Select Page

 

Vaktavinna og vellíðan

Markmið námskeiðsins er að gefa vaktavinnufólki ráð til að hlúa að heilsu sinni og vellíðan. 

Líkami okkar gerir ráð fyrir því að við séum vakandi og virk á daginn en sofum á nóttinni. Samfélagið gerir ráð fyrir því að við vinnum virka daga vikunnar, frá morgni til síðdegis. Þess vegna mætir vaktavinnufólk og aðrir sem vinna óreglulegan vinnutíma ýmsum heilsufarstengdum, starfstengdum og félagslegum áskorunum.

Viðhorf, lífsstíll og venjur okkar geta haft áhrif á hvernig gengur að halda árvekni, heilsu og lífsgæðum þrátt fyrir vaktavinnu, Samspil einkalífs og starfs, mataræði, svefn, hvíld, viðhorf, hreyfing og ýmsir umhverfis- og félagslegir þættir hafa áhrif.

Á þessu námskeiði er fjallað um þessa þætti og gefin ráð sem starfsmaður sem vinnur á vöktum getur haft í huga til að hlúa að heilsu sinni og velgengi.

Námskeiðið verður miðvikudaginn 7. mars 2018 frá kl. 19:30–21:30.
Skráningarfrestur til og með 2. mars 

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfang efling@efling.is

Námskeiðin eru félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Leiðbeinandi er Steinunn Stefánsdóttir

Leiðbeinandi er Steinunn Stefánsdóttir

Starfsleikni ehf - Handleiðsla, fræðsla og einkatímar

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere