Select Page

     Fjölmennur félags- og trúnaðaráðsfundur Eflingar

Iðnaðarráðherra fjallaði um framkvæmdir á árinu

Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, fjallaði á fjölmennum félagsfundi Eflingar-stéttarfélags á þriðjudagskvöldið um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á vegum stjórnvalda á þessu ári og næstu misserum. Fram kom í máli hans að Íslendingar standa frammi fyrir miklum möguleikum í ýmiss konar sprotafyrirtækjum, nýjum verksmiðjurekstri ásamt öðrum hefðbundnari atvinnurekstri í álverum og miklum framkvæmdum í vegagerð á árinu. Miklar umræður spunnust á fundinum um atvinnumálin og það atvinnuleysi sem nú dynur á þjóðinni. Össur sagðist sammála þeirri stefnumörkun Eflingar og verkalýðshreyfingarinnar á þessum tíma að leggja aðaláhersluna á atvinnu fólks í yfirstandandi kreppu. Hann var bjartsýnn á að það tækist að vinna þjóðina í gegnum kreppuna og nefndi fjölmarga möguleika í því sambandi m.a.rannsóknarvinnu vegna olíuleitar á Drekasvæðinu norðaustur af  landinu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere