Select Page

Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags

Niðurstaða kosninga úr stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags liggur fyrir en kosningu lauk 7. mars. Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á aðalfundi félagsins þann 26. apríl nk. B listi Sólveigar Önnu fékk 2099 atkvæði en A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar.

Úrslit kosninganna eru þannig:

Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði.

B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk  2099 atkvæði.

A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði.

Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4.

Tveir listar voru í framboði í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. Átta einstaklingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári. 

Hægt er að kynna sér bæði framboðin með því að smella á hlekkina hér að neðan en einnig má nálgast pdf. útgáfu af kynningarefninu eins og það var í sérstökum kynningarbæklingi um framboðin-   A-listi      B-listi 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere