Select Page

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK sátu ásamt VR og LÍV á fundi með sáttasemjara í dag þar sem rætt var m.a. um vinnutímamál og forsendur kjarasamninga.

Félögin hafa á síðustu dögum skoðað nálgun sem SA hefur lagt fram um breytingar á vinnutímamálum en bakland félaganna hefur sagt þvert nei við nálgun SA. Félögin lögðu í dag fram nýja tillögu í málinu sem felst í bókun milli aðila  sem unnið yrði með á samningstímanum. SA lýsti því strax yfir að þessi bókun gengi ekki.

Í framhaldinu lýstu félögin því yfir að fyrri kröfur stæðu eftir á borðinu og sáttasemjari hefur ekki boðið til nýs fundar.

Myndin við fréttina er frá því þegar Flóafélögin afhentu SA kröfur sínar þann 11. febrúar sl.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere