Select Page

Upplýsingar um verkfallsaðgerðir

Samband íslenskra sveitarfélaga

Verkfall félagsmanna Eflingar-stéttarfélags sem starfa hjá sveitarfélögunum  hefst á mánudaginn 9. mars  kl. 12 á hádegi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

 

Samtök sjálfstæðra skóla

Verkfall félagsmanna Eflingar-stéttarfélags í skólum SSSK mun ekki eiga sér stað.

Reykjavíkurborg

Efling – stéttarfélag og Reykjavíkurborg undirrituðu 10. mars 2020, kjarasamning eftir meira en mánaðarlangar verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar og stífar viðræður hjá ríkissáttasemjara. Með samningnum hefur verið stigið mikilvægt skref í átt að kjaraleiðréttingu láglaunafólks og kvennastétta. Verkfallsaðgerðum gagnvart Reykjavíkurborg er lokið.

Hverjar eru bæturnar úr verkfallssjóð?

Félagsmenn starfandi hjá Reykjavíkurborg þurfa að sækja um greiðslu úr Vinnudeilusjóði vegna verkfalla fyrir tímabilið eftir 28. febrúar. Opið verður fyrir rafrænar umsóknir á heimasíðu Eflingar frá 20. – 26.mars. Greitt verður fyrir þetta tímabil 31.mars.

Þeir sem ekki hafa sótt um vegna tímabilsins 24.-28.febrúar er bent á að hafa samband við skrifstofu Eflingar í síma 5107500 eða senda tölvupóst á efling@efling.is

Fyrir 100% vinnu, verða greiddar 18.000 kr. á dag úr Vinnudeilusjóði á tímabilinu 29.febrúar – 10.mars, annars greitt í samræmi við starfshlutfall, t.a.m. eru greiddar 9.000 kr. á dag fyrir 50% starf.

Eru teknir skattar af bótum úr verkfallssjóði?
Já. Samkvæmt 2. tl. 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 þá teljast bætur úr verkfallssjóði skattskyldar og dregur Efling staðgreiðslu af bótunum.

Hvernig er með launagreiðslur til þeirra sem eru í orlofi, veikindum eða launalausu leyfi þegar verkfall er?
Starfsmaður sem er í orlofi þegar það er verkfall á ekki að fá laun þá daga sem verkfall er og á þar af leiðandi rétt í verkfallssjóð Eflingar. Starfsmaðurinn hefur heldur ekki nýtt orlofsdagana hjá Reykjavíkurborg á meðan verkfall stendur og á þá þar af leiðandi eftir.

Starfsmaður sem er í veikindafríi þegar það er verkfall, á ekki að fá laun þá daga sem verkfall er og á þar af leiðandi rétt í verkfallssjóði Eflingar. Athugið samt að starfsmaður sem fær sjúkradagpeninga hjá Eflingu heldur áfram á þeim og sækir ekki um í verkfallssjóði félagsins.

Starfsmaður sem er í launalausu leyfi verður ekki fyrir launatapi vegna verkfalla og á þar af leiðandi ekki rétt úr verkfallssjóði Eflingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere