Uppsagnarfrestur á almenna markaðnum

Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.

Skýring: Sé starfsmanni sem unnið hefur hjá atvinnurekanda samfellt í tvö ár sagt upp til dæmis 12. mars, þá hefur hann bæði rétt á og skyldu til að vinna í tvo mánuði frá mánaðamótunum mars/apríl. Væri hans síðasti starfsdagur því 31. maí.

Eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki öðlast starfsmaður við;
55 ára aldur – 4 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.
60 ára aldur – 5 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.
63 ára aldur – 6 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.

Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Uppsagnir skulu vera skriflegar.

Atvinnurekanda ber að greiða áunnið ógreitt orlof og er það oftast gert í lok uppsagnarfrests. Atvinnurekandi þarf einnig að greiða orlofs- og desemberuppbætur í samræmi við starfstíma og starfshlutfall á árinu.