Tilboð SA um 23,5% til Flóa og VR/LÍV – Rangfærslur hjá SA

Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tilboð þar sem þau telja sig bjóða fram 23,5% hækkun dagvinnulauna í yfirstandandi samningaviðræðum. Þá hafa samtökin lagt fram breytingar á vinnutímaákvæðum samninga þar sem dagvinnutímabil er lengt um þrjár klukkustundir, matar- og kaffitímar aflagðir og breytingar lagðar til á álagsgreiðslum en við útreikning á þessu tilboði kemur fram að þetta stenst engan veginn skoðun og margt launafólk er að fá lítið sem ekkert út úr tilboðinu. Þannig eru dæmi um að launamenn komi út með hreina launalækkun. Þá er það rangt sem framkvæmdastjóri SA segir að Flóafélögin, Efling, Hlíf, VSFK og VR/LÍV hafi ekki tillögur um annað. Í gær lögðu félögin fram tillögu um breytingar á ákvæðum kjarasamninga til að nálgast fjölskylduvænan vinnumarkað með styttingu vinnutíma og að breytingin yrði unnin með vönduðum hætti með samtökum launafólks þar sem samkomulag um slíkar breytingar ef af yrðu færu í sjálfstæða atkvæðagreiðslu. Það tók Samtök atvinnulífsins nokkrar mínútur að hafna tilboði stéttarfélaganna. Framsetningin á tilboði SA er byggð á rangfærslum og  samtökin bera ábyrgð á að nú stefnir í víðtæk verkföll á mörgum sviðum samfélagsins.Viðræður í strandÍ gær slitnaði upp úr viðræðum milli Flóafélaganna/VR og LÍV og SA hjá ríkissáttasemjara. Í framhaldi af viðræðuslitunum hafa Samtök atvinnulífsins haldið því fram af fullri alvöru að þau hafi lagt fram tilboð við viðsemjendur sína um 23,5% hækkun launa á þriggja ára tímabili og því hafi verið hafnað af fullkominni óbilgirni. Það er mjög merkilegt í ljósi þessi að SA hefur hrakið alla sína viðsemjendur frá samningsborðinu með sama tilboði. Hvað er þá það við þessa nálgun sem allir aðilar hafa neitað að semja um við SA?Er það tilboð um 23,5% hækkun launa? Nei því veruleikinn er allt annar. Sannleikurinn er sá að þau hafa lagt fram tilboð um 6% hækkun í ár, 4,5% á næsta ári og 3% hækkun á árinu 2017. Þar til viðbótar hafa þau lagt til 9% hækkun launa að þeirra sögn sem stenst hvergi skoðun.Hér á að vaða inn í skipulag vinnumarkaðarins þar sem atvinnurekendur vilja fá sem mest fyrir sem minnst. Hér er um að ræða viðamiklar breytingar á vinnutímafyrirkomulagi, með breytingum yfir í virkan vinnutíma með niðurfellingum á greiddum matar- og neyslutímum, lækkun á yfirvinnuálagi á fyrstu 22 tímum yfirvinnu og breytingu á skilgreiningu dagvinnutímabili samninga. Sú breyting ein mun hafa veruleg áhrif á álagsgreiðslur vaktavinnufólks.Þessa breytingu hafa þeir metið upp á 9% og hafa þannig komið heildarlaunahækkun upp í 23,5%. Þessi  breyting mun hafa mjög mismikil áhrif á launumhverfi starfsmanna sem getur í besta fallið gefið 9% hækkun hjá þeim sem enga yfirvinnu hafa niður í að launamaðurinn komi út í lækkun launa.Gróft metið er launakostnaðaráhrif þessara breytinga metin upp á 2% innan ASÍ félaganna og er þá líklegt að um vanmat sé að ræða vegna greiðslu fyrir neysluhlé. Þessu halda SA menn á lofti sem klárri launahækkun upp á 9%  sem við höfum hafnað fyrir hönd félagsmanna okkar. Við ásamt öllum öðrum samböndum innan ASÍ höfum hafnað þessari nálgun þar sem alla grunnvinnu vantar til þess að meta áhrif þessara breytinga. Við höfnum því að ávinningurinn af þessum breytingum og hagræðingin sem þessu fylgir skili sér í beinum ávinningi til allra launamanna. Við höfum ekki leynt þeirri skoðun okkar að það geti verið mikils virði fyrir íslenskt launafólk að skoða íslenskan vinnumarkað með hliðsjón af norrænum vinnumarkaði. Það mun ekki gerast með því að SA skammti okkur með óvönduðum vinnubrögðum hvaða ávinningur sé fólginn í slíkum breytingum.Þess vegna hafa stéttarfélögin nú lagt fram nýja nálgun sem SA hafnaði nær samstundis. Hægt er að sjá tillögu Flóafélaganna og VR/LÍV hér að neðan. Samkomulag um breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og fjölskylduvænan vinnumarkaðAðilar vinnumarkaðar, heildarsamtök á vinnumarkaði og aðildarfélög þeirra gera með sér samkomulag um að stefna að breytingum á skilgreiningum á vinnutíma hér á landi með það að markmiði að nálgast fyrirkomulag vinnutímamála sem algengast er á hinum Norðurlöndunum sbr. skýrslu aðila vinnumarkaðar Norræna vinnumarkaðsmódelið. Meginmarkmið er þessara breytinga er að stuðla að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi með styttri vinnutíma sem jafnframt felur í sér hagræðingu og einföldun launakerfa yfir allan vinnumarkaðinn sem  er undirstaða breytinganna.Um skipulag  viðræðna við þessar breytingar á vinnutímaákvæðum skal gerð sérstök viðræðuáætlun sbr. 23. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur.Aðilar samkomulagsins skipi í vinnuhópa ekki síðar en í júní 2015  til þess að vinna að undirbúningi breytinga á vinnutímaákvæðum kjarasamninga.Vinnuhópar skulu skipaðir um hvern verkþátt og niðurstöður byggðar á  sameiginlegum útreikningum fyrir mismunandi hópa á vinnumarkaði, þar á meðal vaktavinnustörfum ásamt vinnumarkaðnum í heild.Tryggja verður að enginn hópur launamanna verði fyrir skerðingu vegna þessara breytinga. Sérstaklega skal hugað að hópum sem byggja afkomu sína að miklu leyti á mikilli yfirvinnu og vönduð greining eigi sér stað á hverju sviði sem niðurstöður byggjast á.Tímaáætlun verksins miðist við að vinnu við undirbúning áætlunar vinnutímabreytinga og tillögur liggi fyrir í mars 2016 og nýtt samkomulag um fyrirkomulag vinnutíma og fjölskylduvænan vinnumarkað verði undirritað í apríl 2016.Við undirbúning breytinganna skal sérstaklega gætt að því að ávinningur breytinganna skiptist milli launafólks og atvinnurekenda með skýrum og sanngjörnum hætti.Samkomulag þetta er hluti af kjarasamningum aðila 2015 og eru aðilar sammála um að grundvöllur þessara viðræðna byggist á almennri þátttöku almenna vinnumarkaðsins eftir því sem við verður komið.Sameiginleg atkvæðagreiðsla verður um samkomulagið þar sem einfaldur meirihluti ræður niðurstöðunni.Aðilar eru jafnframt sammála um að meta þetta sem hluta af hagræðingu við gerð kjarasamningsins.