Select Page

tryggvi

Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína

– segir Tryggvi Marteinsson

Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum, seg-ir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá. Þrátt fyrir alla okkar viðleitni til að hafa áhrif á þetta, breytist lítið í þessu, segir hann.

Undantekningarlítið fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn.

Þetta eru einhver hundruð skipta á ári, segir Tryggvi. Fimmti hver félagsmaður okkar í Eflingu er í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.

Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd.

Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning, segir hann.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere