Þekkir þú réttindin þín?  

Mikilvægt er fyrir vinnandi fólk að þekkja kjarasamningsbundin réttindi sín. Slík þekking gerir okkur kleift að fylgjast með því hvort atvinnurekandi uppfylli skyldur sínar varðandi kjör og aðstæður á vinnustað.

Hvað er mikilvægt að passa upp á?

 1. Ráðningarsamningur:
  Gættu að því að fá skriflegan ráðningarsamning. Þú átt að fá afrit af samningnum afhent. Í ráðningarsamningi skal eftirfarandi koma fram; fullt nafn, vinnustaður, starfshlutfall, stutt starfslýsing, laun, lífeyrissjóður, kjarasamningur og stéttarfélagsaðild.
 2. Skrifaðu niður unna tíma:
  Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um skyldu atvinnurekanda til að koma upp tímaskráningarkerfi. Þó er enn algengt að þau kerfi séu óáreiðanleg. Því er mikilvægt að halda utan um unna tíma. Ef þú þarft að leita til stéttarfélags þíns skiptir máli að hafa tímana skráða með áreiðanlegum hætti.
 3. Launaseðill:
  Launaseðill á að sýna unna tíma og orlofsréttindi, auk þess sem dregið er af launum þínum eins og skatta, lífeyrissjóðsgreiðslur, iðgjöld til stéttarfélags o.s.frv. Þú átt að geta fundið launaseðilinn í heimabankanum þínum undir rafrænum skjölum.
 4. Samskipti við vinnuveitanda:
  Ef að kjarasamningsbundin réttindi þín eru brotin á vinnustað eða vandamál koma upp hvetjum við þig til að leita til Eflingar. Gagnlegt er að hafa samskipti við atvinnurekanda skrifleg ef að þú þarft að leita réttar þíns.
 5. Hafa samband við stéttarfélagið:
  Þú getur alltaf haft samband við Eflingu stéttarfélag til að fá ráð varðandi vinnutengd atriði. Til þess að hafa samband við Eflingu sendirðu póst á tölvupóstinn efling@efling.is. Efling er til staðar fyrir þig ef eitthvað kemur upp á í vinnunni, og mun aðeins bregðast við fyrir þína hönd með þínu samþykki.

Stéttarfélagið

Hvað gerir stéttarfélag?

Verkalýðshreyfingin er stærsta félagslega hreyfingin á Íslandi. Flest launafólk er í stéttarfélagi. Efling er eitt af stærstu stéttarfélögum landsins með um 28.000 félaga.

 • Stéttarfélög gera kjarasamninga þar sem samið er um lágmarkslaun og önnur starfskjör fyrir allt launafólk á íslenskum vinnumarkaði.
 • Stéttarfélög geta líka gefið þér ráð, hjálpa þér að krefjast ógreiddra launa og veita lögfræðiþjónustu í málum þar sem vinnuveitandi stendur ekki fyrir sínu ef þörf krefur. Þú getur haft samband við Eflingu stéttarfélag í gegnum tölvupóstinn efling@efling.is. Stéttarfélagið mun aðeins bregðast við fyrir þína hönd með þínu samþykki.
 • Stéttarfélag veitir félögum sínum einnig ýmsa aðra þjónustu eins og mismunandi styrki, námskeið og orlofshús.

Ýmis þjónusta Eflingar stéttarfélags fyrir félagsfólk:

Umsóknir og styrkir

Ýmsir styrkir eru í boði fyrir félagsfólk. Þar má nefna: gleraugnastyrki, líkamsræktarstyrki, fræðslustyrki og ferðastyrki. Kynntu þér meira hér:

Námskeið og viðburðir

Fjölmörg námskeið og viðburðir eru í boði fyrir félagsfólk Eflingar. Kynntu þér framboðið hér:

Ferða og gistiafslættir

Efling býður félagsfólki ferðaafslátt hjá Icelandair, Úrval Útsýn, gistiafslætti innanlands auk útilegu- og veiðikortsins á hagstæðu verði.

Orlofshús

Efling á fjölda orlofshúsa og íbúða víðs vegar um landið sem félagsfólki býðst að leigja á hagstæðu verði. Skoðaðu úrvalið hér fyrir neðan:

Launareiknivél

Í launareiknivélinni geturðu reiknað út hvort þú sért að fá rétt laun greidd. Reiknivélin á við um þá sem starfa undir kjarasamningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins.

Mínar síður

Á Mínum síðum getur félagsfólk nálgast margvíslegar upplýsingar um réttindi sín, sótt um styrki, orlofshús og fleira.

Réttindi mín

Réttindi á vinnumarkaðnum eru mismunandi eftir starfsvettvöngum. Til að mynda eru réttindi á almenna og opinbera markaðnum ólík að mörgu leyti. Til þess að komast að því hver vinnuréttindi þín eru varðandi þætti eins og orlof, veikindi, stórhátíðarkaup, desemberuppbót og annað, er nauðsynlegt að vita undir hvaða kjarasamningi þú starfar.

Kjarasamningar og kjör félagsfólks Eflingar eftir geirum:

Ef þú ert ekki viss um undir hvaða kjarasamningi starf þitt fellur geturðu haft samband við Eflingu.