Að senda inn skilagreinar

Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega merkt réttu stéttarfélagsnúmeri. Númer Eflingar er F112.

Hægt er að senda inn skilagreinar með nokkrum leiðum.

Skil úr launakerfi

Mörg launakerfi bjóða upp á þann möguleika að senda skilagreinar beint inn í kerfi þess sem móttekur.

Með vefskilum – hvorki er krafist notendanafns né lykilorðs.

Fyrir þá sem ekki skila félags- og sjóðsgjöldum beint úr launakerfi geta skilað gjöldunum inn í gegnum rafrænt skilagreinaform hér. Notendur velja hvaða kjarasamningi verið er að skila samkvæmt. Færa þarf inn kennitölur og heildarlaun launþega og mikilvægt er að fara yfir allar upplýsingar áður en ýtt er á „senda“ hnappinn. Kvittun er svo send á netfangið sem gefið er upp.

Annað

Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið skilagrein@efling.is

Efling óskar eftir því að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti.