Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Leiðbeinendur koma frá Rauða krossinum. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.
Námskeiðið er tvö kvöld, þriðjudaginn 29. janúar og fimmtudaginn 31. janúar 2019 frá kl. 19:30–21:30.
Námskeið á ensku verður þriðjudaginn 19. janúar og fimmtudaginn 21. janúar 2019 frá kl. 19:30 -21:30.
Skráningarfrestur er til og með 23. janúar
Kennt er í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð.
Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is