VIRK

Efling-stéttarfélag vinnur í samvinnu við VIRK-starfsendurhæfingarsjóð að því að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna veikinda / slysa.

Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Þeir einstaklingar sem geta ekki sinnt vinnu vegna heilsufars geta sótt um að komast í þjónustu hjá VIRK. Einnig þeir sem hafa þurft að skerða starfshlutfall sitt vegna veikinda en stefna á að auka við sig starfshlutfall.

Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða einstaklinga aftur til vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings.

Þjónusta VIRK er einstaklingum að mestu að kostnaðarlausu. Í einhverjum tilfellum má gera ráð fyrir að einstaklingur geti þurft að taka þátt í greiðslu fyrir þjónustu annarra utanaðkomandi fagaðila.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir tvö dæmi um starfsendurhæfingarferilinn hjá tveimur þjónustuþegum VIRK.