Veikindaréttur

Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda greiðast tveir dagar á staðgengislaunum fyrir hvern unninn mánuð.

Eftir eins árs samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum.

Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum.

Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum, einn mánuður með fullu dagvinnukaupi (þ.e. dagvinnulaun, bónus og vaktaálög) og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

Ath. eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki halda starfsmenn hluta af veikindarétti sínum þó þeir fari til annarra starfa.

Veikindaréttur er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili.

Launahugtök:

Staðgengislaun – eins og mætt hefði verið til vinnu

Dagvinnukaup – dagvinna, álög o.s.frv. en ekki yfirvinna

Dagvinnulaun – tímafjöldi sem unninn hefði verið greiddur með dagvinnu, þ.e. ekki álög og yfirvinna.

Veikindaréttur vegna barna

Fyrstu 6 mánuði í starfi: 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð

Eftir 6 mánuði í starfi: 12 dagar á hverju 12 mánaðara tímabili.

Veikindaréttur barna miðast við börn yngri en 13 ára. Á einnig við um börn undir 16 ára aldri sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einn dag eða lengur.