Vinna við ræstingarstörf á almennum vinnumarkaði

Um herbergisþrif á hótelum og gistiheimilum fer skv. samningi um hótel og veitingahús

Greiðslur og vinnufyrirkomulag í ræstingum getur verið með mismunandi hætti og er því mjög mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir hvort verið sé að greiða rétt laun í samræmi við vinnuframlagið.  Algengasta fyrirkomulagið hefur verið tímamæld ákvæðisvinna í ræstingum þar sem ræstingastykkin eru mæld og ávinningur starfsmanna felst í því að fá hærra greitt fyrir að ljúka stykkinu af á skemmri tíma.  Einnig er hægt að greiða eftir hefðbundnu tímavinnufyrirkomulagi og reiknast þá 80% yfirvinnuálag fyrir vinnu eftir kl. 17.00 virka daga.  Þá er möguleiki að vinna samkvæmt vaktavinnufyrirkomulagi en þá er skilyrði að getið sé um slíkt í ráðningarsamningi með ákveðnu vinnufyrirkomulagi og starfshlutfalli.

Tímamæld ákvæðisvinna

Þegar um tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingu er að ræða gerir vinnufyrirkomulagið ráð fyrir meiri vinnuhraða en í hefðbundnu fyrirkomulagi og er því greitt hærra tímakaup.  Hér er mjög mikilvægt að skrifleg verklýsing liggi fyrir sem afmarkar skýrt það sem þrífa á og með hvaða áherslum. Tekið skal fram á hvaða tíma dags svæðið skal ræst og hve oft.  Ákvæðisvinnuálag fyrir tímamælda ákvæðisvinnu er 20%, þar af er 8% álag fyrir neysluhlé.  Neysluhlé er því ekki tekið á vinnutíma þar sem greitt er sérstaklega fyrir það í hærri taxta.

Launaflokkur 4 með 20% álagi frá 1. maí 2018 – 31. desember 2018

mán – fös 17.00-24.00 mán – fös 24.00 – 08.00 og lau./sun.
Dagvinna með 33% álagi* með 45% álagi* Yfirvinna*
Byrjunarlaun, 20 ára 1.846,66 2.456,06 2.677,66 3.324,05
1 ár, í starfsgrein 1.859,22 2.472,77 2.695,87 3.346,66
3 ár, í starfsgrein 1.871,97 2.489,72 2.714,36 3.369,61
5 ár, í starfsgrein 1.884,92 2.506,94 2.733,13 3.392,91

*Fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku skal greiða yfirvinnuálag
Tímakaup fyrir hreingerningar eða sérverkefni greiðist með 45% álagi nema vinna fari yfir 40 stundir á viku, þá greiðist yfirvinnuálag.

Tímavinna

Vinnufyrirkomulag tímavinnu miðast við hefðbundinn vinnuhraða þar sem starfsmenn eiga rétt á 35 mínútna neysluhléi á launum fyrir fullt starf á dagvinnutíma.  Vinnustundir eru því alla jafna fleiri en í tímamældri ákvæðisvinnu. Eftir kl. 17.00 reiknast 80% yfirvinnuálag á tímavinnu.

Launaflokkur 4 frá 1. maí 2018 – 31. desember 2018

Dagvinna Yfirvinna
Byrjunarlaun, 20 ára 1.538,88 2.770,04
1 ár, í starfsgrein 1.549,35 2.788,88
3 ár, í starfsgrein 1.559,98 2.808,01
5 ár, í starfsgrein 1.570,76 2.827,43

Vaktavinna

Nauðsynlegt er að tilgreint sé í ráðningasamningi ef um vaktavinnufyrirkomulag er að ræða og þarf þá starfshlutfall að vera fast skilgreint.  Fyrir vinnu umfram starfshlutfall í ráðningasamningi greiðist tímakaup, dagvinna á dagvinnutímabili og yfirvinna á yfirvinnutímabili.  Vinnufyrirkomulag í vaktavinnu miðast við hefðbundinn vinnuhraða eins og í tímavinnufyrirkomulagi og er neysluhlé 5 mínútur fyrir hvern unninn klukkutíma sem gerir 40 mínútur fyrir fullt starf á dag.

Starfsmenn í vaktavinnu ávinna sér 12 vetrarfrísdaga fyrir vinnu á helgidögum.  Miðað er við að frídagarnir séu teknir á tímabilinu 1. október – 1. maí en einnig er hægt að semja um greiðslur í stað frídaga, 8 klst. í dagvinnu fyrir hvern frídag miðað við fullt starf.

Algengast hefur verið að vaktavinna í ræstingum sé unnin á opinberum stofnunum eins og á sjúkrahúsum.

Launaflokkur 6 frá 1. maí 2018 – 31. desember 2018

mán – fös 17.00-24.00 mán – fös 24.00 – 08.00 og lau./sun.
Dagvinna Yfirvinna með 33% álagi með 55% álagi* 90% álag
Byrjunarlaun, 20 ára 1.559,98 2.808,01 2.074,77 2.417,97 2.963,96
1 ár, í starfsgrein 1.570,76 2.827,43 2.089,12 2.434,68 2.984,45
3 ár, í starfsgrein 1.581,71 2.847,13 2.103,68 2.451,65 3.005,25
5 ár, í starfsgrein 1.592,82 2.867,13 2.118,45 2.468,87 3.026,36

*45% álag hjá öðrum en opinberum stofnunum.