Upplýsingar um verkfallsaðgerðir

Hvenær er verkfall?
Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu.

  • Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.
  • Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
  • Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.
  • Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
  • Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
  • Mánudagur 17. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.

Hverjir fara í verkfall?
Allir félagsmenn Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg (þ.e. Reykjavíkurborg er launagreiðandi), samkvæmt kjarasamningi milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. Starfsmönnum er tilkynnt um undanþágur í gegnum sinn yfirmann.

Undanþágunefnd
Starfandi undanþágunefnd afgreiðir beiðnir um lágmarksmönnun á einstökum vinnustöðum, eins og t.d. hjúkrunarheimilum.

Hvaða þjónusta fellur niður?
Reykjavíkurborg veitir upplýsingar um áhrifin sem verkfall hefur á þjónustu borgarinnar.

Hvað mega þeir starfsmenn gera sem eru ekki í verkfalli?
Upplýsingar um hvað eru verkfallsbrot og hvað ekki má finna hér. Tilkynningar um verkfallsbrot og fyrirspurnir er varða þau má senda á verkfallsbrot@efling.is

Hvernig sæki ég um í verkfallssjóð?
Hægt verður að sækja um rafrænt á heimasíðu Eflingar frá og með 13. febrúar. Stefnt er að því að umsóknir sem borist hafa fyrir 20. febrúar verði afgreiddar í lok þess mánaðar. Félagsmenn sem ekki geta sótt um rafrænt geta komið á skrifstofu félagsins og fyllt út umsókn.

Hverjar eru bæturnar úr verkfallssjóð?
Greiðsla fyrir launatap vegna eftirtalda verkfallsdaga verður 12.000 kr.
Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.
Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

Greiðsla fyrir launatap vegna eftirtaldra verkfallsdaga verður 18.000 kr.
Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Greiðsla fyrir launatap vegna verkfalls dagana 17., 18., 19., 20. og – 21. febrúar verður 18.000 kr. á dag miðað við fullt starf, annars greitt í samræmi við starfshlutfall, t.a.m. eru greiddar 9.000 kr. á dag fyrir 50% starf. Hægt verður að sækja um rafrænt á heimasíðu Eflingar föstudaginn 21. febrúar. Til þess að fá greitt um mánaðarmótin febrúar/mars þarf að vera búið að sækja um greiðsluna fyrir 25. febrúar.

Upplýsingar um greiðslur vegna verkfalls eftir 21. febrúar, verði ekki búið að semja, verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Eru teknir skattar af bótum úr verkfallssjóði?
Já. Samkvæmt 2. tl. 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 þá teljast bætur úr verkfallssjóði skattskyldar og dregur Efling staðgreiðslu af bótunum.

Hvernig er með launagreiðslur til þeirra sem eru í orlofi, veikindum eða launalausu leyfi þegar verkfall er?
Starfsmaður sem er í orlofi þegar það er verkfall á ekki að fá laun þá daga sem verkfall er og á þar af leiðandi rétt í verkfallssjóð Eflingar. Starfsmaðurinn hefur heldur ekki nýtt orlofsdagana hjá Reykjavíkurborg á meðan verkfall stendur og á þá þar af leiðandi eftir.

Starfsmaður sem er í veikindafríi þegar það er verkfall, á ekki að fá laun þá daga sem verkfall er og á þar af leiðandi rétt í verkfallssjóði Eflingar. Athugið samt að starfsmaður sem fær sjúkradagpeninga hjá Eflingu heldur áfram á þeim og sækir ekki um í verkfallssjóði félagsins.

Starfsmaður sem er í launalausu leyfi verður ekki fyrir launatapi vegna verkfalla og á þar af leiðandi ekki rétt úr verkfallssjóði Eflingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere