókað.

Opnaði nýja sýn á lærdóminn hjá mér

Opnaði nýja sýn á lærdóminn hjá mér- segir Bjartmar Freyr JóhannessonÞað var mikið um dýrðir þegar þrettán nemendur útskrifuðust úr Flutningaskóla Samskipa 14. maí sl. en allir fengu græna hjálma að gjöf sem merktir voru flutningatækni í tilefni útskriftar. Andrés...

Jákvætt og eðlilegt að fara í starfsendurhæfingu

Jákvætt og eðlilegt að fara í starfsendurhæfingu- segir Soffía Erla Einarsdóttir, sem lætur af starfi sviðsstjóra hjá starfsendurhæfingu Eflingar og VIRK Soffía Erla Einarsdóttir var fyrsti starfsendurhæfingarráðgjafi VIRK hjá Eflingu og hefur tekið þátt í mótun...

Laust í Fókalundi – mynd

OrlofshúsLaust í Flókalundi 12. til 19. júlíLaust er í orlofshúsi Eflingar í Flókalundi Vatnsfirði frá 12 júl-19 júl. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 510-7500.

Tap launamanna vegna svartrar vinnu

15 milljarðar á ári er tap launamanna vegna svartrar vinnu!!Einfaldara að sækja tekjur en halda mættiSkattaeftirlitið  stendur oft frammi fyrir því að sannanir liggja fyrir um fullframin brot á skattalögum og -reglum, en virkari úrræði skortir til að stöðva eða...

Syngjandi frístundabóndi

Bjarni Atlason, trúnaðarmaður hjá SorpuSyngjandi frístundabóndiBjarni Atlason vinnur á endurvinnslustöðvum Sorpu og er nýorðinn trúnaðarmaður. Hann var í tölvunarfræði í Fjölbrautaskóla Ármúla en gat ekki hugsað sér að vinna við skrifborð og segist verða að gera...

Brýnast að hraða atvinnuuppbyggingu

Brýnast að hraða atvinnuuppbyggingusegir Sigurður BessasonVinna við gerð kjarasamninga er hafin af fullum þunga en stíf fundarhöld hafa verið innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK þar sem farið hefur verið yfir þróun kjarasamninga frá fyrra ári. Með sama hætti...

Vinningshafar í Gallupkönnun

GallupkönnunSjö heppnir í Flóanum!Vinningshafar hafa verið dregnir út í Gallupkönnun sem gerð var meðal félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK í vor. Að þessu sinni fékk hver vinningshafi 25 þúsund krónur og eru hér nöfn þeirra heppnu: Einar Örn Rafnsson Hlíf Unnur...

Stækkun Sætúns 1

Aðalfundur Eflingar samþykkir einrómaStækkun Sætúns 1Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags samþykkti á dögunum einróma að heimila stækkun Sætúns 1 en viðbygging hússins hefur verið á dagskrá félagsins nú um nokkurra ára skeið. Heimilað hefur verið að byggja fjögurra hæða...

Hækkanir í sjúkrasjóði

Miklar hækkanir í sjúkrasjóði Á aðalfundi 2013 þann 30. apríl s.l. voru samþykktar umfangsmiklar breytingar í Sjúkrasjði Eflingar sem fela m.a. í sér hækkanir bæði á hámarksupphæðum dag-peninga og dánarbótum, auk þess sem fjárhæðir styrkja verða hækkaðar. Ástæða þess...

1. maí 2013

1. maí í ReykjavíkBaráttufundur á IngólfstorgiBaráttufundur verður haldinn á Ingólfstorgi miðvikudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Kynnir verður Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR og ræðumenn verða þau VR og RSÍ formaður frá ASÍ en ræðumaður frá BSRB verður....

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2013Aðalfundur Eflingar - stéttarfélags 2013 verður haldinn á Grand Hótel þriðjudaginn 30. apríl 2013. Fundurinn hefst kl. 20.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs 3. Viðbygging við Sætún 1 4....

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs 18. apríl

Stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar skorar á ríkisstjórninaLeiðréttið laun allra umönnunarhópaStjórn og trúnaðarráð Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum 18. apríl sl að skora á ríkisstórnina að leiðrétta laun allra umönnunarhópa í samræmi við þá stefnu sem stjórnin...

Ársfundur Faghóps leikskólaliða 2013

Ársfundur Faghóps leikskólaliðaMikil vinna fram undanFaghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttafélagi hélt ársfund sinn mánudaginn 15.apríl 2013. Faghópur leikskólaliða er nú að hefja sitt sjötta starfsár og hefur leikskólaliðum hjá Eflingu fjölgað stöðugt á þessum tíma....

Barnatónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

Barnatónleikar Lúðrasveitar verkalýðsinsKomdu og hlustaðuLúðrasveit verkalýðsins hefur í áraraðir haldið barnatónleika í Reykjavík. Í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar verða skemmtilegir barnatónleikar í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl kl. 18 þar sem sérstakir gestir...

Mikilvægt að knýja á um löggildingu – félagsliðar

Ársfundur Faghóps félagsliða Mikilvægt að knýja á um löggildingu Áttundi ársfundur faghóps félagsliða var haldinn 16. apríl síðast liðinn og var stjórnin sjálfkjörin.  Kristín Björnsdóttir las ársskýrslu faghópsins þar sem fram kom að hátt í fjögur hundruð...

Faghópur félagsliða Ársfundur

Faghópur félagsliðaÁrsfundur Faghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi heldur sinn áttunda ársfund þriðjudaginn 16. apríl 2013. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Eflingar Sætúni 1 á 4. hæð og hefst kl. 18:00.

Faghópur leikskólaliða ársfundur

Faghópur leikskólaliðaÁrsfundurFaghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi heldur ársfund sinn mánudaginn 15. apríl 2013. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Eflingar Sætúni 1 á 4. hæð og hefst kl. 20:00.

Atvinnuleysi og fjölskyldan

Námskeið fyrir atvinnuleitendurAtvinnuleysi og fjölskyldanEfling stéttarfélag býður félagsmönnum sínum í atvinnuleit upp á námskeiðið Atvinnuleysi og fjölskyldan miðvikudaginn 17. apríl kl. 13-15 í Sætúni 1 – 4 hæð, 105 Reykjavík. Námskeiðið er félagsmönnum að...

Trúnaðarmannanámskeið apríl 2013

Trúnaðarmenn - námskeið!Skráning stendur yfir á Trúnaðarmannanámskeið I ( 1.og 2.þrep) sem haldið verður 15. – 19.apríl næstkomandi. Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og samningum ásamt því sem farið er í...

Trúnaðarannanámskeið

Trúnaðarmenn athugiðNú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Trúnaðarmannanámskeið III (5.og6.þrep) sem haldið verður 8.apríl – 12.apríl   næst komandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið námskeiðum I og II og hafa verið í...

Efling styður Mottumars

Efling styður MottumarsStarfsmenn Eflingar mættu í jakkafötum í vinnuna í dag í tilefni Mottudagsins 15. mars sem er hluti af Mottumars, fjáröflunar- og árveknisátaki Krabbameinsfélags Íslands.

Kryddjurtir

Vorið er tíminn – leiðbeiningar um hvernig best sé að rækta eigin kryddjurtir. Leiðbeinandi er Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 19. mars kl. 19-21.30 hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætún 1 – 4 hæð. Skráning í gangi í síma 510 7500...

Kaffiboð2013

Eflingarkaffi eldri félagsmannaMikil gleði í GullhömrumÞarna hittust margir vinir-segir Sigurrós KristinsdóttirÞað er einmitt það skemmtilega við þessa árlegu stund okkar að hér hittast sannarlega margir vinir, sagði Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður við...

Skyndihjálparnámskeið

SkyndihjálparnámskeiðEfling býður upp á skyndihjálparnámskeið 13. mars kl. 13-15. Allir félagsmenn velkomnir. Skráning fer fram í síma 510-7500 eða í tölvupósti á fjola@efling.is. Á námskeiðinu verður farið yfir fjörgur skref skyndihjálpar ásamt endurlífgun og...

Skattframtalið

SkattframtaliðViltu fá aðstoð við að telja fram?Efling - stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá og með mánudeginum 4. mars. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um...

Leiðari Eflingarblaðsins mars 2013

Leiðari EflingarblaðsinsEfling krefst endurskoðunar stofnanasamnings við LSH Það liggur nú fyrir að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið í nýjum stofnanasamningi að hækka laun hjúkrunarfræðinga sérstaklega til að mæta kröfum um launajafnrétti kynjanna og auknu álagi á...

Orlofshús sumarið 2013

Orlofshús sumarið 2013Opnað hefur verið fyrir rafræna umsókn um orlofsdvöl sumarið 2013. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k.

Vertu á verði

Vertu á verði!     – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnarEfling-stéttarfélag og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka...

Skattfrjálsar samgöngugreiðslur

Karl Ó. Karlsson, lögmaður Eflingar Skattfrjálsar samgöngugreiðslur til starfsmannaAthygli félagsmanna Eflingar-stéttarfélags er vakin á því að síðla árs 2012 samþykkti Alþingi breytingu á skattalögum sem tók gildi 1. janúar sl. Í samræmi við lagabreytinguna hefur...

Morgunverðarfundur með trúnaðarmönnum

Trúnaðarmenn í heimsókn Líflegur morgunverðafundur með trúnaðarmönnum  Starfsmenn Eflingar settust á dögunum niður með trúnaðarmönnum sem luku Trúnaðarmannanámskeiði I á árinu 2012. Farið var vítt og breytt í umræðu um stöðu trúnaðarmannsins og reynslu...

Leiðrétting launa nái til allra starfsmanna LSH

Efling krefst endurskoðunar stofnanasamningsLeiðréttingar launa nái til allra starfsmanna LSHNú þegar fyrir liggur nýr stofnanarsamningur á milli hjúkrunarfræðinga og Landspítalans er full ástæða til þess að vekja athygli á stöðu þeirra sem vinna almenn störf inn á...

Skráning á Trúnaðarmannanámskeið

TrúnaðarmennSkráning stendur yfir  á Trúnaðarmannanámskeið II (3.og.4. þrep)  á skrifstofu félagsins í síma 510-7500. Námskeiðið byrjar 4.mars og lýkur 8.mars næstkomandi.  Á þessu námskeiði er farið dýpra í starf verkalýðshreyfingarinnar ásamt því sem...

Námskeið 60+

Námskeið fyrir félagsmenn 60+Góður undirbúningur er ein af forsendum þess að takast farsællega á við þær breytingar sem verða og hafa orðið á lífi einstaklings við atvinnumissi. Efling stéttarfélag býður félagsmönnum 60+ upp á nýtt námskeið í samstarfi við Mími...

Liðstyrkur

Liðsstyrkur, þjóðarátak gegn langtímaatvinnuleysiEnginn falli af bótum án tilboðs um starf eða starfsendurhæfingu- segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóriFyrir nokkrum dögum skrifuðu forsvarsmenn stéttarfélaga í landinu undir samkomulag við ríki, sveitarfélög og...

Kynningarfundur fyrir atvinnuleitendur

Kynningarfundur fyrir atvinnuleitendurKynningarfundur verður miðvikudaginn 6. febrúar hjá Eflingu stéttarfélagi kl. 13.00 í Sætúni 1, 4 hæð. Kynnt verða réttindi hjá stéttarfélaginu ásamt ýmsu öðru er snýr að atvinnuleitendum. Allir velkomnir.

Laun hækka 1. febrúar

Laun hækka 1. febrúar Frá og með 1. febrúar hækka laun á almennum vinnumarkaði um 3,25% auk þess sem launataxtar hækka um 11.000 kr. á mánuði. Þá verða lágmarkstekjur fyrir fullt starf 204.000 kr á mánuði. Kjarasamning Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins má nálgast...

Námskeið í grænmetisútskurði

Námskeið í grænmetisútskurði Mikil gleði og áhugi meðal þátttakendaMiðvikudaginn 30. janúar hélt Efling stéttarfélag aftur námskeið í grænmetisútskurði fyrir sína félagsmenn í samstarfi við Mími símenntun.  Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á slíkt námskeið...

Ferð til fjár – námskeið fyrir atvinnuleitendur

Ferð til fjár Námskeið fyrir atvinnuleitendurNámskeiðinu Ferð til fjár er nýlokið en leiðbeinandi var Breki Karlsson hjá Stofnun um fjármálalæsi. Almenn ánægja var með námskeiðið og voru þátttakendur með ýmsar spurningar varðandi seinni hlutann þegar farið var yfir...

Umsóknarfrestur orlofshúsa um páska 2013

Páskaúthlutun orlofshúsaUmsóknarfrestur rennur út 4. febrúarVið minnum á að umsóknarfrestur um orlofsdvöl páskana 2013 rennur út, 4. febrúar. Félagsmönnum gefst kostur á að sækja beint um hér í gegnum vef Eflingar en einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublöð sem...

Hvað er í boði fyrir atvinnuleitendur

Hvað er í boði fyrir atvinnuleitendur?Haldið verður áfram með styttri fræðslufundi og frá miðjum janúar og fram að vori verða opnir fundir alla miðvikudaga kl.13.00 hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætúni 1 á  4 hæð. Boðið verður upp á stutta fræðslu um ýmis málefni er...

Samningstímabilið stytt og launahækkanir 1. feb tryggðar

  Samningstímabilið stytt og launahækkanir 1. febrúar tryggðarSamninganefnd Alþýðusambands Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað samkomulag um að stytta samningstímabil núverandi kjarasamninga um tvo mánuði þannig að þeir renna út 30. nóvember á þessu...

Síðasti séns að skrá sig á trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmenn Nú fer hver  að verða síðastur á skrá sig á Trúnaðarmannanámskeð I  (1.og2.þrep) sem haldið verður 28.jan. -1 .febrúar  næst komandi. Síðasti skráningadagur er   mánudagur  21.janúar  2013.

Sjálfstyrking með húmor

Sjálfstyrking með húmorGóð byrjun á nýju áriMikil ánægja var með námskeiðið sjálfstyrking með húmor sem Edda Björgvinsdóttir kenndi 16. janúar félagsmönnum Eflingar í atvinnuleit. Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi og er stórkostlegt...

Flóinn samþykkir framlengingu kjarasamninga

Flóinn samþykkir framlengingu kjarasamningaLeggjum áherslu á að koma böndum á verðbólgu-segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndarFjölmennur fundur samninganefndar Flóafélaganna, Hlífar, Eflingar og VSFK samþykkti í gærkvöldi fyrir sitt leyti samkomulag um...

Mörg spennandi tækifæri til náms

Mörg spennandi tækifæri til náms- segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaðurÞað eru mjög mörg spennandi tækifæri til náms hjá Eflingu og við erum mjög stolt af þeirri menntun sem Efling býður upp á og oft er hvatinn að frekara námi, segir Sigurrós Kristinsdóttir í...

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Leiðari EflingarblaðsinsSannleikanum verður hver sárreiðasturMikil reiði greip um sig meðal forystumanna  í  ríkisstjórninni þegar Alþýðusamband Íslands sendi frá sér auglýsingu um vanefndir stjórnvalda á fyrirheitum í tengslum við síðustu kjarasamninga ASÍ...

Íslenska hjá mími

Íslenska fyrir útlendinga hjá Mími-símenntunFyrstu námskeið hefjast 14. janúarAð vanda býður Mímir-símenntun upp á íslensku fyrir útlendinga á 6 stigum.  Unnið er eftir námskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Grunnnám í íslensku fyrir útlendinga. Fyrsta...

Trúnaðarmannanámskeið vor 2013

Trúnaðarmannanámskeið I,  1.og 2 þrep  verður haldið 28.janúar  - 1.febrúar næst komandi.  Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins   ásamt því sem farið er í starfsemi stéttarfélaga, hlutverk þeirra og...

Opnun um jól og áramót

Skrifstofa EflingarOpnun um jól og áramótFöstudaginn 21.12.2012 lokar skrifstofan kl. 15:00   Aðfangadagur lokað Fimmtudaginn 27.12.2012 opnar skrifstofan kl. 10:00 Föstudaginn 28.12.2012 lokar skrifstofan kl. 15.00 Gamlársdagur – Lokað Miðvikudaginn...

Jólaball eflingar 2012

Jólaball Eflingar 2012 í Gullhömrum27. desemberJólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið fimmtudaginn 27. desember í Gullhömrum Grafarholti kl.17:00.  Húsið opnað kl.16:30. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar að Sætúni 1 frá 10. desember nk. ...

Framboðsfrestur til trúnarráðs

Framboðsfrestur til trúnaðarráðs Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar  trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2013 til 31.12.2014. Tillögur skulu vera um 115 trúnaðarráðsmenn til tveggja ára samkvæmt 15. gr. laga...

Fundir fyrir atvinnuleitendur

Félagsmenn í atvinnuleitFundir í desemberÍ desember býður Efling stéttarfélag félagsmönnum í atvinnuleit upp á morgunfundi með kaffiveitingum þar sem kynnt eru réttindi félagsmanna, létt spjall ásamt fræðslu. Fyrirlesari er Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og eru...

Námsflokkar Reykjavíkur heimsækja Eflingu

Námsflokkar ReykjavíkurUngt fólk heimsækir EflinguÞessi duglegi hópur ungmenna á aldrinum 16-18 ára heimsótti Eflingu stéttarfélag í síðustu viku og fékk fræðslu um vinnumarkaðinn.  Þau sitja námskeiðið Starfskraftur á vegum Námsflokka Reykjavíkur....

Orkan – námskeið

OrkanNámskeið fyrir félagsmenn af póskum upprunaÍ haust byrjuðu þrír hópar Eflingarfélaga af pólskum uppruna 270 kennslustunda nám hjá Mími símenntun. Námið er fyrir atvinnuleitendur og er samstarfsverkefni Eflingar, Vinnumálastofnunar og Mímis símenntunar. Námið...

Fræðslufundur faghópa

Faghópar félags- og leikskólaliða Sameiginlegur fræðslufundurFaghópur leikskólaliða og faghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi héldu sameiginlegan fræðslufund  þann 13. nóvember síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem árlegur fræðslufundur faghópanna er...

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2012

 Desemberuppbót atvinnuleitenda 2012 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 16.nóv. 2012 að greiða þeim sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember – 3. desember 2012 desemberuppbót. Ekki er greidd desemberuppbót til þeirra sem voru á skrá fyrr á árinu og...

Ný Gallup könnun

Ný Gallup könnun Aukinn launamunur kynjanna áhyggjuefniÍ nýrri Gallup könnun Flóafélaganna veldur það miklum áhyggjum að launamunur kynjanna fer vaxandi en sú breyting virðist almennt vera að ganga yfir vinnumarkaðinn á síðustu misserum. Þá vekur athygli að...

Efling fundar með atvinnuleitendum

Efling fundar með atvinnuleitendumEfling stéttarfélag hefur síðast liðin ár haldið kynningarfundi fyrir sína félagsmenn sem eru í atvinnuleit. Kynnt eru réttindi félagsmanna hjá Eflingu stéttarfélagi ásamt ýmsu öðru er þykir mikilvægt fyrir atvinnuleitendur. Kemur það...

Efling heimsækir Tækniskólann

Fræðsla fyrir ungt fólkEfling heimsækir TækniskólannEfling stéttarfélag sækir Tækniskólann heim vikuna 22.-26. október.  Fræðslan fer fram í lífsleiknitímum og er meðal annars farið yfir hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður. Farið er yfir réttindi og skyldur,...

Að skera út grænmeti

Námskeið hjá EflinguAð skera út grænmetiMiðvikudaginn 17. október hélt Efling stéttarfélag eitt að mörgum kvöldnámskeiðum fyrir sína félagsmenn í samstarfi við Mími símenntun.  Kennt var hvernig skera má út grænmetisblóm en kennari var Chidapha Kruesang sem er...

Námskeiðið þjónusta við ferðamenn

Námskeið hjá Mími SímenntunÞjónusta við ferðamennÞjónusta við ferðamenn er 160 stunda námskeið fyrir þá sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að þróa sig áfram og skoða ólíka möguleika á störfum í...

Vinningshafar dregnir út í gallup könnun

Viðhorfskönnun Gallup          Vinningshafar dregnir útVinningshafar hafa verið dregnir út í viðhorfskönnun Gallup meðal félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK. Í aðalvinning voru tveir peningavinningar,...

Fundur með fulltrúum vinnumálastofnunar

Þjónusta við atvinnuleitendurEfling fundar með Móttökufulltrúum VinnumálastofnunarStarfsfólk Eflingar stéttarfélags átti mjög góðan fund með móttökufulltrúum Vinnumálastofnunar í dag.  Aðilar skiptust á upplýsingum með það að markmiði hvernig bæta má...

Landnemaskólinn heimsókn

Nemendur Landnemaskólans heimsóttu EflinguEfling stéttarfélag fékk þennan glæsilega hóp Landanemaskólans í heimsókn miðvikudaginn 10. október. Landnemaskólinn er fyrir fólk af erlendum uppruna á vegum Mímis og samstendur námið af ýmis konar fræðslu um samfélagið,...

Kjarasamningur smábáta samþykktur

Kjarasamningur fyrir smábáta samþykkturFyrsti samningurinn sem náðst hefur fyrir smábátaflotann á landsvísuNýr kjarasamningur fyrir smábátasjómenn var samþykktur af hálfu þeirra smábátasjómanna sem greiddu atkvæði þannig að 64,3% sögðu já en 35,7% sögðu nei. 74%...

Þingmenn krafðir svara

Þingmenn krafðir svaraOpinn fundur á Hótel Selfossi 9. októberStéttarfélögin á Suðurlandi boða til opins fundar með þingmönnum Suðurkjördæmis. Leitað verður eftir afstöðu þingmanna til ýmissa mála sem efst eru á baugi. Má þar á meðal nefna atvinnumál í kjördæminu,...

Heimsókn í brekkuskóg

Heimsókn í BrekkuskógDvölin hér meiriháttar - segir Ásta Skaftadóttir Við erum í sumarleyfi og leigðum þetta hús hjá Eflingu og fengum eitt af þremur nýjum húsum sem tekin voru í notkun nýlega í Brekkuskógi, sagði Ásta Skaftadóttir sem vinnur á saumastofu hjá...

Félagsfundur 20. sept 2012

FélagsfundurGrand Hótel 20. september kl. 18Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 20. september 2012. Fundurinn verður haldinn í salnum Gullteigi B á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 18.00. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál....

Samningur við NPA miðstöð

Nýr sérkjarasamningur undirritaður við NPA miðstöðStórt skref í að móta samninga á þessu sviðiÞann 17. september 2012 undirrituðu Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur nýjan sérkjarasamning við NPA miðstöð. Með þessum samningi er stigið stórt skref í...

Reykleysisnámskeið 2012

Viltu hætta að reykja? Reykbindindisnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 1. október  2012. Þátttakendur hittast...

Ekki stórmál að söðla um

Jón TorfasonEkki stórmál að söðla um og starfa við eitthvað annaðJón Torfason húsasmiður var í hópi vina á gönguskíðum í óbyggðum í byrjun apríl 2009. Ætlunin var að ganga yfir Kjöl. Vinirnir settust niður til að kasta mæðinni og fá sér nestisbita, en þegar átti að...

Gallup 2012

Viðhorfskönnun GallupHvetjum félagsmenn til að taka þáttCapacent Gallup mun á næstunni hafa samband við félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK en Capacent hefur unnið þessar viðhorfskannanir fyrir félögin á liðnum árum og verður svo einnig á þessu hausti. Í könnununum...

Nýr kjarasamningur fyrir smábáta

Nýr kjarasamningur fyrir smábáta undirritaðurAtkvæðagreiðsla stendur til 5. október 2012Þann 29. ágúst síðast liðinn var loks skrifað undir kjarasamning milli samtaka sjómanna og Landssambands smábátaeigenda.  Viðræður milli samningsaðila höfðu staðið yfir í...

Vinningshafi í sumargetraun 2012

Thelma og Margeir taka við vinningnum af Helgu Sigurðardóttur starfsmanni Eflingar  Vinningshafi dreginn út í Sumargetraun Eflingar Vinningshafi Sumargetraunarinnar þetta árið var Thelma Björk Gunnarsdóttir. Hún fékk vinning að upphæð 15.000kr fyrir rétt...

Nokkur heildræði í veikindum

Nokkur heilræði í veikindumMikilvægt að leita sér aðstoðar sem fyrstÞegar einstaklingar verða veikir er mjög mikilvægt að bregðast fljótt við. Hér erum við ekki að ræða um skammtímaveikindi svo sem kvef eða flensu, heldur veikindi sem hafa áhrif á líðan okkar heima og...

Vetrarleiga 2012

Orlofshús EflingarByrjum að bóka vetrarleigu 13. ágúst!Eins og undanfarin ár er mikil aðsókn í orlofshús Eflingar og voru öll húsin okkar fullnýtt í sumar. Bókanir í vetrarleigu hefjast 13. ágúst og er um að gera að vera fljótur að bóka draumahúsið. Erum að bóka 6...

Hvað má læra af dönum

Hvað má læra af Dönum?Þær Sunna Apríl Ragnarsdóttir og Theodóra Heba Guðmundsdóttir eru báðar mjög ánægðar með að hafa fengið tækifæri til að kynnast því sem í boði er fyrir atvinnuleitendur í Danmörku en í síðasta mánuði fóru þær ásamt fjórum starfsmönnum...

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 10 áraHjólreiðar eru góð dagleg hreyfing- segir Helga Sigurðardóttir hjá Eflingu Starfsmenn Eflingar létu sitt ekki eftir liggja í átakinu Hjólað í vinnuna en þetta framtak varð 10 ára á þessu ári. Það var góður hópur sem tók þátt í átakinu. Helga...

Verðbólgan og laun

Verðbólgan ekki launum að kenna - segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Það hefur verið hamrað á því af hálfu nokkurra stjórnmálamanna og forsvarsmönnum Seðlabanka Íslands að meginástæða verðbólgunnar hér á landi síðustu mánuði stafi af launahækkunum fólks....

dagsferðir Vestm.

Vestmannaeyjar – DagsferðirFullt er í báðar ferðir Í sumar eins og jafnan áður eru í boði hjá Eflingu skemmtilegar dagsferðir og hafa þær í mörg ár notið mikilla vinsælda. Í ár verður boðið uppá dagsferðir til Vestmannaeyja. Ferðadagar eru 25. ágúst og 1. september...

Dagbók Elku

Dagbók ElkuNý bók um Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík -á fyrri hluta 20. aldarÁ dögunum kom út bókin Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu sem sagnfræðingarnir Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi...

Laust í úthlíð 15. júní 2012

  Úthlíð, Svignaskarð o.fl. Laus hús vikuna 15. - 22. júníEnn eru nokkur hús laus næstu vikuna. Lista yfir laus hús má sjá hér.Hafið samband við skrifstofu í síma 510-7500 til að bóka.

Vorfundur trúnaðarmanna 2012

Fjölmennur fundur trúnaðarmanna Vorfundur tókst velFjölmennur vorfundur trúnaðarmanna Eflingar var haldinn í dag á Grand Hótel. Þar hittust trúnaðarmenn félagsins í morgunkaffi til að byrja með en síðan var fjallað um einelti á vinnustöðum og í framhaldi af því fór...

Fjölmenni 1. maí

Fjölmenni á 1. maí  og húsfyllir í Valsheimilinu Mikið fjölmenni tók þátt í baráttugöngunni á 1. maí og talið er að á annað þúsund manns hafi komið í Valsheimilið í kaffi til Eflingar að göngu lokinni. Það stóð maður við mann á Ingólfstorgi en gangan í Reykjavík...

1. maí 2012

 1. maíBaráttufundur á IngólfstorgiBaráttufundur verður haldinn á Ingólfstorgi þriðjudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Kynnir verður Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR og ræðumenn verða þau Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands og...

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2012Aðalfundur Eflingar stéttarfélags 2012 verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl á Grand Hóteli, Hvammi. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs 3. Önnur mál...

Tónleikar Lúðrasveit verkalýðsins

Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsinsSuðrænt og seiðandiLúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu vortónleika 31. mars n.k. í Fella- og Hólakirkju kl. 14:00. Þema tónleikanna að þessu sinni er suðrænt og seiðandi og stjórnandi er Kári Húnfjörð. Aðgangur er ókeypis og...

Nýir spennandi staðir í boði

Umsóknarfrestur til og með 19. marsNýir spennandi orlofsstaðir í boði- segir Sveinn IngvasonViðtökur við þeim nýjungum sem við höfum boðið upp á undanfarin ár hafa verið einstaklega góðar, segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofsmála hjá félaginu. Ákvörðun var tekin...

Ánægja með atvinnumessu

                                          Ánægja með...

Hugleiðingar um stöðu heyrnarlausra í dag

Hugleiðingar um stöðu heyrnarlausra í dag Allir eigi aðgang að upplýsingum- segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar Í Eflingu-stéttarfélagi erum við stolt af því að hafa stutt mannréttindabaráttu heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra á síðasta ári....

Hvert er tap launþegar vegna svartrar vinnu?

Hvert er tap launþega vegna svartrar vinnu?- eftir Jóhann G. ÁsgrímssonSkattaeftirlit ríkisskattstjóra stendur daglega frammi fyrir því að sannanir liggja fyrir um fullframin brot á skattalögum og -reglum, en virkari úrræði skortir til að stöðva eða taka á slíkum...

Launahækkanir á almenna markaðnum

                              Launahækkanir á almenna markaðnumLaunahækkanir á almenna markaðnum taka gildi frá og með...

Tilvalinn grunnur að meira námi

GrunnmenntaskólinnTilvalinn grunnur að meira námiMarkmið námskeiðsins er að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og að auka sjálfstraust til náms. Næsta námskeið hefst 6. febrúar og því lýkur 3. maí. Kennt er frá...

Nú lærum við á tryggingarnar!

Nýtt námskeið hjá EflinguNú lærum við á tryggingarnar!Námskeið sem borgar sigStutt, hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir ýmislegt sem tengist tryggingarmálum.  Námskeiðið er tvisvar sinnum tveir tímar.  Fyrra kvöldið er 31. janúar kl. 19.30-21.30 og...

Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum

Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnumSamkomulag hefur náðst á milli LÍÚ og samtaka sjómanna um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um sömu prósentuhækkun og samið var um á almenna vinnumarkaðnum. Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa...

Hvað getum við lært af Dönum? Opinn fundur ASÍ

Opinn fundur ASÍHvað getum við lært af Dönum?Þriðjudaginn 24. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um húsnæðismál.  Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Yfirskrift fundarins er: Hvað getum við lært af...

Samþykkir umboð til framlengingar samninga

Fundur  samninganefndar FlóafélagannaSamþykkir umboð til framlengingar samningaMikil óánægja með stjórnvöld á fundinumSamninganefnd Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK samþykkti í gærkvöldi 18. janúar ´12 með einróma ályktun þar sem umboð er veitt til...

Mikilvægt að greiða áfram í séreignarsparnað

Mikilvægt að greiða áfram séreignarsparnað-Frádráttarbært iðgjald launamanns lækkar úr 4% í 2%Nú um áramótin ganga í gegn breytingar á lögum er varða skattlagningu lífeyrissparnaðar. Frádráttarbært viðbótariðgjald launamanns sem ráðstafað er í séreignarsparnað lækkar...

Jólaball 2011

Jólaball Eflingar stéttarfélags verður haldið fimmtudaginn 29. desember í Valsheimilinu Hlíðarenda kl. 16:30. Húsið opnar kl.16:00. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 Upplýsingar í síma: 510-7500. Ath. að panta verður miða Miðaverð: Barn 400 krónur....

Stjórnvöldin skerða lífeyrinn

StjórnvöldinSkerða lífeyrinnVerkalýðshreyfingin mótmælir skattlagningu Nýtt frumvarp ríkisvaldsins gerir ráð fyrir nýrri skattheimtu á lífeyrissjóði sem þýðir jafnframt að skerða þarf réttindi sjóðfélaga í sjóðnum.  Fjármálaráðherra lítur svo á að ...

Vinningshafar í Gallup könnun

                            Vinningshafar í Gallup könnunAllir félagsmenn sem tóku þátt í Gallup könnun Flóafélaganna fóru í...

Mikilvægast að breyta hugarfari

Ekki átak heldur langtímaverkefniMikilvægast að breyta hugarfarisegir Jóhann G. Ásgrímsson hjá ríkisskattstjóraÞað er tvímælalaust mikill sigur út af fyrir sig að þessir aðilar, ASÍ, SA og ríkisskattstjóri hafa náð höndum saman um þetta verkefni og viti nú vel hver af...

Framtíðarverkefni

                     Framtíðarverkefni- segir Oddur FriðrikssonÞetta er mjög verðugt verkefni og ég lít svo á að þetta starf eigi að vera til frambúðar, segir Oddur...

Viðhorfskönnun Capacent Gallup

                        Viðhorfskönnun Capacent Gallup- Dregið í happdrætti í næstu vikuÞessa dagana er verið að leggja lokahönd á okkar árlegu...

Jákvæðnin smitaði út frá sér allan tímann

Í síðasta fréttablaði Eflingar birtust nokkur viðtöl varðandi námskeiðið Yrkju, blaðið má nálgast hér og eins má sjá viðtal við eina af pólsku konunum  Elizabetu Markowsku sem tók þátt í YRKJU hér fyrir neðan....

Mun fleiri fengið úrræði

Efling áfram með fólki í atvinnuleit Mun fleiri fengið úrræði-segja Fjóla Jónsdóttir og Jóna Sigríður Gestsdóttir Tilfinning okkar er sú að atvinnuleitendur séu almennt jákvæðari nú en áður og það kom okkur í raun á óvart hvað margir eru ánægðir sem við tölum við enda...

Æðislegt að sjá árangur

Azra Hadziredzepovic MahmicÆðislegt að sjá árangurÞann 24. maí sl. útskrifaðist ánægður hópur af fagnámskeiði leikskóla II í nýjum húsakynnum Mímis. Azra var ein af þeim sem útskrifaðist en hún hefur unnið á leikskólanum Jöklaborg í 5 ár við sérkennslu. Þetta er...

Leggðu þitt af mörkum átak

Leggðu þitt af mörkumASÍ, SA og ríkisskattstjóri gegn skattsvikumAlþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn skattsvikum. Átakið sem ber yfirskriftina, Leggur þú þitt af mörkum, er ætlað að hvetja...

Ungmenni mega ekki vinna við hættuleg tæki

Ungmenni undir 18 áraMega ekki vinna við hættuleg tækiFram hefur komið í tengslum við slys á ungmennum í fiskvinnslufyrirtækjum á síðustu vikum að fólk yngra en 18 ára hefur verið að störfum á hættulegum tækjum og vélum. Þetta er bannað samkvæmt reglum...

Launahækkanir hjá SSSK

Launahækkanir hjá Samtökum sjálfstæðra skólaSamtök sjálfstæðra skóla (SSSK) hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að laun félagsmanna Eflingar sem starfa á einkareknum skólum innan SSSK munu hækka til samræmis við nýgerðan kjarasamning Eflingar við...

Nýútskrifaður leikskólakennari

 Á eftir að sakna Eflingar- segir Júlíana Auðunsdóttir, nýútskrifaður leikskólakennari og fyrrum Eflingarfélagi Það var ánægjulegur dagur í lífi Júlíönu Auðunsdóttur þegar hún útskrifaðist sem leikskólakennari úr Háskóla Íslands þann 11. júní sl. Þetta var mikil...

Hálfur sigur unninn segir Sigurður Bessason

Hálfur sigur unninn- segir Sigurður BessasonÞað er hálfur sigur unninn með þessum kjarasamningum, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar í viðtali við Eflingarblaðið. Við erum ánægð yfir því að almennt eru níu af hverjum tíu félagsmönnum sammála okkur um samþykkt...

Samningur við samband sveitarfél samþykktur

Samningur við Samband sveitarfélagaSamþykktur með yfirgnæfandi meirihlutaTalningu er lokið í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar og VSFK  við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alls voru á...

Nýr kjarasamningur Eflingar og VSFK við sveitarfélögin

Nýr kjarasamingur Eflingar og VSFK við sveitarfélöginEfling og VSFK hafa undirritað nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Meginatriði hans fara hér á eftir. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst í næstu viku um leið og kjörgögn og kynningarbæklingur...

Samband íslenskra sveitarfélaga

Samningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar undirritaðurEftir 24 klst. samningalotu var loks skrifað undir kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar á tíunda tímanum í morgun. Samningurinn er sambærilegur öðrum samningum sem gerðir...

Samningur SFH á hjúkrunarheimilum í gildi

Samningur SFH á hjúkrunarheimilum í gildiSamningur SFH (Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu) og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðsfélagsins Hlífar var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.  Nokkur dráttur var á að SFH...

Kjarasamningur Eflingar og ríkis samþykktur

Kjarasamningur Eflingar og ríkis samþykkturSamningur fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félagsins. Á kjörskrá voru 1.492. Atkvæði greiddu 494 eða um 33,2%. Já sögðu 458...

Félagsfundur – sveitarfélög

Félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi hjá Kópavogi, Hveragerði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Sveitarfélaginu ÖlfusiFélagsfundurmeð félagsmönnum í Eflingu stéttarfélagi sem starfa hjá Kópavogi, Hveragerði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Sveitafélaginu Ölfusi verður...

Samningur Reykjavíkurborgar samþykktur

Samningur Reykjavíkurborgar samþykkturMeð miklum meirihlutaSamningur  Reykjavíkurborgar  var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna. Á kjörskrá voru 1.817. Atkvæði greiddu 524 eða um 28,8%. Já sögðu 460 eða 88 % þeirra sem...

Lausir bústaðir í sumar

Lausir bústaðir í sumarVert er að vekja athygli á því að enn þá eru þónokkrir bústaðir óbókaðir yfir sumartímann.  Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Eflingar í s. 510-7500. Listann yfir laus hús má sjá hér.  

Einróma samþykkt hjá Faxaflóahöfnum

Einróma samþykkt hjá Faxaflóahöfnum Eflingarfélagar hjá Faxaflóahöfnum samþykktu einróma nýjan kjarasamning.  Um er að ræða sambærilegan samning og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undaförnu.

Þeir lægst launuðu skildir eftir

Slitnað upp úr viðræðumÞeir lægst launuðu skildir eftirÞann 9. júní slitnaði upp úr viðræðum á milli Flóabandalagsins ( Eflingar, Hlífar, VSFK) og Samninganefndar Sambands Sveitarfélaga. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið unnið að gerð kjarasamnings f.h....

Kynningafundur um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg

Kynningafundur um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg EFLING–STÉTTARFÉLAG     Nýr Kjarasamningur við REYKJAVÍKURBORGKYNNINGAFUNDURum nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg verður haldinn á Grand Hóteli við Sigtún Gullteigi miðvikudaginn  8....

Nýr kjarasamningur við SFH

Nýr samningur við SFH.Föstudaginn 3. júní var skrifað undir nýjan kjarasamning Eflingar við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.   Nýr kjarasamningur inniber í flestum meginatriðum það sama og samið var um á almenna markaðnum. Kjarasamninginn má...

Nýr kjarasamningur Eflingar við Reykjavíkurborg

Nýr kjarasamningur Eflingar við ReykavíkurborgLaust upp úr miðnætti í gær, 26. maí var skrifað undir nýjan kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg.   Nýr kjarasamningur inniber í flestum meginatriðum það sama og samið var um á almenna markaðnum. Ný launatafla...

Með yfirgnæfandi meirihluta

Samningar Flóans samþykktirMeð yfirgnæfandi meirihlutaSamningur  Flóafélaganna, Eflingar-stéttarfélags,Vlf. Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu...

Talning atkvæða stendur yfir

Talning atkvæða stendur yfir Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu Flóabandalagsins vegna nýgerðra kjarasamninga liggja fyrir innan skamms.

Kynning á nýjum kjarasamningi

Hveragerði og ÞorlákshöfnKynning á nýjum kjarasamningi í kvöld Í kvöld verða nýir kjarasamningar á almennum markaði kynntir í Hveragerði og Þorlákshöfn. Fundurinn í Hveragerði verður í Austurmörk 2 kl. 18.00 og fundurinn í Þorlákshöfn kl. 20.00 á Ráðhúskaffi,...

Fjölmennur fundur Eflingar á Grand Hótel

Kynningarfundir vegna kjarasamningannaFjölmennur fundur Eflingar á Grand Hótel Fjölmennur félagsfundur var haldinn í gærkvöldi á Grand Hótel Reykjavík þar sem kjarasamningar Eflingar-stéttarfélags á almennum markaði voru kynntir. Sigurður Bessason, formaður Eflingar...

Fundir um kynningu kjarasamninga

Efling-stéttarfélagFundir um kynningu kjarasamninga á almennum markaðiEfling-stéttarfélag heldur fundi um kynningu nýrra kjarasamninga á almennum markaði  á eftirtöldum stöðum: Reykjavík    Gullteigur á Grand...

Unnið er að gerð kjarasamninga

Unnið er að gerð kjarasamninga fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Á meðan lokið var að ganga frá nýjum kjarasamningi á almenna markaðnum var nokkurt hlé á samningaviðræðum við opinbera markaðinn. Milli fimm og  sex þúsund félagsmenn Eflingar taka mið af...

Loksins skrifað undir nýja kjarasamninga

Loksins skrifað undir nýja kjarasamningaEftir eina lengstu viðræðutörn á síðari árum var í seinni tíð var loks skrifað undir nýja kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Efni nýs kjarasamnings sem felur í sér verulegar kjarabætur fyrir...

Áhersla á meiri hækkun lægri launa

Helstu atriði nýrra kjarasamningaÁhersla á meiri hækkun lægri launaStéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum launahækkanir þessa árs, en fullyrða má að þær kjaraviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt...

Samþykkti drög og sameiginlega atkvæðagreiðslu

Eindrægni í samninganefnd FlóafélagannaSamþykkti drög og sameiginlega atkvæðagreiðsluMikil eindrægni ríkti á fjölmennum fundi samninganefndar Flóafélaganna í gærkvöldi þegar farið var yfir drög að nýjum kjarasamningum sem nú liggja fyrir í stórum dráttum....

Að tapa trúverðugleika

Að tapa trúverðugleikaLjóst var allt síðasta ár að þetta yrðu erfiðustu kjarasamningar sem stéttarfélögin hefðu glímt við áratugum saman. Ríkisfjármál Íslands eru að rísa úr rúst eftir efnahagshrunið haustið 2008. Staða allra stærstu sveitarfélaganna á...

Félagsmenn fjölmenntu í 1. maí kaffið hjá Eflingu

Félagsmenn fjölmenntu í 1. maí kaffið hjá EflinguMargt var um manninn i 1. maí kaffisamsæti Eflingar stéttarfélags.  Um 1.000 félagsmenn komu, fengu sér kaffi og meðlæti og skeggræddu um landsins gagn og nauðsynjar.

Mikilvægt að eiga samhenta vinnufélaga

Mikilvægt að eiga samhenta vinnufélaga og stéttarfélagið að baki- segir baráttumaðurinn Gylfi Páll Hersir Gylfi Páll Hersir er baráttumaður fyrir kjörum og réttindum verkafólks. Hann er kominn af verkafólki en faðir hans var sjómaður á fraktskipum og móðir hans vann...

Baráttufundur á Austurvelli

1. maí í ReykjavíkBaráttufundur á AusturvelliBaráttufundur verður haldinn á Austurvelli sunnudaginn 1. maí á baráttudegi launafólks. Fundarstjóri verður Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarmaður í Eflingu og ræðumenn verða þau Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og...

Við styðjum Félag heyrnalausra

Við styðjum Félag heyrnarlausra í baráttu fyrir viðurkenningu táknmálsinsStjórn og starfsfólk Eflingar-stéttarfélags styður þá kröfu Félags heyrnarlausra sem hefur barist fyrir því í þrjá áratugi að táknmálið hljóti opinbera viðurkenningu. Þetta eru grundvallar...

Vísa kjaradeilu til sáttasemjara

Efling, Hlíf og VSFKVísa kjaradeilu til sáttasemjaraSigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna afhenti fyrir stundu ríkissáttasemjara, Magnúsi Péturssyni bréf þar sem kjaradeilu stéttarfélaganna Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og VSFK...

Akureyri laus íbúð

Akureyri um páskana - laus íbúðHafðu samband við skrifstofu Eflingar í síma 510-7500

Aðalfundur 20. apríl

Efling-stéttarfélag Aðalfundur Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn á Grand Hótel - Hvammi miðvikudaginn 20. apríl og hefst hann kl. 20:00  Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf  Önnur...

Úrslitastundin að nálgast

                          Úrslitastundin að nálgast Aðilar Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og fulltrúar ríkisstjórnarinnar ...

Afmælisráðstefna Starfsafls og Landsmenntar

Hvar vorum við? Hvert stefnum við?Afmælisráðstefna Starfsafls og LandsmenntarNú eru 10 ár síðan starfsmenntasjóðirnir Starfsafl og Landsmennt voru stofnaðir.  Af því tilefni efna sjóðirnir til afmælisráðstefnu þar sem ætlunin er að líta yfir farinn veg og ekki...

Leiðari mars 2010

Verjum kaupmáttinn - tryggjum atvinnunaNú eru liðnir þrír mánuðir frá því kjarasamningar í landinu urðu lausir. Það deilir enginn um það að viðfangsefni kjarasamninganna að þessu sinni eru líklega flóknari og erfiðari en nokkru sinni fyrr. Svo gott sem allir...

Aðstoð við gerð skattframtala

Aðstoð við gerð skattframtalaEfling - stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá og með fimmtudeginum 3. mars. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl...

Páskaúthlutun 2011

   Páskaúthlutun orlofshúsa Eflingar 2011Tekið við umsóknum til og með 7. febrúarUmsóknir og upplýsingar um húsin liggja frammi á skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Sætúni 1, 105 Reykjavík. Einnig fylgdi umsóknareyðublað með síðasta fréttablaði Eflingar og...

Starfsendurhæfingin virkar: finnum fyrir ánægju

      Starfsendurhæfingin virkarFinnum fyrir ánægju félagsmanna- segir Guðrún ÓladóttirNærfellt tvö ár eru nú liðin frá því að samkomulag náðist um starfsendurhæfingu í kjarasamningunum 2008 þegar stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs varð hluti af...

Hvaðan ertu?

Hvaðan ertu?Ættfræðigrúsk – Í fjársjóðakistu forfeðrannaNokkur sæti eru laus á þetta vinsæla námskeiðEyrún Ingadóttir kennir á þessu vinsæla  námskeiði hjá Eflingu þar sem leiðbeint er um hvar og hvernig á að finna heimildir um ævi fólks. Ættfræðiupplýsingar,...

Mikil samstaða meðal sjómanna

       Mikil samstaða meðal sjómanna- segir Þórður ÓlafssonÉg hef setið mörg sjómannasambandsþing um dagana en hef ekki séð svona algera samstöðu og eindrægni meðal sjómanna sem endurspeglaðist í öllu starfi á þinginu, segir Þórður...

Trúnaðarmenn athugið!

Trúnaðarmenn athugið!Nokkur sæti laus á Trúnaðarmannanámskeið ITrúnaðarmannanámskeið I,  1. og 2 þrep  verður haldið 31.janúar  - 4.febrúar . Á þessu námskeiði er farið í starf og hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og samningum ásamt því sem farið...

Aukinn kaupmátt og eflingu vinnulífsins

   Samninganefnd Flóans samþykkir áherslur um aukinn kaupmátt og eflingu vinnulífsins- segir formaður samninganefndar Sigurður BessasonÞað ríkti samstaða á þessum fjölmenna fundi okkar um megináherslur í komandi kjarasamningum, sagði Sigurður Bessason, en...

Ólík sýn á samningstímann

   Samninganefndir Flóa og SA koma saman Ólík sýn á samningstímann Viðsnúningurinn hlýtur að  liggja í fjölgun starfa sem gefi af sér auknar skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélög með sama hætti og það bæti lífskjör launafólks með tilsvarandi fækkun á...

Leiðari jan 2011

Hér birtist leiðarinn úr nýjasta fréttablaði EflingarVið gerð kjarasamninga 2008 og stöðugleikasáttmálans 2009 var rætt um þann aðsteðjandi vanda sem blasti við  í íslensku samfélagi. Þá eins og nú var reynt að rýna inn í framtíðina með misgóðum árangri. Margt af...

Viltu hætta að reykja?

     Viltu hætta að reykja?Reykbindindisnámskeið Krabbameinsfélags ReykjavíkurKrabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. janúar 2011....

Jólaaðstoðin 2010

  Jólaaðstoðin 2010Efling styður hjálparsamtök um 2.7 milljónir Stjórn Eflingar-stéttarfélags og sjúkrasjóður félagsins hafa ákveðið að leggja hjálparsamtökum til 2.7 milljónir króna til að styðja við það mikla starf sem samtökin leggja af mörkum til aðstoðar...

Láttu gott af þér leiða

      Samstarfsverkefni Eflingar og FjölsmiðjunnarLáttu gott af þér leiða- Rætt við Atla Lýðsson, fræðslustjóra Eflingar Efling og Fjölsmiðjan hafa ýtt á flot nýju og mjög spennandi verkefni. Markmið þess er að virkja langtímaatvinnulausa...

Tvískinnungur stjórnvalda gengur ekki

          Kjarasamningarnir framundanTvískinnungur stjórnvalda gengur ekki- segir Sigurður Bessason formaður Eflingar Þær þversagnir sem koma fram í orðum og athöfnum ráðherra ríkisstjórnarinnar eru óþolandi fyrir okkur sem...

Jólaball 2010

Jólaball Eflingar stéttarfélags verður haldið miðvikudaginn 29. desember í Valsheimilinu Hlíðarenda kl. 16:30. Húsið opnar kl.16:00. Miðasala verður á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 frá 13. des n.k. Upplýsingar í síma: 510-7500. Ath. að panta verður miða Miðaverð: Barn...

Starfsmenntaverðlaunin 2010

                                 Starfsafl fékk Starfsmenntaverðlaunin 2010. Starfsmenntaverðlaunin eru...

Um orð og athafnir

Um orð og athafnirHér birtist leiðarinn sem er í nýjasta fréttablaði Eflingar. Félagsmálaráðherra, Guðbjartur Hannesson, hefur lagt á það ríka áherslu í ræðum sínum undanfarna daga að launin í landinu séu allt of lág. Þau þurfi að hækka. Hann hefur sagt að leiðin til...

Mikilvægast að finna leiðir til sjálfshjálpar

                  Efling heldur áfram starfi með fólki í atvinnuleitMikilvægast að finna leiðir til sjálfshjálpar- segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar Efling hefur í...

Skötuselurinn ljótastur

                 -Löndunargengi í ÞorlákshöfnSkötuselurinn ljótastur- segir Jón Rúnar Gíslason Það er enginn spurning hvaða fiskur er ljótastur og mest ógnandi. Það er skötuselurinn, segir...

Uppbygging í Reykholti

                 Næsta stóra skrefið í orlofsmálumUppbygging í Reykholti- segir Sveinn Ingvason hjá EflinguÉg held að stjórn Eflingar - stéttarfélags og orlofsnefndin okkar hafi þarna...

Hvernig ganga kjarasamningar fyrir sig?

      Efling hefur haldið fjölda funda með trúnaðarmönnum sínum undanfarið til að ræða samningamálin. Hér er trúnaðarráð Eflingar á fundi nýlega... Næsta fréttablað Eflingar kemur út innan skamms og er það fullt af skemmtilegu efni. Á næstu...

Fá greitt langt undir taxta

           Laun að lækka í veitingahúsumFá greitt langt undir taxtaStarfsfólk á veitingahúsum leitar í auknum mæli til Eflingar vegna brota á kjarasamningum. Algengt er að greidd séu jafnaðarlaun sem ekki eru til í...

Lausir bústaðir í Svignaskarði

OrlofssjóðurÞað eru lausir tveir stórir bústaðir í Svignaskarði um helgina.Áhugasamir hafi samband við skifstofu í síma 510-7500. 

Mikil ánægja með þjónustuna

Félagsmenn EflingarMikil ánægja með þjónustuna!Efling-stéttarfélag fær mikið hrós í nýju Gallup könnun Flóafélaganna. Í könnuninni eru félagsmenn spurðir um hvernig þeim hafi líkað þjónustan á öllum helstu sviðum félagsins. Fræðslusvið félagsins kemur best út en þar...

Skemmtilegur fyrirlestur

   Skemmtilegur fyrirlesturUm verkalýðsstjórnmál og þjóðernisstefnuÁ fimmtudaginn í síðustu viku hélt Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði við HÍ, hinn árlega Dagsbrúnarfyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni. Fyrirlesturinn fjallaði að mestu um nýtt...

Styrkur fyrir sálina

   Fræðslufundur faghóps leikskólaliðaStyrkur fyrir sálina!Menntun og reynsla leikakólaliða verður að meta til launa Við megum ekki bregðast sjálfum okkur með því að virða ekki eigin þarfir, drauma og langanir.  Hvert og eitt okkar þurfum við að rækta...

Dagsbrúnarfyrirlesturinn

   Dagsbrúnarfyrirlesturinn: Verkalýðsstjórnmál og þjóðernisstefna Fimmtudaginn 11. nóv. nk. mun Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði við HÍ, flytja hinn árlega Dagsbrúnarfyrirlestur sem að þessu sinni ber yfirskriftina; Fullgildir borgarar? - Um...

efling fundar um undirbúning kjarasamninga

                        Efling fundar með trúnaðarmönnum umUndirbúning kjarasamninga Efling-stéttarfélag hefur á undanförnum dögum fundað með öllum...

Meirihluti sáttur við Eflingu

   Viðhorfskönnun CapacentMeirihluti sáttur við EflinguÁ undanförnum vikum hafa birst í fjölmiðlum og verið til umræðu minnkandi traust á ýmsum hópum í þjóðfélaginu. Í nýrri könnun Gallup Capacent sem unnin var fyrir Eflingu og Flóafélögin má sjá merkilegar...

lokun skrifstofu í Hveragerði

    Efling á Suðurlandi Skrifstofu lokað tímabundið vegna viðgerða Efling-stéttarfélag mun á fimmtudag nk. 21. október loka tímabundið skrifstofu félagsins á Suðurlandi. Ástæðan er sú að í síðustu jarðskjálftum varð húsið að Austurmörk 2 í Hveragerði...

happdrætti Gallup 2010

Hærra hlutfall náðist í viðhorfskönnun FlóafélagannaTakk fyrir þátttökunaVinningshafar úr öllum þremur stéttarfélögunumÞegar dregið var úr happdrættinu sem fylgdi Gallup könnun Flóafélaganna kom í ljós að vinningshafar eru úr öllum félögunum. Baldvin Gunnlaugur...

Gallup könnun 2010

   Ný Gallup könnun Eflingar og Flóafélaganna Um helmingur félagsmannahefur miklar fjárhagsáhyggjurFélagsmenn vilja áfram áherslu á hækkun lægri launa Meira en helmingur svarenda í nýrri Gallup könnun Eflingar og Flóafélaganna hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu...

Félagsfundur 13. okt 2010

Efling-stéttarfélagFélagsfundur Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn miðvikudaginn 13. október 2010.  Fundurinn verður í salnum Ými í Skógarhlíð 20. Fundurinn hefst kl. 18.00. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál. 1. Félagsmál 2. Kjara...

Loftorka fær hrósið

  Sveinbjörn Ó. Sigurðsson, Sindri Andrésson og Kristbjörn Hafliðason, starfsmenn hjá Loftorku  með vinnustaðaskírteinin sín. Allir reyndust með vinnustaðaskírteiniLoftorka fær hrósiðÞað kom eftirlitsmönnum stéttarfélaganna ekki á óvart þegar þeir voru á...

Laus íbúð í vestmannaeyjum

OrlofssjóðurLaus íbúð í Vestmannaeyjum um helginaLaus íbúð í Vestmannaeyjum núna um helgina 1.-4. október. Áhugasamir hafi samband við skifstofu í síma 510-7500. 

Mikilvægt að allir taki þátt

    Vinnustaðaskírteinin eru stórt skref Mikilvægt að allir taki þátt  - segir Tryggvi MarteinssonHér má enginn skerast úr leik, hvorki Vinnumálastofnun, innheimtuaðilar né skatturinn þegar augljós skattsvik blasa viðÉg tel mjög mikilvægt...

Við krefjumst réttlætis

   Við krefjumst réttlætis!     Nú í aðdraganda samningaviðræðna um kjarasamninga á vinnumarkaði  vaknar eðlilega spurningin um félagslegt réttlæti í landinu. Kjarasamningar eru í eðli sínu tæki til að bæta lífskjör og jafna kjör í...

Tökum vel á móti Gallup!

Tökum vel á móti Gallup!Viðhorf félagsmanna í forgrunniÁ undanförnum vikum hafa Efling, Hlíf ogVSFK undirbúið Gallup könnun félaganna sem að þessu sinni er mikilvægari en oft áður vegna  kjarasamninganna í haust. Leitað er eftir gagnlegum upplýsingum og viðhorfum...

Vestmannaeyjar í vetur

Vestmannaeyjar – íbúðTekin hefur verið ákvörðun um að halda áfram að leigja íbúðina í Vestmannaeyjum. Þeir sem voru í íbúðinni í sumar lýstu yfir mikilli ánægju með hana og svo eru samgöngur til Eyja orðnar til fyrirmyndar. Íbúðin er á annarri  hæð í fjölbýli. Í...

Vetrarleiga 2010

Vetrarleiga sumarhúsa/íbúðaMánudaginn 16. ágúst byrjum við að bóka í sumarhús og íbúðir félagsins 6 mánuði fram í tímann og vetrarleiga hefst 27. ágúst Endilega hafið samband í síma 510 7500 eða komið á skrifstofu félagsins að Sætúni 1, 105...

Skoðar þú launaseðilinn þinn?

Skoðar þú launaseðilinn þinn?Skoðar þú launaseðilinn þinn vel þegar þú tekur við honum um hver mánaðamót. Það er nú mikilvægara en oft áður að temja sér að skoða launaseðilinn vel og fara vel yfir þær upplýsingar sem þar eru til að tryggja að farið sé eftir...

Hefur RSK ekki áhuga á skattsvikum

Hefur RSK ekki áhuga á skattsvikum?Efling-stéttarfélag fær iðulega inná borð til sín upplýsingar um vinnustaði þar sem launaseðlar eru ekki afhentir við útborgun, ekki er greitt af nokkrum manni í lífeyrissjóði eða félagsgjald og starfsmenn eru kallaðir verktakar. Oft...

Borgar sig að vera í stéttarfélagi

Borgar sigAð vera í stéttarfélagiMikill réttindamunur á launamanni og verktakaNýverið var NordicaSpa ehf. úrskurðað gjaldþrota. Við þetta gjaldþrot og ýmis önnur á undanförnum misserum hefur komið í ljós hve mikilvægt það er að vera launamaður í stéttarfélagi en ekki...

Ræstingafólk flæmt frá störfum

Hversu hratt skal hlaupa?Ræstingafólk flæmt frá störfum...í lok starfsferils sínsTil skrifstofu Eflingar-stéttarfélags hefur í auknum mæli leitað fólk og starfsmenn fengið ábendingar þess efnis að verið sé að stilla fólki upp við vegg með að auka vinnuafköst sín fyrir...

Efling fær heimild til samningaviðræðna

Frekari sameining félaga á döfinni?Efling fær heimild til samningaviðræðnaAðalfundur Eflingar-stéttarfélags haldinn 29. apríl 2010 veitir stjórn félagsins heimild til að ganga til sameiningarviðræðna við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og...

Mikilvægt starf með ungu fólki

Aðalstyrkveiting Eflingar til SÁÁMikilvægt starf með ungu fólki- segir Sigurður BessasonÞeir sem eru eldri hafa aukið drykkju sína mjögFlestir þekkja starf SÁÁ í gegnum vinnufélaga, ættingja og vini sem hafa notið góðs af starfi samtakanna. Færri vita um...

Vel mætt á fundi með fólki í atvinnuleit

Vel mætt á fundi með fólki í atvinnuleitÍ febrúar hóf Efling stéttarfélag að hafa markvisst samband við félagsmenn sína sem eru í atvinnuleit  og hefur nú haft samband við yfir 400 félagsmenn og haldið allmarga fundi og kynningar. Á fundunum hefur...

Laun hækka frá 1. júní

Laun hækka frá 1. júníFrá 1. júní 2010 hækka laun á almennum vinnumarkaði um 2,5% taki laun ekki mið af kauptöxtum.  En kauptaxtar hækka þá um 6.500 kr. Hér er um að ræða síðasta áfangann í launahækkunum í núgildandi kjarasamningi SA og Eflingar sem er...

Við viljum vinnu

Við viljum vinnuVið sem búum á Íslandi gerum okkur grein fyrir því að allt er breytingum háð. Við höfum öll fylgst með þeim náttúruhamförum sem að eiga sér stað undir Eyjafjöllum. Íslendingar vita að  þetta svæði er nánast allt virkt eldfjallasvæði með...

Sigurrós Kristindóttir varaformaður Eflingar stéttarfélags

1. maí ávarp Sigurrósar Kristindóttur varaformanns Eflingar stéttarfélagsÁgætu félagarTil hamingju með daginn! Dagurinn í dag er baráttudagur.  Í dag minnumst við þess að allt sem launafólk þessa lands hefur náð fram, er fyrir vinnu, fórnir og dugnað okkar...

Hættur í forystu eftir 40 ár

Hættur í forystu eftir 40 árStoltur af verkalýðshreyfingunni-segir Guðmundur Þ JónssonÉg vil þakka ykkur langa og ánægjulega samfylgd og er stoltur af hafa fengið að vera þátttakandi í störfum verkalýðshreyfingarinnar. Ég gleðst yfir góðum sigrum hennar og hef fylgst...

1. maí í Reykjavík

1. maí í Reykjavík Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar er annar aðalræðumaður dagsins Það verða konur sem bera hitann og þungann af baráttudeginum 1. maí að þessu sinni. Aðalræðumenn verða Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar og Elín Björg...

Fyrstur kemur fyristur fær

OrlofshúsFyrstur kemur fyrstur fær 30. aprílUpplýsingar um laus orlofshús á fyrstur kemur fyrstur fær 30. apríl 2010 má nú finna á síðu orlofssjóðs.

Aðalfundur 2010

Aðalfundur Eflingar-stéttarfélagsAðalfundur Eflingar –stéttarfélags 2010 verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6. Fundurinn hefst kl. 20.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breyting á reglugerð Sjúkrasjóðs...

Úthlutun orlofshúsa sumarið 2010

Úthlutun orlofshúsa sumarið 2010Nú er lokið fyrstu úthlutun orlofshúsa og íbúða fyrir sumarið og eru umsækjendur að fá svarbréfin send heim þessa dagana. Viljum við minna þá sem fengu úthlutað á að greiðslufrestur er til 9. apríl  og mun önnur úthlutun fara fram...

Starfsmenn Loftorku nýta tímann til heilsueflingar

Starfsmenn Loftorku nýta tímann til heilsueflingarUpp úr áramótum varð ljóst að verkefnaskortur yrði hjá Loftorku í Reykjavík eftir áramót. Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu í samráði við starfsmenn að nýta sér vinnumarkaðsúrræði og minnka starfshlutfall í 50% frekar...

Fjármálanámskeið

Fjármálanámskeið í samstarfi við ráðgjafarstofu heimilanna 15. apríl kl. 20-22 hjá Eflingu Sætúni 1 Nýtt námskeið er í boði hjá Eflingu-stéttarfélagi í aprílmánuði. Námkeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í að ná betri tökum á fjármálum einstaklinga og/eða fjölskyldna...

Sjálfkjörið í stjórn Eflingar

Sjálfkjörið í stjórn Eflingar Sjálfkjörið var í stjórn Eflingar fyrir kjörtímabil næstu tveggja ára í félaginu. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs til stjórnar félagsins lá frammi í síðustu viku en ekkert framboð barst þannig að formaður, Sigurður Bessason,...

kaffiboð á broadway

 Gleðin ríkti á BroadwayGleðin ríkti á Broadway sunnudaginn 7. mars s.l. þegar rúmlega 900 eldri Eflingarfélagar og gestir þeirra mættu í hið árlega kaffisamsæti. Eins og jafnan áður voru fagnaðarfundir með gömlum vinnufélögum, frændfólki og vinum. Þetta var í...

Framtalsaðstoð 2010

  Aðstoð við gerð skattframtalaEfling - stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500 frá fimmtudeginum 4. mars nk. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari...

Atvinnurekendur svara ekki umsóknum

Atvinnurekendur svara ekki umsóknumMikið virðingarleysi-segir Elín Kjartansdóttir Það hefur nokkuð borið á því í samtölum við fólk í atvinnuleit að allt of oft er atvinnuumsóknum ekki svarað. Umsækjendum um atvinnu er sýnt mikið virðingarleysi, með þannig framkomu...

Ályktun um stöðu heimilanna

Ályktun um stöðu heimilannaÚrræðin duga ekki Eflings-stéttarfélag hvetur stjórnvöld til að taka nú þegar lánamál heimilanna til endurskoðunar. Ljóst er að þau úrræði sem stjórnvöld, bankar og fjármálastofnanir hafa boðið almenningi upp á duga alltof skammt  í...

Efling brýnir stjórnvöld

Efling brýnir stjórnvöldRjúfið vítahringinn Fjölmennur fundur Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi krafðist þess af stjórnvöldum að rjúfa nú þegar þann vítahring sem kominn er upp í atvinnumálum í landinu og sameinast um að snúa vörn í sókn og hverfa frá stöðnun til...

Virk sannar sig

VIRK sannar sigÞað er að koma í ljós þessar vikurnar hversu mikið gæfuspor menn stigu þegar ákveðið var við gerð síðustu kjarasamninga að stofna Endurhæfingarsjóðinn VIRK. Árum saman hefur stöðug umræða átt sér stað í samfélaginu um hvernig skuli bregðast við stöðugri...

Skattalögin árið 2010

Skattalögin árið 2010Hefur þú kynnt þér breytingarnar? Alþingi samþykkti í lok árs 2009 ýmsar breytingar á skattalögum sem lið í því að afla ríkinu frekari tekna. Megin breytingin lýtur að því að tekin hefur verið upp þrepaskipt skattlagning á launatekjur einstaklinga...

Ræstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórar

Ný rannsókn sýnir aðRæstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórarNý rannsókn New Econmics Foundation sýnir að ræstingarfólk á sjúkrahúsum skapar meiri verðmæti en bankastjórar. Samkvæmt nýrri aðferðafræði  sem NEF hefur þróað til að meta...

Mikill hiti í sjómönnum

 Sigla sjómenn í land vegna afnáms sjómannaafsláttar?Mikill hiti í sjómönnum - segir Þórður ÓlafssonÞað er alveg ljóst að sjómennirnir okkar eru langt frá því að vera sáttir við þau áform stjórnvalda að afnema sjómannaafsláttinn. Þetta er hluti af...

Sumarhús óskast

Við erum að undirbúa SUMARIÐ 2010Ert þú með góða hugmynd um afþreyingu í sumarorlofi?Viltu leigja orlofsíbúð eða orlofshús á spennandi stað?Efling stéttarfélag leitar að skemmtilegum hugmyndum eða tillögum um nýmæli í orlofs- og afþreyingu tengda orlofsmálum. Félagið...

Vatnsveitan 100 ára

Vatnsveitan 100 áraÞann 2. október 1909 var vatni hleypt á fullfrágengna vatnsveitu frá Gvendarbrunnum.  Stærsta verklega framkvæmd á Íslandi á þeim tíma.  Við svo erfiðar aðstæður að við getum tæpast ímyndað okkur hvernig þetta var hægt á svo ótrúlega...

Ný Gallup könnun sýnir skýra samstöðu

Ný Gallup könnun sýnir skýraSamstöðu um áherslu á hækkun lægri launaEf það er eitthvað eitt sem stendur upp úr nýrri Gallup könnun um hagi félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK þá er það órofa samstaða þeirra um að leggja áherslu á hækkun lægri launa í næstu...

Það kostar ekkert að ræða við ráðgjafann

Það kostar ekkertAð ræða við ráðgjafann     Félagsmönnum Eflingar býðst nú að ræða við ráðgjafa hjá félaginu um starfsendurhæfingu sér að kostnaðarlausu. Endurhæfingarráðgjöf er ekki einungis fyrir þá sem glímt hafa við langvarandi veikindi....

Gallup könnunin

Capacent Gallup könnuninNiðurstöður komnar í húsNú eru niðurstöður komnar úr hinni árlegu launakönnun Flóabandalagsins. Endilega skoðið þær hér.

Félagsfundur faghóps leikskólaliða

Faghópur leikskólaliðaFélagsfundurFaghópur leikskólaliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með félagsfund þriðjudaginn, 17. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Dagskrá fundarins 1. Sigurrós...

Laust í Svignaskarði

Lítið hús í Svignaskarði laust um jólin - Hafið samband í síma 510 7500

Gallup könnunin Gyða fékk vinninginn

Gallup kjarakönnuninGyða Brynjólfsdóttir fékk vinninginnGyða Brynjólfsdóttir, félagi í Eflingu, fékk aðalvinning að upphæð 100 þúsund krónur  þegar hún var dregin úr hópi þátttakenda í nýrri Gallupkönnun á vegum Flóafélaganna sem birt verður á næstu dögum. Gyða...

Fræðslufundur faghóps félagsliða

Faghópur félagsliðaFræðslufundurFaghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með fræðslufund miðvikudaginn, 11. nóvember 2009. Fundurinn verður haldinn í sal Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6 og hefst kl. 20 Dagskrá fundarins: • Jórunn Frímannsdóttir, formaður...

mikið spurt um framlengingu kjarasamninga

Mikið spurt umFramlenginguna á almennum markaðiÞann 25. júní 2009 náðist samkomulag um eftirfarandi breytingar á kjarasamning SA og Eflingar sem gerður var 17. febrúar 2008: Launataxtar hækkuðu um 6.750.- krónur þann 1. júlí 2009 og aftur þann 1. nóvember um sömu...

Krakkarnir í Réttó áhugasamir

Krakkarnir í Réttó áhugasamir- segir Atli Lýðsson fræðslustjóri EflingarAtli ræddi við nemendur í 10. bekk Réttarholtsskóla um hvernig vinnumarkaðurinn á Íslandi er uppbyggður og þær leikreglur sem þar gilda.  Við hjá Eflingu gerum mikið af því að fara í...

Flest lán í fullum skilum

Skrifstofustjóri Gildis Flest lán í fullum skilum -segir Örn Arnþórsson Það kom fram í máli Arnar Arnþórssonar, skrifstofustjóra Gildis - lífeyrissjóðs með stjórn Eflingar í vikunni að langstærstur hluti af lánasafni sjóðfélaga hjá Gildi - lífeyrissjóði eru í fullum...

Trúnaðarráðsfundur 6. okt 09

Efling-stéttarfélagNýtum öll tækifæri til atvinnuuppbyggingarFjölmennur fundur trúnaðarráðs Eflingar-stéttarfélags hvatti í gærkvöldi stjórnmálamenn til að sameinast um atvinnuuppbyggingu svo komast megi hjá frekara tjóni á atvinnulífi landsmanna en orðið er....

Leikskólaliðar í heimsókn

 Varaformaður EflingarÓtrúlega fjölbreytt fræðslustarf Það er mjög skemmtilegt að heimsækja námshópa sem nú eru í gangi á vegum Eflingar og samstarfsaðila okkar, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Það sem alltaf hrífur mann er sú fjölbreytni...

Samkomulag við hjúkrunarheimilin

Samkomulagið við hjúkrunarheimilinYfirgnæfandi stuðningurÍ dag var talið í atvkæðagreiðslu  um samkomulagið um breytingar á kjarasamningi Eflingar-stéttarfélags og Vlf. Hlífar í Hafnarfirði við SFH – Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Yfirgnæfandi...

Steinlagnatækni

Nýtt nám!SteinlagnatækniÞessa dagana standa yfir skráningar í nýtt starfsmenntanám, steinlagnatækni, fyrir haustönn 2009. Námið er hugsað fyrir starfsmenn sem vinna við ýmsan yfirborðsfrágang m.a. hellu- og steinlagnir.  Kennslan hefst mánudaginn 26. október...

Sátt náðist ivð SFH

Sátt náðist loks við SFHSkrifað undir kjarasamningÞað tókst að endingu að ganga frá sams konar samkomulagi við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu – SFH og samið hefur við aðra sambærilega hópa fyrr á árinu.  Undir SFH falla meðal annars fjölmennir hópar...

Matvælanám

Nýtt nám fyrir starfsfólk í matvælavinnslu!Tilraunakennsla á næsta leytiSíðustu mánuði hefur Starfsafl leitt vinnu við undirbúning að nýju námi í matvælavinnslu í samstarfi við Rannsóknaþjónustuna Sýni ehf og  Eflingu stéttarfélag.  Myndaður hefur verið...

Viðræður við hjúkrunarheimili vísað til ríkissáttasemjara

Viðræður við hjúkrunarheimiliVísað til ríkissáttasemjaraÞað var þungt hljóðið í trúnaðarmönnum Eflingar og Hlífar sem sitja í samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) en eins og fram hefur komið á heimasíðunni þá hefur SFH enn ekki samþykkt að...

Viðræður við hjúkrunarheimili enn í hnút

Viðræður við hjúkrunarheimiliEnn í hnútÞví miður hefur lítið gerst í viðræðum SFH  þ.e. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við heilbrigðisráðuneytið en eins og m.a. hefur komið fram hér á heimasíðunni hafa SFH enn ekki samþykkt að ganga frá launahækkunum á...

Félagsmönnum fækkar lítið

Félagsmönnum Eflingar Fækkar lítið í kreppunniKörlum fækkar á atvinnuleysisskrá en konum fjölgar lítillegaÞegar við skoðum heildarfjölda félagsmanna Eflingar um þessar mundir þá kemur á óvart að þeim hefur fram að þessu fækkað minna en gert hafði verið ráð fyrir eftir...

Breytingar á kjarasamningi samþykktar

Þaulvanir talningamenn Eflingar fara yfir kjörgögn og telja atkvæðin í gær. Guðmundur Þ Jónsson, Þórir Guðjónsson, Sigurrós Kristinsdóttir og Elín Baldursdóttir að...

Skrifað undir kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga

Skrifað undir kjarasamning við Launanefnd sveitarfélagaRétt í þessu var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Eflingar stéttarfélags.  Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær,...

Breytingar og framlenging á kjarasamningi við Reykjavíkurborg

Breytingar og framlenging á kjarasamningi við ReykjavíkurborgÍ gær 6. júlí var gengið frá svipuðu samkomulagi við Reykjavíkurborg eins og gert var við ríkið síðastliðinn föstudag.  Megináherslan var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú...

Uppsagnir á Landspítalanum

Uppsagnir á LandspítalanumEnn vegið að þeim lægstlaunuðuNú í annað sinn á skömmum tíma er Landspítali Háskólasjúkrahús að bjóða út rekstrareiningu sem kemur nær einvörðungu niður á þeim starfsmönnum sem eru á lægstu laununum.  Í þetta sinn er verið að bjóða út...

Skrifað undir kjarasamning

Skrifað undir kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðsEftir löng og ströng fundarhöld hjá Ríkissáttasemjara var skrifað undir kjarasamning aðila föstudaginn 3. júlí síðastliðinn.  Samningurinn ber þess óneitanlega merki að vera gerður á mjög erfiðum...

Dagsferð í Þjórsárdal

Spennandi dagsferð í ÞjórsárdalSkráning hefst  1. júlíDagsferðir Eflingar eru vinsælar en þær eru jafnan á dagskrá félagsins þegar sumri hallar. Boðið hefur verið upp á tvo laugardaga síðustu ár þar sem mikil aðsókn hefur verið í ferðirnar. Farið verður...

Varnarsigur fyrir velferð

    Sátt sem stefnir að stöðugleikaVarnarsigur fyrir velferð- Ný sókn í atvinnumálumStöðugleikasáttmáli um endurreisn íslensks efnahagslífs var í dag undirritaður milli ríkistjórnarinnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Samhliða gerð...

Samningur framlengist til nóvember 2010

    Samninganefndir ASÍ og SASamningur framlengist til nóvember 2010Samninganefnd Flóabandalagsins þ.e. Efling-stéttarfélag, Hlíf og VSFK í Keflavík hafa samþykkt fyrir sitt leyti niðurstöðu samninganefnda ASÍ og SA sem verið hafa til umræðu á síðustu...

Ertu með ráðningarsamning?

Ertu með ráðningarsamning? Ertu með ráðningarsamning? Ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir að allir starfsmenn fái kjör sín staðfest skriflega. Þar þarf að koma fram ráðningartími, daglegur vinnutími og eftir hvaða kjarasamningi kaup og kjör eigi að fara. Mikið öryggi...

Ræstingin í skoðun

Starfsmenn á vegum Eflingar eru nú þessa dagana að sækja vinnustaði heim og fara yfir málin með starfsmönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja KjaramálRæstingin í skoðunUndanfarna mánuði hefur framkvæmd tímamældrar ákvæðisvinnu í ræstingu verið í skoðun á kjaramálasviði...

vinnustaðaeftirlit- á flótta

     VinnustaðaeftirlitStarfsmenn lögðu á flóttaÍ eftirlitsferð stéttarfélaganna og Vinnumálastofnunar í  gær 4. júní var komið við í húsi sem verið er að breyta við Hverfisgötu. Þegar vinnueftirlitsmenn komu á staðinn brá  svo við að...

Samstaða í samninganefnd Flóans í gær

Samstaða í samninganefnd Flóans í gærSamþykkt að halda áfram viðræðum Samninganefnd Flóafélaganna var boðuð á fund í gær með skömmum fyrirvara þar sem farið var yfir tilboð SA um launabreytingar. Þungt var í fundarmönnum vegna þeirra tillögu SA um að tvískipta...

Flóasamningur

     Samninganefnd Flóans um stöðu kjarasamningaStöndum vörð um samninginn„Við getum ekki verið samningslaus” sagði einn félagsmanna á fundi samninganefndar  Flóafélaganna í gærkvöldi. Þetta var tónninn á fundinum meðal fundarmanna að...

Fyrstur kemur fyrstur fær

     Árrisulir félagsmenn mættu eldsnemma í  fyrstur kemur fyrstur færÖrtröð hjá EflinguÞað var ys og þys á skrifstofu Eflingar á föstudaginn var þegar opnað var fyrir umsóknir að nýju eftir fyrstu úthlutanir í orlofshúsakerfinu. Þar gilti...

góð stemning á baráttudeginum

    1.maí á AusturvelliGóð stemning á baráttudeginumGóð stemning var á baráttufundinum 1. maí í Reykjavík sem haldinn var á Austurvelli að þessu sinni. Gengið var frá Hlemmi við undirleik lúðraveita og síðan hófust barátturæður  dagsins með...

Dagsferð – Þjórsardal

Dagsferðir Eflingar 15. ágúst og 22. ágúst 2009ÞjórsárdalurDagsferðir Eflingar – stéttarfélags verða tvær eins og áður hefur verið. Ferðirnar verða dagana 15. ágúst og 22. ágúst. Að þessu sinni verður farið  um Þjórsárdal. Margt er að skoða í þjórsárdal má þar...

1. maí 2009

1. maí ávarp 2009 Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík BSRB Bandalags háskólamanna Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra framhaldsskólanema Byggjum réttlátt þjóðfélag Hrun fjármálafyrirtækja og hömlur á gjaldeyrisviðskipti hafa valdið miklum...

Fyrsta gullmerkið til Halldórs Björnssonar

    Aðalfundur Eflingar.Fyrsta gullmerkið til Halldórs BjörnssonarHalldór Björnsson, fyrsti formaður Eflingar-stéttarfélags var á fjölmennum aðalfundi félagsins í vikunni heiðraður með fyrsta gullmerki félagsins. Fundarmenn risu úr sætum og hylltu...

frekari sameining við Flóann

     Aðalfundur Eflingar opnar á frekari sameiningarKönnunarviðræður um frekari sameiningu við FlóannFjölmennur aðalfundur Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi opnaði á frekari sameiningar  stéttarfélaga á svæði Flóafélaganna og Reykjanesi....

2000 félagar Eflingar á atvinnuleysisskrá

    Miklar sviptingar á vinnumarkaðiUm 2000 félagar í Eflingu á atvinnuleysisskráFjöldi félagsmanna Eflingar sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun eru um tvö þúsund manns.  Þar af störfuðu um 450 manns við störf sem tengjast bygginga- og...

Ræstingafólki tryggð störf

    Fundað um störfin með heilbrigðisráðherraRæstingafólki í Fossvogi tryggð störf- segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherraÖgmundur Jónasson sagði á fundi sem hann boðaði til 6. apríl um heilbrigðisþjónustu á tímamótum að LSH og hann væru...

Ársfundur faghóps félagsliða

   Ída Atladóttir, forstöðumaður Roðasala kynnir starfsemi Roðasala Ársfundur félagsliðaÁhugaverð þjónusta við heilabilaðaÁhugavert var á ársfundi Faghóps félagsliða í gærkvöldi að hlusta á metnaðarfulla starfsemi Roðasala en Ída Atladóttir,...

Yfirlýsing frá Granda hf

    Yfirlýsing frá Granda hfStarfsfólk HB Granda fær áður umsamdar launahækkanirHB Grandi hefur ákveðið að greiða starfsfólki fyrirtækisins þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman...

ásakanir á Eflingu út í hött

Borgin víkur starfsmanni á leikskóla úr starfiÁsakanir á Eflingu út í höttReykjavíkurborg ákvað í gær að víkja starfsmanni leikskóla úr starfi sem brotið hafði  af sér í starfi gagnvart barni á leikskólanum.  Í fjölmiðlum í dag og í gær kemur fram að...

Ályktun Eflingar-stéttarfélags um arðgreiðslur Granda hf

     Ályktun Eflingar-stéttarfélags um arðgreiðslur Granda hfLaunahækkun komi þegar í stað til framkvæmdaStjórn HB Granda hefur ákveðið að leggja til við aðalfund félagsins að greiddur verði  8% arður til hluthafa vegna ársins 2008....

Námstilboð fyrir fólk í atvinnuleit

Námstilboð fyrir fólk í atvinnuleitNú um stundir eru því miður sífellt fleiri Eflingarfélagar að bætast í hóp þeirra sem eru búnir að missa atvinnu sína og sjá því fram á breytta og oft erfiða tíma framundan.  Námskeið og fræðsla getur leikið stórt hlutverk í að...

aðstoð við gerð skattframtala 2009

   Aðstoð við gerð skattframtalaEfling - stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta pantað tíma í síma 510 7500. Skráning hefst þriðjudaginn 3. mars n.k. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef...

félags og trúnaðarráðsfundur

     Fjölmennur félags- og trúnaðaráðsfundur EflingarIðnaðarráðherra fjallaði um framkvæmdir á árinuIðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, fjallaði á fjölmennum félagsfundi Eflingar-stéttarfélags á þriðjudagskvöldið um þær framkvæmdir sem...

áskorun til heilbrigðisráðherra

    Harpa Ólafsdóttir hagfræðingur Eflingar, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, Marilin Biye Obiang og Kristín Jóhannesdóttir starfsmenn Landspítalans í Fossvogi Uppsögnum í Fossvogi mótmæltJákvæðar undirtektir...

Fresta opnunarákvæðum kjarasamninga

     Einróma samþykkt FlóafélagannaFresta opnunarákvæðum kjarasamningaÞað liggur fyrir að Samtök atvinnulífsins segi upp kjarasamningnum og ríkisstjórnin hefur ekkert framtíðarumboð til að skapa samningsgrundvöll við ríkið. Í ljósi gríðarlegs...

Páskar 2009

Páskar 2009Minnum á að skilafrestur umsókna fyrir páska 2009 rennur út á föstudaginn 13. febrúar

Fundað með starfsfólki á LSH

     Fundað með starfsfólki á LSHLeitum til heilbrigðisráðherra- segir formaður EflingarStarfsfólki í ræstingu á LSH í Fossvogi hefur fundað um uppsagnarmál sín á undanförnum dögum og í vikunni var rætt um viðbrögð við ósveigjanlegum...

einkareknir skólar-einhugur um samning

     Einkareknir skólarEinhugur um kjarasamningÞað var alger einhugur meðal starfsmanna á einkareknum skólum sem hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning á undanförnum dögum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru birt í gær eftir talningu og voru...

LSH heldur fast við uppsagnir í ræstingu

LSH heldur fast við uppsagnir í ræstinguÓskiljanleg harka-segir Sigurður Bessason, formaður EflingarEfling-stéttarfélag hefur mótmælt harðlega þeirri ákvörðun Landspítalans í byrjun mánaðarins að segja upp öllum 30 starfsmönnum í ræstingu á Borgarspítalanum í...

Fáðu fræðslustyrkinn strax!

Fáðu fræðslustyrkinn strax!Nú um árámótin voru samþykkt rýmri skilyrði vegna greiðslu einstaklingsstyrkja sem komu til framkvæmda frá og með 1. janúar síðastliðinn.  Helsta breytingin er að hægt er að sækja um styrk um leið og skóla- og námskeiðsgjöld hafa verið...

einkareknir leikskólar, kynningarfundur

      Einkareknir leikskólarKynningarfundur um samninganaNú standa yfir kynningarfundir um kjarasamning Samtaka sjálfstæðra skóla og hér má sjá Hörpu Ólafsdóttur, hagfræðing Eflingar spjalla við áhugasama félagsmenn á leikskólum...

fyrstu 100 dagarnir frá hruninu

Fyrstu 100 dagarnir frá hruninu Engin heildstæð áætlun til -segir Sigurður Bessason, formaður EflingarFjölmiðlar eru nú að taka saman ýmiss konar efni um reynsluna af fyrstu 100 dögum eftir bankahrunið. Formaður Eflingar  segir að það sé stóralvarlegt mál að...

Landspítalinn grípur til uppsagna

     Landspítalinn grípur til uppsagnaVekur ugg meðal starfsmanna- segir formaður Eflingar Þessi ákvörðun Landspítalans vekur fyrst og fremst ugg meðal starfsmanna sjúkrahússins í ræstingu, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar um þá...

þjóð gegn þunglyndi

     Efling styrkir Þjóð gegn þunglyndi Við vitum að þessu fé er vel varið til verkefnisins „þjóðar gegn þunglyndi“  sagði Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar þegar hún afhenti Matthíasi Halldórssyni, landlækni einnar milljón króna...

Efling styður Samhjálp

     Efling styður Samhjálp Efling-stéttarfélag styður nokkur hjálparsamtök um þessi jól eins og félagið hefur gert á undanförnum árum. Samhjálp býður skjólstæðingum sínum í mat á aðfangadagskvöld og stundar margvíslegt annað mannúðar- og...

samningur við Sorpu

     Forsvarsmenn Eflingar og Hlífar innsigla samkomulagið við Sorpu. Sigurður Bessason og Björn H. Halldórsson handsala samningnum. Sorpa semur við Eflingu og HlífGengið hefur verið frá nýjum samningi við Sorpu um launakjör félagsmanna í Eflingu...

Jólaball í Mörkinni

     Jólaball Eflingar-stéttarfélagsVið viljum minna á jólaball Eflingar stéttarfélags. Það verður haldið þriðjudaginn 30. desember í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 kl. 16:30. Húsið opnar kl. 16:00. Það verður að panta miða fyrirfram á...

úrslit kosninga

Starfsmenn borgarinnar Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti samninginnStarfsmenn Reykjavíkurborgar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar sem eru félagsmenn í Eflingu hafa undanfarna daga greitt atkvæði um kjarasamninginn sem undirritaður var milli...

stjórnvöld tímasetji framkvæmdir

     Boðinn og Efling Stjórnvöld tímasetji framkvæmdir Á fjölmennum fundi trúnaðarráða Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans og Eflingar-stéttarfélags í gærkvöldi var samþykkt að skora á ríkisstjórnina tímasetja nú þegar þær mannaflsfreku...

atkvæðagreiðslan á fullu

      Reykjavíkurborg og sveitarfélöginAtkvæðagreiðslan á fulluKynningarfundir og atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin í nágrenni borgarinnar.  Félagsmenn hafa getað greitt atkvæði...

Kynningarfundir vegna samninganna!

Kynningarfundir vegna samninganna!Eflingarfélagar hjá ReykjavíkurborgMiðvikudaginn 3. des. kl. 14.30 og kl. 17.30 og mánudaginn 8. des. kl. 17.30 verða haldnir kynningarfundir á Grand Hótel  við Sigtún. Eflingarfélagar hjá KópavogsbæFimmtudaginn 4....

Samningur framlengdur 2

Sigurður Bessason og Hallur Páll Jónsson skrifa undir nýjan kjarasamning borgarinnar og Eflingar með nýjum ríkissáttasemjara Magnúsi Péturssyni ReykjavíkurborgSamningur framlengdurGengið var frá samkomulagi við Reykjavíkurborg um framlengingu á kjarasamningi aðila í...

Launanefnd sveitarfélaga

Launanefnd sveitarfélaga Sama niðurstaða og hjá borginni Kjarasamningur Eflingar við Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ rann út 30. nóvember sl. eða mánuði seinna en hjá Reykjavíkurborg. Gengið var frá samskonar samkomulagi 1. desember við Launanefnd sveitarfélaga...

Samningar við borgina og sveitarfélögin

     Samningsaðilar hittust hjá ríkissáttasemjara í morgun og var létt yfir fulltrúum Eflingar sem taka þátt í samningaviðræðunum.     Samningar við borgina og sveitarfélögin Gangur í viðræðumKjarasamningar við Reykjavíkurborg...

útifundur á Ingólfstorgi

Þolinmæðin er á þrotum- við þurfum lausnir NÚNAASÍ hafnar pólitískum kattarþvotti. Við krefjumst alvöru uppstokkunar í banka- og embættismannakerfinu. Við viljum nýtt fólk, nýtt upphaf, nýtt Ísland.Fundur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu kl.17:00. Ræðumenn: Gylfi...

samkomulag

       Borgarsamningar til sáttasemjara Miðast hægt í samkomulagsátt Samningum milli Eflingar-stéttarfélags og borgarinnar hefur nú verið vísað til sáttasemjara þar sem lítið hefur þokast í samkomulagssátt á síðustu dögum. Unnið er...

einstaklingsmiðuð þjónusta, segir Lára

Fræðslufundur hjá faghópi félagsliða Einstaklingsmiðaða þjónustu heim til aldraðra - segir Lára BjörnsdóttirÞað var fjölmennur og áhugasamur hópur sem mætti á fræðslufund faghóps félagsliða sem haldinn var þriðjudaginn 11. nóvember síðastliðinn.  Lára...

má segja mér upp munnlega???

Má segja mér upp munnlega??? Fjölmargar fyrirspurnir berast skrifstofu Eflingar á degi hverjum um uppsagnir launafólks. Oft er  spurt um hvort segja megi fólki upp munnlega. Svarið er nei. Það er óheimilt samkvæmt kjarasamningum því allar uppsagnir skulu vera...

Félagsliði hvað er það?

       Jenný Jensdóttir, Lilja Eiríksdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Fanney Friðriksdóttir og Inga K Gunnarsdóttir eru í nýrri stjórn Faghóps félagsliða innan Eflingar. Félagsliði – hvað er það ? Starf okkar í heimaþjónustunni er...

Könnun Capacent Gallup

Könnun Capacent GallupLægstu launin hjá sveitarfélögunumÍ nýrri könnun sem að Capacent Gallup vann í september og október kemur fram að meðaldagvinnulaun hjá félagsmönnum Eflingar hafa hækkað úr 201 þúsund krónum í 228 þúsund krónur.  Eftir starfssviði eru...

1. vinningur Gallup

Anna Lydía Guðmundsdóttir fékk afhent viðurkenningarskjal og ávísun fyrir vinningsupphæðinni. Kjarakönnun GallupFékk 100. þúsund krónur í vinningFélagsmenn sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup á vegum Eflingar í september síðastliðinn fóru í happdrættispott og voru...

Til hamingju Gylfi!

Til hamingju Gylfi!Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ til næstu tveggja ára.  Nýr forseti Alþýðusambands Íslands var hylltur af ársfundarfulltrúum þegar niðurstaðan lá fyrir.  Gylfi tekur við forsetaembættinu af Grétari Þorsteinssyni sem lætur nú af því...

Störf fyrir íslensk fyrirtæki innanlands

Efling vill mannaflsfrek verk á heimamarkaðStörf fyrir íslensk fyrirtæki innanlandsÁ fjölmennum félagsfundi Eflingar um helgina beindi félagið þeim tilmælum til opinberra aðila að haga útboðum þannig að þau skapi störf fyrir íslensk fyrirtæki og starfsmenn þeirra hér...

Félagsfundur Eflingar

Félagsfundur EflingarÓháðir aðilar rannsaki bankakreppunaÞað er ófrávíkjanleg krafa almennings að rannsókn fari fram á atburðaráðs bankakreppunar.  Efling-stéttarfélag telur mjög mikilvægt að óháðir aðilar sem ekki tengjast stjórnvöldum eða núverandi...

Landnemaskóli Mímis fer aftur af stað 3. nóvember

Landnemaskóli Mímis- námskeið byrjar 3. nóvemberLandnemaskóli Mímis fer aftur af stað þann 3. nóvember. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði, tölvunotkun og sjálfstyrkingu. Það er hugsað fyrir útlendinga sem hafa hug á því að setjast hér að og hafa...

Þú tryggir ekki eftir á – Ertu að tapa réttindum

Þú tryggir ekki eftir áErtu að tapa réttindum?Allar líkur eru á því að margt launafólk geti staðið frammi fyrir uppsögnum á næstu vikum og mánuðum.  Mikilvægt er að minna á að þegar sótt er um atvinnuleysisbætur, þá er launamanni það í sjálfsvald sett hvort hann...

Faghópur leikskólaliða – Fjölmenning út frá barninu sjálfu

Faghópur leikskólaliða Fjölmenning út frá barninu sjálfu - segir Fríða Bjarney Jónsdóttir Á fundi sem Faghópur leikskólaliða hélt í vikunni kom fram hjá Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, að mikilvægt væri að sjá fjölmenningu í verki...

Aðgerðarstjórn ASÍ

Aðgerðarstjórn ASÍ vegna efnahagsástandsinsAlþýðusamband Íslands hefur komið á fót sérstakri aðgerðarstjórn með þátttöku landssambanda og stærstu félaga innan hreyfingarinnar. Tilgangurinn er að upplýsa og aðstoða aðildarsamtök ASÍ, trúnaðarmenn og samstarfsaðila á...

Mikill áhugi og aðsókn í Grunnmenntaskólann

Mikill áhugi og aðsókn í GrunnmenntaskólannMikil aðsókn og áhugi er í Grunnmenntaskólann og munum við hjá Mími því bjóða upp á annan hóp í Grunnmenntaskólanum sem mun byrja þriðjudaginn 28. október næstkomandi. Kennsla mun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum...

Efling styður Krabbameinsfélagið

Efling styður KrabbameinsfélagiðEfling-stéttarfélag  og Starfsafl sýndu hug sinn í verki í vikunni þegar Krabbameinsfélagið hóf  baráttu fyrir kaupum á nýjum tæknibúnaði fyrir félagið með sölu bleiku slaufunnar. Starfsmenn settu upp bleiku slaufuna á...

Samningaviðræður hefjast við borgina

Samningaviðræður hefjast við borginaSérstök hækkun lægstu launaViðræðunefnd Eflingar-stéttarfélags hitti samninganefnd borgarinnar á fyrsta fundi í gær um endurnýjun kjarasamninga við borgina. Efling lagði þar fram megináherslur félagsins vegna borgarstarfsmanna. Þær...

Engin þjóðarsátt í gangi

Formaður Eflingar segir alla umræðu um þjóðarsáttarsamninga út í hött. Vinna við kjarasamninga sé hins vegar í gangi Engin þjóðarsátt í gangi– segir formaður EflingarÞað er mikill misskilningur að hér sé einhver umræða í gangi um þjóðarsátt eins og við heyrum í...

Samningar með borginni undirbúnir

Trúnaðarmenn EflingarSamningar með borginni undirbúnirTrúnaðarmenn Eflingar-stéttarfélags hjá Reykjavíkurborg hittust á þremur fundum á föstud sl. þar sem farið var yfir helstu atriði er tengjast kjarasamningum félagsins við Reykjavíkurborg. Það voru starfsmenn...

Starfsmenn í mötuneytum og eldhúsum

Starfsmenn í mötuneytum og eldhúsumTækifæri til að byggja upp menntun-segir Margrét Sigbjörnsdóttir verkefnastjóriSamtals hafa um hundrað þátttakendur komið á Fagnáskeiðin hjá Sæmundi Fróða  frá því kennsla hófst vorið 2005. Námið hefur einnig verið hvating til...

Vantar pólitíska forystu

Ástandið í kjara- og efnahagsmálum framundanVantar pólitíska forystu- segir Sigurður BessasonÉg held að það sé öllum ljóst að staða til að framlengja kjarasamningana eftir áramótin í óbreyttri mynd er einfaldlega ekki fyrir hendi, segir Sigurður Bessason, formaður...

Verðkannanir ASÍ?

Er eitthvað athugavert viðVerðkannanir ASÍ?spyr Þráinn HallgrímssonSíðustu vikur hefur framkvæmdastjóri Haga farið mikinn gegn verðkönnunum ASÍ og fundið þeim allt til foráttu. Niðurstöður ASÍ sýndu á sínum tíma að virðisaukaskattslækkunin skilaði sér ekki í vöruverði...

Sorphirðan til einkaaðila

Sorphirðan til einkaaðila? Óvönduð vinnubrögð vekja ugg -eftir Sigurð Bessason, formann EflingarÞau vinnubrögð sem opinberast í málflutningi Jórunnar Frímannsdóttur um sorphirðuna í borginni vekja ugg. Þvert á það sem hún heldur fram í pistli í 24 Stundum  er...

Bókanir í sumarhúsin í vetur

11. ágúst – ekki gleyma þér!Byrjum að bóka orlofshúsin í vetur og íbúðirnar í Kaupmannahöfn eftir áramótin.

Laus sæti í dagsferðir

Enn eru laus sæti í dagsferðirnar í haust! Farið verður dagana 30. ágúst og 6. september og er förinni heitið að Hítarvatni og Skógarströnd – endilega hafið samband við skrifstofu Eflingar og skráið ykkur.

Hítarvatn og Skógarströnd

Spennandi dagsferðir Eflingar 30. ágúst og 6. september Hítarvatn og SkógarströndDagsferðir Eflingar – stéttarfélags hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið boðið upp á tvær dagsetningar og er svo einnig í ár. Ferðirnar í haust...

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihlutaÍ dag voru talin atkvæði í atkvæðagreiðslu Eflingar-stéttarfélags um nýjan kjarasamning við Orkuveituna. Alls voru 100 á kjörskrá og féllu atkvæði þannig að 46 eða 88% samþykkti samninginn. 12% félagsmanna eða 6manns greiddu...

Hjúkrunarheimili SFH

Hjúkrunarheimili SFHMikið fylgi við samkomulagiðTalið var í dag í atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Eflingar, Hlífar í Hafnarfirði og Boðans við SFH þ.e. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.  Mikið fylgi var við...

Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu

Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustuSamningur undirritaður á mánudagMikillar óþreyju hefur gætt á hjúkrunarheimilunum sem starfa á kjarasamningum sem gerðir eru við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Beðið hefur verið samþykktar fjármálaráðuneytisins til að...

Samningar við Eir skjól, skálatún og Reykjalund

Eir og Skjól, Skálatún og ReykjalundurMikill meirihluti fylgjandiSamkomulagið um breytingar og framlengingu á kjarasamningum við Hjúkrunarheimilin Eir og Skjól, Endurhæfingarmiðstöð SÍBS og Skálatúnsheimilið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þessum þremur...

Kjarasamningur vid rikid samthykktur

Kjarasamningur við ríkiðSamþykktur með yfirgnæfandi meirihlutaÍ dag voru talin atkvæði í póstatkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsfélaganna þar á meðal Eflingar-stéttarfélags um nýjan kjarasamning við ríkið. Alls voru 2.139 á kjörskrá og féllu atkvæði þannig að 616 eða...

Hjúkrunarheimilin undir SFH

Hjúkrunarheimilin undir SFHMikil og vaxandi óánægja-segir Rannveig Gunnlaugsdóttir á HrafnistuMikillar óánægju er farið að gæta með stöðuna í samningamálum á hjúkrunarheimilunum, segir Rannveig Gunnlaugsdóttir sem starfar við umönnun á Hrafnistu. Það er nú liðið vel á...

Mikil stífni í samningum við Orkuveituna

Mikil stífni í samningum við OrkuveitunaViðræðum frestaðEftir þrotlausar setur í húsakynnum ríkissáttasemjara var viðræðum samninganefndar Eflingar við Orkuveituna frestað í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.  Það hefur reynt talsvert á þolrif samninganefndarinnar að...

SFH bíður fjárheimilda

SFH bíður fjárheimildaHjúkrunarheimilin á biðSú staða er komin upp í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu - SFH - að ekki er unnt að undirrita kjarasamninga við hjúkrunarheimilin þar til tryggt hefur verið að sambærilegt fé berist til...

Samningar við hjúkrunarheimilin

Samningar við hjúkrunarheimilinÍ undirbúningi Nú þegar samningar við ríkið hafa verið undirritaðir hefur strax verið hafist handa við að ganga frá samningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum en bein tenging er milli þessara samningssviða. Gert er ráð fyrir því að...

veruleg hækkun grunnlauna

Nýr kjarasamningur við ríki til marsloka á næsta áriVeruleg hækkun grunnlaunaAð loknum stífum fundahöldum í húsakynnum ríkissáttasemjara var gengið frá nýjum kjarasamningi við ríkið upp úr miðnætti í gær.  Samningstíminn er til ellefu mánaða eða frá 1. maí 2008...

Ríki og hjúkrunarheimili – viðræður þokast áfram

Samningar við ríki og hjúkrunarheimiliViðræður þokast áframFundað var með forsvarsmönnum stærstu hjúkrunarheimilanna fyrir helgi og samninganefnd ríkisins um helgina.  Segja má að viðræður séu komnar á visst skrið og standa enn vonir til þess að hægt sé að ljúka...

Samningar við ríki og hjúkrunarheimili

Samningar við ríki og hjúkrunarheimiliFundað með ríkisstjórninniAð loknum fundi í morgun með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þ.e. forsætis-, utanríkis-, félagsmála- og fjármálaráðherra, ásamt formanni samninganefndar ríkisins eru bundnar ákveðnar vonir um að...

Fyrstur kemur, fyrstur fær

Fyrstur kemur, fyrstur fær í orlofshúsi!Ekki gleyma þér á mánudaginn 5. maí. Opnum kl. 8.15 og þá getur þú valið um orlofshús eða íbúðir. 

1. maí 08

Baráttudagurinn 1. maíKröfuganga dagsins fer frá HlemmiAllir í kaffi í Kiwanishúsinu Baráttudagurinn 1.maí lofar góðu með sólríku veðri hér í Reykjavík.  Safnast verður  saman  framan við Hlemm um kl. 13.00 og gangan leggur af stað kl. ...

Fyrsti aðalfundur faghóps leikskólaliða

Fyrsti aðalfundur Faghóps leikskólaliðaGóður andi og mikil samheldni- segir Sigurrós KristinsdóttirBerglind Agnarsdóttir flytur erindi á fundinum Það var góð tilfinning að finna þann góða anda og miklu samheldni sem einkenndi fundinn, sagði Sigurrós...

Aðalfundur08

Söguleg ákvörðunEfling sameinast BoðanumMikil eindrægni ríkti á fundinumAðalfundur Eflingar 23. apríl sl. samþykkti einróma að sameinast Verkalýðs- og sjómannafélaginu Boðanum. Þetta er mjög söguleg ákvörðun, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Okkur þykir...

Tjaldvagnar

TjaldvagnarAthugið breytt símanúmerLeigðir frá: fimmtudegi - miðvikudags. Afhending: kl. 13.00 til 20.00 á fimmtudegi og skilað á miðvikudegi milli kl. 10.00 og 16.00 Staðsetning: Háholt 23, Mosfellsbæ pöntunarsími: 856 4848. Nánari upplýsingar á...

Aðalfundur 2008

AðalfundurMiðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 20.00Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig 11 miðvikudaginn 23. apríl og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. a) Lagabreytingar      b)...

Fyrirmyndar fyrirtæki!

Fyrirmyndar fyrirtæki!Efling styður Fjölsmiðjuna á AkureyriEfling stéttarfélag hefur um nokkurt skeið styrkt starf Fjölsmiðjunnar í Kópavogi með ýmsum hætti. Síðastliðið vor var stofnuð Fjölsmiðja á Akureyri. Efling á og rekur sex orlofsíbúðir þar sem notið hafa...

Faghópur félagsliða

Faghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi heldur sinn þriðja ársfund þriðjudaginn 22. apríl 2008.  Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, 2. hæð og hefst kl. 20:00 Dagskrá fundarins: 1.  Venjuleg...

Boðinn samþykkir sameiningu

Boðinn samþykkti sameiningu með yfirgnæfandi meirihluta  Framar okkar björtustu vonum- segir Þórður Ólafsson, formaður BoðansÞessi niðurstaða er framar okkar björtustu vonum, segir Þórður Ólafsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans en...

Til hamingju – boðinn

Til hamingju-segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Heitum því að vinna eins vel fyrir félagsmenn og kostur erÞetta er stórmerkileg niðurstaða, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar þegar honum bárust fréttir af úrslitum atkvæðagreiðslu Boðans. Það hefur...

Aðalúthlutun sumarhúsa lokið!

Aðalúthlutun sumarhúsa lokið!Aðalúthlutun fyrir sumarið 2008 er nú lokið og gekk vel. Síðasti greiðsludagur úthlutunar er 14. apríl nk og endurúthlutun 18. apríl fyrir þá sem ekki voru með í fyrstu úthlutun. Fyrstur kemur fyrstur fær er síðan 5. maí og auglýsum við...

Efling ályktar um þróun verðlags- og efnahagsmála

Efling ályktar um þróun verðlags- og efnahagsmálaLýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninniEfling-stéttarfélag lýsir mikilli óánægju með þróun efnahags- og verðlagsmála frá því kjarasamningar voru undirritaðir 17. febrúar sl. Eitt meginmarkmið samninganna var að...

Samningurinn við ríkið útrunninn

Í gær rann út kjarasamningur Starfsgreinasambandsins við  ríkið sem undirritaður var í apríl 2004. Innan Eflingar eru milli 2- 3000 starfsmenn á þessum kjarasamningi sem nær til   starfsfólks á sjúkrastofnunum, hjúkrunarheimilum, ýmsum ríkisstofnunum og...

Laus sæti í Kanadaferðina

Laus sæti í Kanadaferðina Enn eru nokkur sæti laus í ferðina til Kanada.  Þetta er tvær átta daga ferðir og er fyrri brottfarardagurinn 5. júní en sá seinni 12. júní. Verðið er kr. 85.000.00 fyrir félagsmann en 95.000.00. fyrir maka eða ferðafélaga ef hann...

Efling og Boðinn ræða sameiningu

Það fór vel á með fólki frá Eflingu og Boðanum á þriðjudag 11. mars þegar forsvarsmenn félaganna komu saman í Hveragerði til að ræða sameiningarmál. Efling og Boðinn ræða sameiningu   Forsvarsmenn Eflingar-stéttarfélags og Verkalýðs- og...

Fyrsti fundur með samninganefnd ríkisins

Fyrsti fundur með samninganefnd ríkisinsÁhersla launafólks á hækkun lægstu launaKjarasamningur Eflingar við ríkið er laus 31. mars næstkomandi.  Starfsgreinasambandið sem fer með samningsumboð Eflingar við ríkið og samninganefnd ríkisins komu saman á fyrsta fundi...

Flóafélögin samþykktu samninginn

Flóafélögin samþykktu samninginnYfirgnæfandi meirihluti Talning fór fram í dag í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélagsins...

Mikilvægt að greiða atkvæði

Mikilvægt að greiða atkvæði- segir Sigurður Bessason, formaður EflingarAtkvæðagreiðslunni sem nú stendur  um nýgerða kjarasamninga lýkur um hádegi á mánudag 10. mars. Því miður er það reynsla okkar á undangengnum árum að allt of stór hópur nýtir ekki...

Faghópur leikskólaliða stofnaður í gærkvöldi

Faghópur leikskólaliða stofnaður í gærkvöldiÞað mun heyrast vel frá þessum hópi– segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaðurÞetta var ótrúlega skemmtilegur fundur í gær þegar við stofnuðum faghóp leikskólaliða, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Það...

Samningur kynntur í HB Granda

Samningur kynntur í HB Granda 28. febrúar 2008Efling býður kynningu á kjarasamningnumFulltrúar Eflingar kynntu í gær kjarasamninginn í HB Granda ásamt trúnaðarmanni á vinnustað  og fóru yfir helstu breytingar sem nýr kjarasamningur hefur í för með sér og þá...

Samningur kynntur

Samningur kynntur á fjölmennum félagsfundi í Eflingu 27. febrúar 2008Nýr kjarasamningur Eflingar og Flóabandalagsins var kynntur á félagsfundi í Kiwanishúsinu í gærkvöldi. Fjöldi félagsmanna kom á fundinn eins og þessi mynd sýnir og var mikið spurt um ýmis atriði...

Nýir kjarasamningar til þriggja ára

Nýir kjarasamningar til þriggja áraVeruleg hækkun lægri launa Kjarasamningar á PDF formatiNew Collective Bargaining Agreement for Three YearsA Considerable Pay Raise for Lower Wages Bargaining Agreement in PDF formatNowe umowy zbiorowe do trzech latZnaczne...

Meginlinur kjarasamninga liggja fyrir

Viðræðunefnd Flóans á fundi í vikunni...... SamningamálinMeginlínur kjarasamninga liggja fyrirViðræðunefnd Flóabandalagsins hittist í morgun og fór yfir meginlínur  sem samþykktar voru sem grunnur kjarasamninganna milli ASÍ og SA í gærkvöldi. Viðræðunefndin...

Áfram unnið á grundvelli tilboðs SA

 Fjölmenn samninganefnd Flóans kom saman í gærkvöldi og ræddi stöðu samninganna Samninganefnd Flóa     Áfram unnið á grundvelli tilboðs SAÍ gærkvöldi kom stóra samninganefnd Flóabandalagsins saman til fundar þar sem farið var yfir tilboð...

Áherslur í samningi við ríkið og stofnanir

Áherslur í samningi við ríkið og stofnanirLaunahækkun og aukin virðing fyrir störfunum-segir Sigurrós Kristinsdóttir, 1. varaformaður EflingarÁ fundi sem haldinn var með með trúnaðarmönnum er starfa hjá ríki og hjúkrunarheimilum þann 25. janúar kom fram að mikill...

Baráttukonur í Karphúsinu

Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, Signý Jóhannsdóttir Stéttarfélag Vesturlands, Linda Baldursdóttir Hlíf stéttarfélag, Sigurrós Kristinsdóttir Eflingu, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir AFL starfsgreinafélag Austurlands, Ragna Larsen Báran stéttarfélag, Matthildur...

Viðræður við SA

Viðræður við SATekist á um meginforsendur Það er ennþá verið að ræða meginforsendur samninganna við Samtök atvinnulífsins, segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna. Það er ekki ekki komin niðurstaða varðandi samningstíma en við höfum verið að...

Samningar við ríkið í undirbúningi

Samningar við ríkið í undirbúningiKjarasamningar við fjármálaráðherra og tengdar ríkisstofnanir þar á meðal hjúkrunarheimili, Landsspítalann og fleiri heilbrigðisstofnanir rennur út í lok mars á þessu ári.  Kjarasamningurinn sem gildir fyrir félagsfólk Eflingar á...

SGS og Flóinn

SGS og FlóinnFjögurra ára samningur ekki fýsilegur Á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær komu fram mjög mismunandi sjónarmið samningsaðilanna á lausnum í þeim kjarasamningsviðræðum sem nú standa milli Flóafélaganna/ SGS og Samtaka atvinnulífsins. Vegna þeirra miklu...

Samninganefnd flóa

Samninganefnd FlóafélagannaKjaradeilu vísað til sáttasemjaraAfstaða  SA til skattatillagna veldur miklum vonbrigðum - segir Sigurður BessasonÁ fjölmennum fundi samninganefndar Flóafélaganna í kvöld  var samþykkt einróma að vísa yfirstandandi kjaradeilu...

Efling, vel að verki staðið!

 Efling, vel að verki staðið! Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Eflingu-stéttarfélagi, Luca Lúkasi Kostić, Hjálmari Sveinssyni og Ævari Kjartanssyni viðurkenningu Alþjóðahúss ,,Vel að verki staðið” fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum...

Launahækkanir 1. janúar 2008

Launahækkanir 1. janúar 2008Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir nú um áramótin.  Þar sem samningar hafa ekki enn tekist, liggur ekki ljóst fyrir hverjar launabreytingar verða á almennum markaði eða hjá þeim sem að taka mið af samningi við Samtök...

Gleðileg Jól!

Gleðileg Jól!Efling styður SamhjálpÁkveðið var að í stað þess að senda út jólakveðjur til samstarfsaðila Eflingar yrði andvirði jólakveðjanna notað til að bjóða nýja nágranna velkomna.  Samhjálp opnaði í desember nýja kaffistofu í Borgartúni 1.  Af því...

Málin verða að skýrast um áramót

Vonbrigði að ekki tókst að ljúka samningum fyrir áramótMálin verða að skýrast um áramót-segir Sigurður Bessason, formaður EflingarSamningaviðræður hafa gengið hægar en við hefðum viljað, segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóabandalagsins....

Íslenskunám á LHS

Íslenskunám á LHSNemendur ánægðir með námsárangurinnErlendir starfsmenn sem vinna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hafa sýnt íslenskunámi sem þeim er boðið að sækja í vinnutíma mikinn áhuga og hafa nokkrir hópar útskrifast að undanförnu. Þessi hópur útskrifaðist af...

Vinna stöðvuð hjá Jarðvélum

Vinna stöðvuð hjá Jarðvélum vegna vangreiddra launaEfling aðstoðar starfsmenn Starfsmenn Jarðvéla sem vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar hafa að undanförnu  leitað liðsinnis Eflingar-stéttarfélags vegna þess að fyrirtækið hefur ekki staðið við launagreiðslur...

Flóabandalagið kynnti SA í dag kröfugerð

Flóabandalagið  kynnti  SA í dag kröfugerðVeruleg hækkun lágmarkstekna og öll taxtalaun hækki í krónutölu Aðgerðir stjórnvalda í skattamálum forsendu samninga-segir formaður samninganefndar, Sigurður BessasonMegináhersla Flóafélaganna er lögð á hækkun lægstu...

Til hamingju Þórunn!

Forseti Íslands afhenti Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur starfsmenntaverðlaunin Starfsmenntaverðlaunin 2007Til hamingju Þórunn!Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur var á föstudaginn 23. nóvember sl. veitt starfsmenntaverðlaunin  2007 vegna starfa sinna að starfs-, sí-...

Desemberuppbót 2007

KjaramálDesemberuppbót á árinu 2007Upphæð desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum: Desemberuppbót hjá almenna markaðnum (SA) er 41.800 kr. Desemberuppbót hjá Ríki, hjúkrunarheimilum og sjálfseignarstofnunum er 41.800 kr. Desemberuppbót hjá...

umsóknafrestur í desember

Frá sjúkrasjóði og fræðslusjóðum EflingarÚtborgun fyrir jólinÚtborgun styrkja og dagpeninga í desember 2007 verður föstudaginn 21. desember. Skila verður umsóknum og gögnum til sjúkrasjóðs og fræðslusjóða í síðasta lagi föstudaginn 14. desember til að ná útborguninni...

Fræðslufundur félagsliða nóv07

Fræðslufundur félagsliða Fullt út úr dyrumFullt var út úr dyrum á fræðslufundi félagsliða sem haldinn var á mánudagskvöldið 12. nóvember síðast liðinn.  Á fundinn kom Björk Vilhelmsdóttir, nýr formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.  Þá  flutti...

Fræðslufundur

Faghópur félagsliðaFræðslufundurFaghópur félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi verður með fræðslufund mánudaginn, 12. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Nordica Hóteli, Sal I, Suðurlandsbraut 2 og hefst kl. 20 Dagskrá fundarins:Björk Vilhelmsdóttir, nýr...

Áherslan á kaupmátt og hækkun lægstu launa

Flóinn og Boðinn vilja samning til tveggja áraÁherslan á kaupmátt og hækkun lægstu launaMegináherslan verður á hækkun lægstu launa og kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum, segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna og Boðans eftir fund með...

Reykjavíkurborg hækkar launaviðmiðanir

Viðkomandi samningsákvæði lítur þannig út eftir breytingar:Launaflokkar vegna starfsþróunar samkvæmt símenntunaráætlun stofnunar. Gert er ráð fyrir að hver stofnun/fyrirtæki setji fram símenntunaráætlun fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til...

Flóinn og Boðinn undirrita viðræðuáætlun

Viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga aðila sem verða lausir 1. 1. 2008.1.  Upphaf samningaviðræðna Í október 2007 komi aðilar saman til fundar til undirbúnings viðræðna um nýja kjarasamninga þar sem rætt verði um reynslu af gildandi samningum, framgang...

Starfsmannasamtalið, sjálfsstyrking og samskipti

Starfsmannasamtalið, sjálfsstyrking og  samskiptinámskeið fyrir EflingarfélagaUndirbúningur og framkoma í starfsmannaviðtölum hafa áhrif á niðurstöður starfsmannaviðtalsins, starfsframa og líðan í starfi.   Fjallað er um mikilvægi þess að markmið með...

Sögðu upp á Foldaborg vegna launanna

Aðalheiður Berndsen, Hrefna Karlsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir Sárt að slíta sig frá börnunumSögðu upp á Foldaborg vegna launannaÞrír leiðbeinendur á leikskólanum Foldaborg sögðu upp störfum í sl. mánuði eftir margra ára störf á leikskólum. Hrefna Karlsdóttir...

Fundur samninganefndar Flóa og Boðans

Fundur samninganefndar Flóa og BoðansVinnum á grundvelli kaupmáttarÍ gærkvöldi kom samninganefnd Flóabandalagsins og Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans saman á sínum fyrsta fundi. Nefndin kaus Sigurð Bessason, formann Eflingar einróma sem formann...

Dregið í happdrætti Gallupkönnunar

Guðmundur Þ Jónsson 2. varaformaður Eflingar afhendir Bryndísi Höllu Guðmundsdóttur vinninginn. Með þeim á myndinni eru  Halldóra  Bjarnadóttir og Selma Antonsdóttir.  Dregið í happdrætti Gallupkönnunar Allir félagsmenn sem tóku þátt í  Gallup...

Ný Gallup könnun á vegum Flóans

Ný Gallup könnun á vegum FlóansLaun kvenna hækka minna en karlaMikil samstaða kemur fram um hækkun lægstu launa í viðhorfskönnun Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK í Keflavík. Einnig kemur fram að mikill meirihluti félagsmanna leggur áherslu á kaupmátt launa í...

40 ár á leikskóla

Þóra María Stefánsdóttir með afmælisgjafir sem Helga Alexandersdóttir, leikskólastjóri t.v. afhenti henni á útisvæði leikskólans. 40 ár á leikskóla og aldrei langað að skipta um starf.Mikil gleði ríkti í leikskólanum Laugaborg þegar Þóra María Stefánsdóttir fagnaði 40...

Samninganefnd kosin í næstu viku

Kjarasamningar lausir um áramót á almennum markaðiSamninganefnd kosin í næstu vikuKjarasamningar á almennum markaði eru lausir um áramót og er vinna þegar hafin hjá Eflingu-stéttarfélagi að undirbúningi samninganna. Félög Flóabandalagsins, Vlf. Hlíf í Hafnarfirði og...

Efling með stéttlausum á Indlandi

Thomas er einn af leiðbeinendum SAM á Indlandi Efling með stéttlausum á Indlandi Hefur gerbreytt lífi fjölda fólks- segir Jónas Þórir ÞórissonÞað er mikil ánægja með þetta verkefni af hálfu Hjálparstarfs kirkjunnar og hjá Social Action Movement á Indlandi, sagði Jónas...

Framtíð í nýju landi

Anh-Dao Tran verkefnastjóri og Fjóla Jónsdóttir hjá EflinguFramtíð í nýju landiFleiri ástæður en íslenska sem skapa erfiðleika - segir Anh-Dao Tran Þann 1. desember nk. lýkur verkefninu Framtíð í nýju landi. Verkefnið hefur það að markmiði að efla ungmenni af erlendum...

Laust í köben 28. sept.

 "LAUST Í KAUPMANNAHÖFN"laus íbúð í Kaupmannahöfn 14.-19. okt. endilega hafið samband við skrifstofu í síma 510 7500

Efling skorar á stjórn Granda

Efling skorar á stjórn GrandaÁfram landvinnslu í ReykjavíkÁ stjórnarfundi Eflingar-stéttarfélags í gær samþykkti stjórnin samhljóða ályktun um að skora á HB Granda að endurskoða ákvörðun fyrirtækisins um að hætta allri landvinnslu í Reykjavík. Rök HB Granda fyrir...

Manneklan á leikskólum Reykjavíkur

Manneklan á leikskólum ReykjavíkurÁlagsgreiðslur gangi til allra starfsmannaÁ fundi sem haldinn var með formönnum Eflingar, Sigurði Bessasyni og Sigurrós Kristinsdóttur með forsvarsmönnum Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar í gær var rætt um manneklu og mikið vinnuálag...

Tökum vel á móti Gallup

Veglegir vinningar í boðiTökum vel á móti GallupÞessa dagana er Capacent Gallup að gera viðhorfskönnun meðal félagsmanna Eflingar. Þetta er símakönnun, en einnig mun félagsmönnum gefast kostur á að svara á netinu. Sérstök áhersla verður lögð á að kanna viðhorf...

Efling krefst jafnræðis

Samþykkt Leikskólaráðs Reykjavíkur veldur ólguEfling krefst jafnræðis- segir Sigurrós Kristinsdóttir,  varaformaður EflingarFréttir af áformuðum launagreiðslum til leikskólakennara vegna aukins álags á leikskólunum vegna manneklu hefur valdið ólgu meðal...

Bókanir fyrir haust 2007

Bókanir fyrir haust 2007Mánudaginn 13. ágúst byrjum við að bóka í orlofshúsin/íbúðirnar innanlands fyrir haustið 2007 og íbúðirnar í Kaupmannahöfn frá áramótum fram á vor. Endilega hafið samband í síma 510 7500 eða komið á skrifstofuna - FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR...

Hundrað milljónir til íslenskukennslu

Hundrað milljónir til íslenskukennslu í haustSamkvæmt frétt á vef menntamálaráðuneytisins hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja 100 milljónum til viðbótar til íslenskukennslu á þessu ári.  Áður var búið að úthluta 90 milljónum og áttu þeir fjármunir að duga fyrir...

Ferð Eflingar til Berlínar

Ferð Eflingar til Berlínar28. september til 2. október 2007Stéttarfélagið Efling og Express Ferðir hafa gert með sér samning, sem m.a. felur í sér að bjóða félagsmönnum upp á helgarferð til Berlínar á hagstæðum kjörum. Berlín er orðin ein vinsælasta borg Evrópu með...

Áfram mikil þörf

Mikil fjölgun nemenda í íslenskunámiÁfram mikil þörf Í vetur hefur aðsókn að íslenskukennslu stóraukist og aðsóknin slær öll met. Þegar menntamálaráðuneytið kynnti tillögur sínar um að leggja náminu lið með auknu fjármagni ákvað Mímir - símenntun að lækka verð á hvert...

Áhrif reykingabanns á starfsfólkið

Áhrif reykingabanns á starfsfólkiðAllt annað líf- segir Kristín Björg Bjarnadóttir á HorninuReykingabann á veitinga-og skemmtistöðum sem tók gildi 1. júní hefur ekki haft teljandi áhrif á aðsóknina á skemmtistaði í Reykjavík. Ef marka má fréttir í fjölmiðlum...

Efling stendur með stéttlausum á Indlandi

Jónas Þórisson, framkvæmdarstjóri Hjálparstofnunar Kirkjunar, Guðmundur Þ Jónsson, 2. varaformaður Eflingar og Sigurrós Kristinsdóttir, 1. varaformaður undirrituðu samninginn. Efling stendur með stéttlausum á Indlandi Hefur gerbreytt lífi fjölda fólks- segir...

Strandirnar

OrlofsferðirStrandirnar 12.-15. júlíStrandir 12.-15. júlí laus sæti - hafið samband við skrifstofu í síma 510 7500.

Skattkortin flutt á Skagaströnd

Atvinnulausir eru forviða!!!!!!!!Skattkortin flutt á SkagaströndNú þegar úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta hefur verið tekin af stéttarfélögunum í Reykjavík, Eflingu og VR, kemur það fyrir að atvinnulaust fólk eða vandamenn þeirra hringja eða koma til Eflingar til að...

Íslenskunámskeið á LHS

 Íslenskunámskeið á LHSUm fimm hundruð starfsmenn hafa útskrifastTveir hópar erlendra starfsmanna sem vinna á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi voru útskrifaðir af íslenskunámskeiðum í maí. Flestir eru félagar í Eflingu og bætast í hóp um fimmhundruð starfsmanna sem...

Fyrsta útskrift Leikskólaliða!

Fyrsta útskrift Leikskólaliða! Fyrsti hópur Leikskólaliða útskrifaðist 16. maí í Höfða við hátíðlega athöfn sem þar fór fram. Nemendahópurinn hefur nú lokið tveggja ára námi á Leikskólabraut. Brautin er skipulögð sem nám með vinnu og er námið svo kölluð brú sem er...

Lesblindunámskeið breyta lífinu!

Það var létt yfir útskriftarhópnum í vorblíðunni Lesblindunámskeið breyta lífinu!Þann 8. maí sl. voru sextán nemendur útskrifaðir af lesblindunámskeiði hjá Mími- Símenntun. Námskeiðið bar yfirskriftina ,,Aftur í nám” og er byggt á svokallaðri Ron Davids aðferð. Þetta...

Starfsfólk Eflingar í vistverndarátaki!

UmhverfiseflingStarfsfólk Eflingar í vistverndarátaki! Nú í vetur hefur hópur starfsfólks hjá Eflingu myndað visthóp sem fengið hefur nafnið Umhverfisefling.  Hópurinn hittist reglulega og fer yfir ýmis mál sem tengjast umhverfismálum.  Það sem fjallað hefur...

Verðum að slá á þensluna

Verðum að slá á þensluna- segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Á 1. maí er gott að staldra við og horfa fram á við en einnig til baka. Þegar litið er til baka frá upphafi Kárahnjúkavirkjunar og öll þau varnaðarorð sem þá voru látin falla eru skoðuð, kemur í ljós...

Fjölgun í félaginu

Fjölgun í félaginu- karlar sækja á......Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum misserum og einnig eru talsverðar breytingar á samsetningu hópsins.  Mesta fjölgunin hefur átt sér stað í hótel- og veitingageira og eins hefur störfum í...

Ferðaþjónustunám útskrift!

Ferðaþjónustunám útskrift!Nú fyrir stuttu luku þrettán nemendur fyrsta áfanga í nýju námi fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. Nemendurnir starfa á hótelum, veitingahúsum, við akstur ferðamannahópa og á ferðaskrifstofum.  Þessi útskrift er stór áfangi á þeirri leið...

Treystum velferðina

Treystum velferðina 1. maí var haldinn með svipuðu sniði og undanfarin ár undir kjörorðinu  ,,Velferð fyrir alla’’. Safnast var saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn á Ingólfstorg undir forystu Lúðrasveitar Verkalýðsins. Grétar M. Þorsteinsson forseti ASÍ...

Aðalfundur Eflingar

Aðalfundur EflingarNýr varaformaður · Lækkun félagsgjalda · Aukinn réttur í sjúkrasjóðiNýr varaformaður Eflingar-stéttarfélags tók við á aðalfundi félagsins þegar Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir lét af störfum en við tók Sigurrós Kristinsdóttir. Félagsgjöld...

Atvinnuleysisdeild Eflingar lokar

Frá og með 2. apríl síðastliðinn er allri afgreiðslu atvinnuleysisbóta hjá Eflingu-stéttarfélagi lokið. Umsýsla atvinnuleysistrygginga færist alfarið yfir til Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd   og verða afgreiðslur bóta...

Ársfundur hjá faghópi félagsliða

Fanney Friðriksdóttir félagsliði og nýr aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg fer yfir ársskýrslu stýrihóps hjá fagfélagi félagsliðaFélagsliðar í stöðugri sóknÁrsfundur hjá faghópi félagsliðaÁrsfundur var haldinn hjá faghópi félagsliða í Kiwanishúsinu,...

Nýr samningur kynntur hjá vinnustöðunum Ási og Bjarkarási

Nýr samningur kynntur hjá vinnustöðunum Ási og BjarkarásiFundurinn var haldinn á Grand Hótel og mættu um 70 manns.  Þetta var fyrsti vinnustaðafundurinn vegna nýgerðra samninga  um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.  Góður...

Uppselt í flestar ferðir

Eftirsótt að ferðast með EflinguUppselt í flestar ferðir Ferðir Eflingar til Helsinki, St. Petursborgar og Tallinn seldust upp á rúmlega tveimur tímum á fyrsta degi þegar opnað var fyrir bókanir í ferðirnar hjá Eflingu. Það komust mun færri með en vildu.  Sæti...

Ferðaþjónustan

FerðaþjónustanNýtt og spennandi nám í boðiNýju námi í ferðaþjónustunni hefur verið hleypt af stokkunum. Námið er kærkomið tækifæri fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu til að bæta stöðu sína og auka gildi sitt og verðmæti í starfi.  Margar áhugaverðar námsgreinar eru...

Erlendir starfsmenn hjá LHS á íslenskunámskeiði

Gríðarlegur áhugi á menntunAðsókn að námi aldrei verið meiriÍ byrjun janúar var tekið á móti umsóknum í fjölda námskeiða á vegum Eflingar-stéttarfélags. Mörg námskeiðanna fylltust hratt og var t.d. fullt á jarðlagnatæknanámskeiðið í byrjun janúar. Námskeiðið er...

Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálpHafa bjargað mannslífum- segir Sigurður Pétur JónssonSecuritas hélt námskeið í skyndihjálp fyrir öryggisverði sem starfa hjá fyrirtækinu og var námskeiðið haldið í húsakynnum Eflingar í Sætúni 1. Sigurður Pétur Jónsson var í hópi þátttakenda....

Vefnám fyrir trúnaðarmenn

Nýjung frá Félagsmálaskóla alþýðuVefnám fyrir trúnaðarmennFélagsmálaskóli alþýðu hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að byggja upp þekkingu og þróa aðferðir til að hvetja trúnaðarmenn að bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Fyrir nokkrum misserum var ráðist í framkvæmd á...

Skemmtilegt og gefandi starf

Skemmtilegt og gefandi starfHittumst fyrst á kaffihúsi-segir Ragnheiður Kolsoe Framtíð í nýju landi er tilraunaverkefni sem hefur staðið yfir í tvö ár og styður við ungt fólk af erlendum uppruna til að ná markmiðum sínum í námi og störfum. Í upphafi var...

Fylgjumst með verðinu!

Fylgjumst með verðinu!Verðlagseftirlit ASÍ hefur sett á vefinn nýja reiknivél þar sem hægt er á einfaldan hátt að reikna út hvernig verð matvara á að breytast þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækkuðu þann 1. mars. Það þarf einungis að slá inn verð vörunnar í...

Framtalsaðstoð fyrir félagsmenn

Vinnureglur vegna skattframtala:Skattaaðstoðin miðast að sjálfsögðu við þá sem eru á félagaskrá Eflingar – stéttarfélags.Gert er ráð fyrir 15. mínútum pr. framtal og gildir það fyrir félagsmann og maka. Ef börn eldri en 16 ára eru félagsmenn og eða foreldrar er að...

Nýliðanámskeið hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar

Nýliðanámskeið hjá Leikskólum ReykjavíkurborgarSigurrós Kristinsdóttir aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg ásamt Ragnari Ólasyni og Atla Lýðssyni starfsmönnum Eflingar kynntu félagið fyrir nýjum starfsmönnum á leikskólum borgarinnar. Þarna voru samankomnir...

Réttindi félagsmanna kynnt á vinnustöðum

- Vinnustaðaheimsókn í GullsmárannRéttindi félagsmanna kynnt á vinnustöðumÞessa dagana er Efling að fara í heimsóknir á helstu vinnustaði hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi. Verið er að kynna endurmatsferli vegna starfsmats sem innleitt var í lok árs 2004.  Hægt er...

Stoltir útrkriftarnemar!

Stoltir útskriftarnemar!Hópur erlendra starfsmanna á Landsspítala háskólasjúkrahúsi lauk 60 stunda námi í íslensku þann 28 janúar.  Þau voru sammála um að námið hefði gengið mjög vel og fulltrúar Eflingar sem var boðið í útskriftina voru sammála um að hópurinn...

Er gott að fá laun í evrum?

Er gott að fá laun í evrum?- eftir Ásgeir Jónsson, hagfræðingHáir vextir og óstöðugleiki á gjaldeyrismarkaði hafa skapað gríðarlegar óvinsældir fyrir íslensku krónuna á síðustu misserum. Það er því ef til vill ekki að undra að mörg fyrirtæki hugað nú að því hvernig...

Jákvætt fyrir eigendur séreignarsparnaðar

  Breyting á lögumJákvætt fyrir eigendur séreignarsparnaðarFlestum er ljóst mikilvægi þess að spara til efri áranna.  Hver hefur ekki látið sig dreyma um að eiga náðuga tíma á eftirlaunaárunum?  Æ fleiri stefna líka að því að hætta að vinna fyrr til að...

Lesblindir ná tökum á texta

Hópurinn sem var útskrifaður, ásamt Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra Mímis-símenntunar lengst til vinstri í aftari röð og Hólmfríði E. Guðmundsdóttur Davis ráðgjafa lengst til hægri í aftari röð.Lesblindir ná tökum á textaHæfileikinn er í myndrænni...

Vinsæl sumarferð Eflingar

Sumar á StröndumVinsæl sumarferð EflingarStrandirnar heilla - aftur!!!!!Ferð sem Efling-stéttarfélag skipu­lagði á síðasta sumri norður á  Strandir reyndist svo vinsæl að færri komust að en vildu. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að bjóða upp á aðra ferð fyrir...

Misvísandi, rangar eða jafnvel engar upplýsingar

Misvísandi, rangar eða jafnvel engar upplýsingar- segir Fjóla JónsdóttirÞað er allur gangur á því hvernig staðið er að réttindum og starfskjörum Pólverja sem hér starfa. Á fundum sem Efling - stéttarfélag hefur haldið með pólskum félagsmönnum í haust hefur komið í...

Sumar á Vatnsnesi og Skaga

Spennandi ferð á slóðir GrettissöguSumar á Vatnsnesi og SkagaFyrri sumarferð Eflingar-stéttarfélags um Vatnsnes og Skaga verður farin dagana 28. til 30. júní n.k. Ekið verður á fimmtudeginum að Steinsstöðum en Steinsstaðir eru í næsta nágrenni við Varmahlíð í...

Landnemaskólinn gefur tækifæri

Ingibjörg Stefánsdóttir afhendir viðurkenningarskjölin Ánægðir nemendur útskrifaðirLandnemaskólinn gefur tækifæriRétt fyrir jólin var útskrifaður hópur nemenda úr Landnemaskólanum en fram kom að þeir voru mjög ánægðir með það nám sem þeir höfðu stundað undanfarna...

Þúsundir fengu vaxtabætur í desember

Þúsundir fengu vaxtabætur í desemberÁrangur sem skiptir máli- segir Atli Gíslason, lögmaður EflingarÍ desembermánuði sl. fengu um fimmtán þúsund einstaklingar  leiðréttar vaxtabætur frá ríkinu. Leiðréttingin á rætur að rekja til skattframtala hjá...

Sérstakt vinnustaðaeftirlit sett á laggirnar

Sérstakt vinnustaðaeftirlit sett á laggirnarMikilvægt að herða á eftirliti- segir Sigurður BessasonStjórn Eflingar hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á eftirlit með vinnustöðum á kjarasamningssviði félagsins. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að...

Fréttir frá Sjúkrasjóði Eflingar

Fréttir frá Sjúkrasjóði EflingarTekjutengdir dagpeningar hækkaHámarksviðmið tekjutengdra dagpeninga hækkar úr kr. 256.250.- í kr. 263.681.- frá 1. janúar 2007. Þá hækka eftirfarandi styrktegundir vegna endurhæfingar eða fyrirbyggjandi aðgerða:  Sjúkra- og...

Fræðslustyrkir hækka árið 2007

Aukin tækifæri félagsmanna EflingarFræðslustyrkir hækka árið 2007Stjórnvöld ákváðu fyrir nokkru að veita auknu fé til íslenskukennslu og endurmenntunar fyrir félagsmenn í Eflingu-stéttarfélagi. Með þessum framlögum af hálfu ríkisins til þessa málaflokks verður nú hægt...

Magano Kaprína Shiimi

Magano Kaprína Shiimi í garðinum við heimili sitt Magano Kaprína ShiimiSyngur með RegnbogakonumMagano Kaprína Shiimi er frá Namibíu og kom til Íslands í janúar 2005 og vinnur í fiski hjá HB Granda í Örfirisey. Fyrst eftir að ég kom hingað vann ég í fiski í Grindavík...

Stjórnvöld leggja meira fé til fræðslu

Stjórnvöld leggja meira fé til fræðsluEnn fleiri menntunartækifæriVið endurskoðun kjarasamninga í nóvember 2005 og í júní 2006 var samið sérstaklega um að setja aukið fjármagn í fræðslumálin. Í yfirlýsingu stjórnvalda frá síðastliðnu sumri kom fram að framlög til...

Veruleg hækkun launa í umönnunarstörfum

Niðurstöður úr nýlegri GallupkönnunVeruleg hækkun launa í umönnunarstörfumNýleg Gallup könnun staðfestir að laun í umönnunarstörfum hækkuðu verulega á síðasta ári.  Er það mjög ánægjuleg niðurstaða og staðfestir að óánægjuraddir þessa hóps með kjör sín hafa loks...

Kjarabreytingar frá 1. janúar 2007

Kjarabreytingar frá 1. janúar 2007 Frá 1. janúar 2007 taka í gildi ýmsar breytingar, bæði út frá kjarasamningum og eins vegna samkomulags um endurskoðun þeirra.  Á almennum vinnumarkaði hækka laun um 2,9% í samræmi við endurskoðun kjarasamnings frá nóvember...

Kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna

Frá vinstri; Kristján Valdimarsson, forsvarsmaður Örva, Þorsteinn Jóhannsson, forsvarsmaður Vinnustaða ÖBÍ, Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu og Sigurður Bessason, formaður Eflingar.  Kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna Tímamótasamningur...

Fjármálanámskeiðin lokka

Fjármálanámskeiðin lokkaSérstaklega gaman að kenna hjá Eflingu- segir Ingólfur Ingólfsson Það er sérstaklega gaman að kenna á námskeiðum hjá Eflingu, segir Ingólfur Ingólfsson hjá Spara.is sem haldið hefur mjög vinsæl og þekkt fjármálanámskeið undanfarin...

Skuldajöfnuður við launafólk ekki liðin tíð

Skuldajöfnuður við launafólk ekki liðin tíðAtvinnurekandi fékk sexfaldan reikning- fyrir þvergirðingshátt Allt fram á fyrri hluta 20. aldar tíðkaðist það að greiða verkafólki kaup með vörum, fæði, fatnaði, húsnæði og þannig mætti áfram telja.  Fjöldi...

Efling á Íslandsbryggju!

Útrásin heldur áfram með þriðju íbúðinni í Köben Efling á Íslandsbryggju! Eftir að Efling tók ákvörðun um að leigja íbúð í Kaupmannahöfn á miðju ári 2005 má svo sannarlega segja að hlutirnir hafi þróast hratt. Ótrúlega jákvæði viðbrögð voru strax við þessu...

Skemmtilegt í Skarði!

Skemmtilegt í Skarði! Kjörið tækifæri fyrir merkis­atburði í fjölskyldunni - segir Sveinn Ingvason Umfangsmiklar endurbætur  hafa farið fram á íbúðarhúsinu í Svignaskarði undanfarin misseri. Að sögn Sveins Ingvasonar, sviðsstjóra orlofs­sviðs...

Niðurstöður úr nýrri viðhorfskönnun

Niðurstöður úr nýrri viðhorfskönnunBetri fjárhagsstaða nú en fyrir 3 árum Capacent Gallup vann í septembermánuði viðhorfskönnun meðal félagsmanna Eflingar og annarra aðildarfélaga innan Starfsgreinasambandsins. Þetta er í fimmta sinn sem samsvarandi könnun hefur verið...

Fræðslufundur hjá faghópi félagsliða

  Atli Lýðsson fræðslustjóri Eflingar fer yfir starfsmenntunarmöguleika hjá Félagsliðum Áhugaverð erindiFræðslufundur hjá faghópi félagsliða Á fræðslufundi sem haldinn var hjá faghópi félagsliða í Kiwanishúsinu, mánudaginn 27. nóvember síðastliðinn kom...

Desemberuppót 2006

Desemberuppót 2006Desemberuppbætur fyrir fullt starf árið 2006 eru þannig:Á almennum vinnumarkaði 40.700 kr. Hjá Reykjavíkurborg 46.000 kr. Hjá Kópavogi/Seltjarnarnesi/Mosfellsbæ 59.729 kr.Hjá ríkinu/hjúkrunarheimilum/sjálfseignarstofnunum 40.700 kr. Sjá nánari...

Erlendir starfsmenn yfir 20% í Eflingu

Erlendir starfsmenn yfir 20% í EflinguPólverjum fjölgað hratt á undanförnum mánuðum Frá árinu 2000 hefur hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði fjölgað úr 5% í yfir 20%. Langmesta aukningin hefur verið nú á undanförnum mánuðum og  eru Pólverjar...

Ný viðhorfskönnun Capacent Gallup

  Ný viðhorfskönnun Capacent GallupLangur vinnutími áhyggjuefni- segir Harpa Ólafsdóttir  Ný viðhorfskönnun sem að Capacent Gallup vann meðal félagsmanna Eflingar og annarra aðildarfélaga innan Starfsgreinasambandsins staðfestir langan vinnutíma verkafólks á...

Ungt fólk í upphafi starfs

Vinnuverndarvika 23. - 27. október 2006Ungt fólk í upphafi starfs - viðurkenning til fyrirtækjaÁrlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaksverkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan. Nú í ár er vinnuverndarvikan helguð ungu fólki og er yfirskrift hennar...

Fyrstu niðurstöður Gallupkönnunar

Fyrstu niðurstöður GallupkönnunarFyrstu niðurstöður Gallupkönnunar Flóafélaganna og Starfsgreinasambandsins eru nú komnar fram og hafa verið kynntar á fundi SGS á Ísafirði. Þær má sjá á vef Starfsgreinasambandins SGS en verða nánar kynntar á heimasíðum félaganna á...

Kaupaukasamningur hjá Orkuveitunni

OrkuveitanKaupaukasamningur samþykkturGerður hefur verið nýr samningur um kaupaukakerfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn var samþykktur í vikunni í atkvæðagreiðslu starfsmanna sem eru félagsmenn Eflingar-stéttarfélags, en samningurinn tekur einnig til...

Námsráðgjöf á vinnustað

Sigrún Þórarinsdóttir og Sigríður Dísa Gunnarsdótttir, námsráðgjafar hjá Mími, ásamt þórunni H. Sveinbjörnsdóttir hjá Eflingu, kynna námsráðgjöf á vinnustöðum fyrir starfsfólki í edhúsi LHS. Námsráðgjöf á vinnustaðEfling mun halda áfram að bjóða námsráðgjöf ...

Launalagfæringar á hjúkrunarheimilum

Launalagfæringar á hjúkrunarheimilum dragast- ríkið stendur ekki við fyrirheit um fjármagn Fólki er vafalaust enn í fersku minni þegar starfsmenn á hjúkrunarheimilum lögðu niður vinnu í vor til þess að vekja athygli á hve laun þeirra höfðu dregist aftur úr þrátt fyrir...

Dansrækt JSB

Dansrækt JSBVelkomin í okkar hóp- segir Bára MagnúsdóttirDansrækt JSB er líkamsræktarstaður sem hefur þróast innan danshefðarinnar og er sérsniðinn að kvenlegum þörfum, segir Bára Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri. Bára hóf að kenna líkamsrækt jafnhliða...

Efling í Borgarleikhúsinu

Í leikhús í vetur???Efling í Borgarleikhúsinu Á haustin og um áramót eru sendir út tilboðsmiðar til félagsmanna um leikhúsmiða á sérkjörum sem Efling hefur samið við leikhúsið um. Mörg hundruð félagsmenn hafa nýtt sér tilboðin vor og haust og hefur verið mikil ánægja...

Sterkir strákar!

Sterkir strákar!Efling ætlar að bjóða öllum körlum sem eru félagsmenn að sækja mjög spennandi námskeið nú í haust.Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi framkomu og áhrif hennar á samskipti. Hvað eflir og hva dregur úr sjálfstrausti og hver eru áhrif góðrar...

Námstyrkir mikil hvatning

Byrjaði í náminu fyrir 25 árumNámsstyrkir mikil hvatning- segir Markús Gunnarsson sem lauk námi í húsasmíði síðastliðið vorSambýliskona mín fór í nám í fataiðn í Iðnskólanum fyrir 25 árum og ég ákváð að fara líka og læra húsasmíði. Þegar ég hafði lokið tveimur önnum...

Stolt af framlagi Eflingar

Hjálparstarf SAM á IndlandiStolt af framlagi Eflingar- segir Halldóra KarlsdóttirÉg sá það í Fréttablaði Eflingar að félagið er að styðja starf SAM Hreyfingarinnar á Indlandi og verð að segja að ég varð mjög stolt af því að íslenskt stéttarfélag skyldi velja sér...

What support do I have

EducationWhat support do I have from Efling?Members of Efling union can apply for educational grants. The main rules of the educational funds of Efling state that those applying for a refund must have been members of the union for a 12 month period before applying....

Sjálfstyrking

SjálfstyrkingarnámskeiðEflum sjálfstraust - styrkjum sjálfsmyndina- Eitt vinsælasta námskeiðið meðal Eflingarfélaga aftur af staðAð venju mun Efling bjóða öllum félagsmönnum að sækja sjálfstyrkingarnámskeiðin vinsælu nú í haust.  Boðið er uppá grunnnámskeið og...

Það er gott að eiga góða að

Það er gott að eiga góða aðStóraukin réttindi sjóðfélaga frá 1. júní 2006!Hagnýtar upplýsingar til sjóðfélaga um réttindi þeirra til greiðslna úr Sjúkrasjóði. Hverjir eiga rétt – og hverjir eru sjóðfélagar?Sjóðfélagar eru þeir sem launagreiðendur greiða af...

Lauk BA námi í íslensku

Ekki láta hugfallast þó tungumálið sé þröskuldurLauk BA námi í íslenskuÉg tók stúdentspróf á ensku í MH á sínum tíma og ákvað að reyna við inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands haustið 2003. Eftir þrjár tilraunir sannfærðist ég um að kunnátta mín í málinu...

Lesblindunámskeiðið

Aftur í nám- leið til árangurs gegn lesblinduÁ undarförnum árum hefur verið boðið upp á námsleið sem nefnist Aftur í nám sem er fyrir fólk með lesblindu eða lestrarvanda. Mjög mikilvægt skref hefur verið stigið fram á við með því að horfast í augu við að margir þurfa...

A school for foreign members

Settlers in IcelandA school for foreign members of EflingLandnemaskólinn, The School for settlers in Iceland will start in the autumn for the sixth time. The school is for members of Efling of foreign origin. The main aim of this educational programme is to help...

Starfsmenn hjá Borginni

Starfsmenn hjá Borginni skella sér í nám!Mikið hefur verið spurt um nám fyrir starfsmenn unhverfissviðs og framkvæmdasviðs hjá Reykjavíkurborg. Síðastliðinn vetur var fyrsta námskeiðið fyrir starfsmenn umhverfissviðs og framkvæmdasviðs haldið.  Mikil ánægja var...

Skarð

Hvammur og Skarð –Nýir kostir fyrir félagsmennUmfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir á íbúðarhúsinu í Svignaskarði í Borgarfirði síðustu misseri og sér nú fyrir endan á þeim. Þá verða tvær stórar eignir í útleigu á vegum Eflingar en fyrir á félagið Hvamm í...

Leiðari

Það er verk að vinnaFélagsmenn Eflingar eiga á hverju ári kost á nýju og fjölbreyttara námi á vegum félagsins og tengdra fræðsluaðila. Þátttaka félagsmanna eykst að sama skapi. Sú mikla áhersla sem Efling-stéttarfélag hefur lagt á fræðslumálin á undanförnum árum er...

Samkomulag ASÍ og SA

Samkomulag ASÍ og SA frá 1. júlí 2006Launahækkun á almennum vinnumarkaðiÞeir félagsmenn sem fá greitt samkvæmt kjarasamningi sem gildir fyrir almenna markaðinn ættu nú að hafa séð hvort að launahækkun - sem átti að taka gildi 1. júlí 2006 - hafi skilað sér í...

Ekki vandað til verka á Alþingi

Ekki vandað til verka á Alþingisegir Atli Gíslason, varaþingmaður VGAtli Gíslason hefur undanfarin ár setið þrívegis á þingi sem varaþingmaður VG, nú síðast á vordögum. Félagsmönnum Eflingar er Atli að góðu kunnur þar sem hann hefur starfað sem lögmaður...

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere