Ræstingarfólkið hefur fengið nóg – Fulltrúi Eflingar rekinn af fundi hjá Hreint

Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið -segir Harpa Ólafsdóttir

Margt bendir til að ræstingarfólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erfiðum ræstingarstörfum. Stór hópur fólks af erlendum uppruna sinnir ræstingarstörfum í kjölfar útboða hjá ríkisfyrirtækjum og er að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum tilvikum undir því lágmarki sem kjarasamningar kveða á um.  Á Landsspítalanum kom nýlega til áreksturs þegar fulltrúi Eflingar, Harpa Ólafsdóttir, var rekin af fundi sem pólskir ræstingarstarfsmenn höfðu óskað eftir nærveru Eflingar.Á Landspítalanum í Fossvogi háttar svo til að tólf pólskir starfsmenn sjá um þrif á um 26  þúsund fermetra svæði. Mikil ólga hefur verið undanfarið hjá þessum starfsmönnum vegna álags og bágra kjara.  Nú fyrr í nóvembermánuði óskuðu þeir eftir fundi með yfirmönnum ræstingarfyrirtækisins ásamt túlki og fulltrúa Eflingar.Við höfum fylgst með vaxandi óánægju á þessum verkstöðvum ræstingarfólks og brugðumst því  hratt við þegar óskað var eftir nærveru Eflingar og stuðnings á fundinum sem fyrirtækið Hreint var með á staðnum, segir Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar.Þegar til kom var mér sem fulltrúa stéttarfélagsins meinaður aðgangur að fundinum. Þetta var ekki lítið sérkennileg uppákoma og ég hef aldrei sem starfsmaður Eflingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félagsmenn. Ótrúlegt atvik og mikil vanvirða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Eflingar á fundinum.  Sér í lagi þar sem enginn trúnaðarmaður er á staðnum og starfsmenn þekkja síður rétt sinn vegna tungumálaörðugleika.  Þetta varð til þess að þeir ellefu starfsmenn sem mættir voru gengu allir af fundi.Að loknu stuttu samtali sem fulltrúi Eflingar tók við starfsmennina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til meðferðar hjá lögmönnum og forystumönnum Eflingar.Ræstingahópur hefur setið eftir í launahækkunum Í nýrri viðhorfskönnun Eflingar kemur fram að um 73% þeirra sem starfa við ræstingar eru með dagvinnulaun undir 250.000 kr. fyrir fullt starf á mánuði.  Þá hefur paraður launasamanburður félagsins milli ára fyrir þann hóp félagsmanna sem starfar hjá ræstingafyrirtækjum leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af einstökum starfahópum eða um 2,4% frá 2013 til 2014.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *