
Fræðslu- og félagsmál
Undir fræðslu- og félagsmál heyra m.a. eftirtalin verkefni:
- Fræðsluviðburðir Eflingar og námskeið sem oftast eru haldin félagsmönnum að kostnaðarlausu.
- Trúnaðarmannakerfið (í samstarfi við vinnuréttindi).
- Félagsstarf Eflingar, svo sem fundir trúnaðarráðs og aðrir félagslegir viðburðir.
- Störf samninganefnda vegna kjaraviðræðna.
Erindum til félagsins vegna félagsstarfs og fræðslumála má koma áleiðis á netfangið felagsmal@efling.is.

Námskeið og fræðsla
Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir félagsmenn Eflingar. Kynntu þér námsframboðið.
Viðburðir
Efling stendur á hverju starfsári fyrir fjölda fræðsluviðburða og öflugu félagsstarfi.
Trúnaðarmenn
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki og njóta sérstakrar verndar. Efling býður þeim fræðslu og stuðning.
Faghópar
Innan Eflingar starfa faghópar einstakra starfsgreina.
Trúnaðarráð
Trúnaðarráð fer með æðsta vald í málefnum félagsins og er skipað 115 félagsmönnum auk stjórnar.
Samninganefnd
Samninganefnd Eflingar fer með samningsumboð fyrir hönd félagsmanna.