Vinnuréttindasvið
Vinnuréttindasvið Eflingar aðstoðar félagsfólk varðandi atvinnurekendur. Hægt er að senda fyrirspurnir á vinnurettindi@efling.is
Réttindi mín
Mikilvægt er fyrir vinnandi fólk að þekkja kjarasamningsbundin réttindi sín. Slík þekking gerir okkur kleift að fylgjast með því hvort atvinnurekandi uppfylli skyldur sínar varðandi kjör og aðstæður á vinnustað.
Réttindi á vinnumarkaðnum eru mismunandi eftir starfsvettvöngum. Til að mynda eru réttindi á almenna og opinbera markaðnum ólík að mörgu leyti. Til þess að komast að því hver vinnuréttindi þín eru varðandi þætti eins og orlof, veikindi, stórhátíðarkaup, desemberuppbót og annað, er nauðsynlegt að vita undir hvaða kjarasamningi þú starfar.
Skoða meira:
Kjarasamningar og kjör félagsfólks Eflingar eftir geirum:
Ef þú ert ekki viss um undir hvaða kjarasamningi starf þitt fellur geturðu haft samband við Eflingu.
Hvað er mikilvægt að passa upp á?
1. Ráðningarsamningur:
Gættu að því að fá skriflegan ráðningarsamning. Þú átt að fá afrit af samningnum afhent. Í ráðningarsamningi skal eftirfarandi koma fram; fullt nafn, vinnustaður, starfshlutfall, stutt starfslýsing, laun, lífeyrissjóður, kjarasamningur og stéttarfélagsaðild.
2. Skrifaðu niður unna tíma:
Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um skyldu atvinnurekanda til að koma upp tímaskráningarkerfi. Þó er enn algengt að þau kerfi séu óáreiðanleg. Því er mikilvægt að halda utan um unna tíma. Ef þú þarft að leita til stéttarfélags þíns skiptir máli að hafa tímana skráða með áreiðanlegum hætti.
3. Launaseðill:
Launaseðill á að sýna unna tíma og orlofsréttindi, auk þess sem dregið er af launum þínum eins og skatta, lífeyrissjóðsgreiðslur, iðgjöld til stéttarfélags o.s.frv. Þú átt að geta fundið launaseðilinn í heimabankanum þínum undir rafrænum skjölum.
4. Samskipti við vinnuveitanda:
Ef að kjarasamningsbundin réttindi þín eru brotin á vinnustað eða vandamál koma upp hvetjum við þig til að leita til Eflingar. Gagnlegt er að hafa samskipti við atvinnurekanda skrifleg ef að þú þarft að leita réttar þíns.
5. Hafa samband við stéttarfélagið
Þú getur alltaf haft samband við Eflingu stéttarfélag til að fá ráð varðandi vinnutengd atriði. Til þess að hafa samband við Eflingu sendirðu póst á tölvupóstinn vinnurettindi@efling.is eða efling@efling.is. Efling er til staðar fyrir þig ef eitthvað kemur upp á í vinnunni, og mun aðeins bregðast við fyrir þína hönd með þínu samþykki.
Launareiknivél
Reiknivél fyrir kjarasamninga Eflingar við Samtök Atvinnulífsins.
Gagnaskil til vinnuréttindasviðs
Leiðbeiningar um gagnaskil til vinnuréttindasviðs.
Þekkir þú kjarasamningsbundin réttindi þín?
Getur verið að mál þitt eigi heima annars staðar?
Ef þig vantar aðstoð varðandi skatta eða annað því tengdu bendum við á Skattinn:
Ef þig vantar aðstoð varðandi atvinnuleysisbætur, ábyrgðarsjóð launa, fæðingarorlofssjóð, atvinnuleyfi eða annað því tengt bendum við á Vinnumálastofnun:
Ef þig vantar aðstoð varðandi atvinnuleyfi eða dvalarleyfi bendum við á Útlendingastofnun: