Select Page

1. maí í Reykjavík

Sterkari saman í baráttunni

– ekki láta þig vanta

Sýnum samstöðu okkar í verki og mætum á baráttufund þann 1. maí en yfirskrift fundarins í ár er Sterkari saman. Formleg dagskrá hefst á Ingólfstorgi laust eftir klukkan 14.00.

Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00.

Ræðumenn á torginu verða þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð en hann hefur stýrt fundinum síðustu ár. Skemmtiatriði verða í höndum Heimilistóna og Síðan skein sól.

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Kolbrún Völkudóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum.

Þegar fundinum lýkur

Kaffið býður þín í Valsheimilinu

Að lokinni göngu og baráttufundinum á Ingólfstorgi býður Efling-stéttarfélag upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Vodafone höllinni.  Valsheimilið eða Valshöllin á Hlíðarenda er við Flugvallarveg og er ekið í áttina að Hótel Loftleiðum og beygt til hægri eftir vegaskilti sem sýnir Valsheimilið.

Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum. Síðan er alltaf fullt hús í höllinni þar sem við njótum þess að fá okkur kaffi hjá Eflingu og hitta vinnufélaga, vini og kunningja.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere