Select Page

Viltu læra eða rifja upp skyndihjálp?

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Leiðbeinendur koma frá Rauða krossinum. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Námskeiðið er tvö kvöld, þriðjudaginn 29. janúar og fimmtudaginn 31. janúar 2019 frá kl. 19:30–21:30.  

Námskeið á ensku verður þriðjudaginn 19. janúar og fimmtudaginn 21. janúar 2019 frá kl. 19:30 -21:30.

Skráningarfrestur er til og með 23. janúar 

Kennt er í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere