Fyrir launagreiðendur

Fyrir launagreiðendur

Hér geta launagreiðendur nálgast helstu upplýsingar um hvernig best sé að bera sig að við greiðslur
gjalda auk annarra hagnýtra upplýsinga. Hægt er að senda fyrirspurnir á skilagrein@efling.is

Launagreiðendur athugið!
Efling stéttarfélag mun frá og með 1.janúar 2024 móttaka skilagreinar og innheimta félagsgjöld fyrir félagsfólk Eflingar ásamt gjöldum í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Verkefnið var áður í höndum Gildis lífeyrissjóðs. Undirbúningur vegna þessarar móttöku er þegar hafinn og mun Efling miða að því að gera yfirfærsluna eins hnökralausa og kostur er fyrir launagreiðendur.

Vakin er athygli á nokkrum atriðum:
– Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2024.
– Áfram þarf að skila inn lífeyrissjóðsgjöldum og gjöldum í VIRK endurhæfingarsjóð til Gildis lífeyrissjóðs.
– Sendir verða greiðsluseðlar á heimabanka launagreiðenda þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og þær samþykktar.
– Það þarf ekki að skrá fyrirtæki áður en skilagrein er send inn.
– Gjalddagi er 15.hvers mánaðar og eindagi er síðasti virki dagur hvers mánaðar.
– Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

– Launakerfi:
Móttakanda á www.skilagrein.is verður breytt 1.1.24. Sum launakerfi uppfæra þessar upplýsingar sjálfkrafa og þarfnast því ekki breytinga af hálfu launagreiðanda. Vinsamlegast athugið hvernig þessu er háttað í viðkomandi launakerfi.
Í þeim tilvikum sem þarf að skrá nýjan móttakanda handvirkt er slóðin þessi: https://mitt.efling.is/WebService/Premium/SendPaymentInfo (ekki þörf á notendanafni og lykilorði en krefjist launakerfi þess er það kennitala fyrirtækis í báðum tilfellum).

Vefskil (ekki þörf á innskráningu):
Fyrir þá sem ekki eru með launakerfi verður hægt að senda skilagreinar inn rafrænt í gegnum vefskil hér: www.efling.is/vefskil.


Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á netfangið skilagrein@efling.is.

Launareiknivél

Kjarasamningar og launatöflur

Skil iðgjalda

Iðgjöld eftir kjarasamningum

Desemberuppbót

Á þitt starfsfólk að greiða í Eflingu?

fssvið Eflingar stéttarfélags nær yfir lögsagnarumdæmi:

  • Reykjavíkur
  • Kópavogs
  • Seltjarnarness
  • Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá
  • Grímsnes og Grafningshrepps
  • Hveragerðisbæjar
  • Sveitarfélagsins Ölfuss
  • Hafnarfjarðar (starfsfólk á veitinga- og gististöðum og við iðnað)
  • Garðabæjar (starfsfólk á veitinga- og gististöðum, við iðnað, í heimaþjónustu og starfsfólk Vífilsstaða)

Félagsfólk Eflingar starfar á áður nefndum svæðum og vinnur við eftirtaldar og aðrar hliðstæðar starfsgreinar:

a) Við fermingu og affermingu skipa og hvers konar annarra flutningstækja svo og móttöku og afhendingu farms.
b) Við húsbyggingar og efnisflutninga vegna byggingaframkvæmda.
c) Við hafnargerð, vegagerð, skurðgröft, landbúnaðarstörf og efnisflutninga sem tengjast áðurnefndum starfsgreinum.
d) Í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
e) Í heimaþjónustu, á leikskólum, við umönnun á sjúkrahúsum og stofnunum, í þvottahúsum og saumastofum sjúkrastofnana.
f) Við ræstingar, hreinlætisstörf, efnalaugar og þvottahús.
g) Við mötuneytisstörf.
h) Við varðstörf, öryggisvörslu og fjármunaflutninga.
i) Á veitinga- og gististöðum.
j) Við vinnslu og sölu sjávarafurða og landbúnaðarafurða.
k) Í iðnaði og í verksmiðjum svo sem járnsmíði, skipasmíði, blikksmíði (tunnugerð), garðyrkju, byggingar- og þungaiðnaði.
l) Við móttöku og afhendingu vara, þar með taldir bifreiðastjórar.
m) Við olíu-, bensín-, smur-, bón- og ryðvarnarstöðvar og hjólbarðaverkstæði.
n) Við stjórn vöruflutningabifreiða í þjónustu annarra og við stjórn á stórvirkum vinnutækjum, svo sem ýtum, vélskóflum og vélkrönum.
o) Við orkufrekan iðnað, jarðgangnagerð, virkjanir og aðrar stórframkvæmdir sem eru sambærilegar og við hliðstæðar nýjar starfsgreinar.
p) Við hvers konar önnur framleiðslu- og flutningastörf.
q) Við sjómannastörf og siglingar

Hvernig eru skilagreinar greiddar?

Greiðsluseðill er sendur í heimabanka eftir að skilagrein hefur verið send til Eflingar. Krafan stofnast þó ekki fyrr en skilagreinin hefur verið yfirfarin og ef misræmi kemur í ljós stofnast krafan samkvæmt yfirfarinni skilagrein.
– Ef krafa stofnast ekki í heimabanka hefur skilagrein ekki borist af einhverjum ástæðum.

Hvenær á að greiða skilagreinar?

Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar á eftir launamánuði.
– Eindagi er síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar. Ef greiðsla er ekki innt af hendi fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags

Hvert má beina fyrirspurnum?

Allar spurningar má senda á netfangið skilagrein@efling.is