Select Page

Ekki láta þig vanta á baráttufundinn sem verður haldinn mánudaginn 1. maí.

Eins og venja er á þessum degi hefst hin formlega dagskrá á Ingólfstorgi laust eftir kl. 14:00. Það hefur verið mjög skemmtilegt að ganga niður Laugaveginn í miklu fjölmenni undanfarin ár. Hinn galvaski fundarstjóri síðustu ára, Þórarinn Eyfjörð, stýrir fundinum eins og verið hefur. Ræðumenn á torginu verða þau Lilja Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Skemmtiatriði verða í höndum Söngfjelagsins og Amabadama.

Safnast verður saman neðan við Hlemm á Laugavegi á horni Snorrabrautar um kl. 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins ásamt öðrum sveitum leika fyrir göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Á Ingólfstorgi verður haldinn baráttufundur. Fundurinn hefst kl. 14:10 og lýkur um kl. 15:00. Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Hulda M. Halldórsdóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum.

Efling býður í kaffi í Valsheimilinu

Að loknum hátíðarhöldunum býður Efling-stéttarfélag upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda  í Vodafone höllinni. Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvar Valsheimilið er skal tekið fram að ekið er í áttina að Hótel Loftleiðum og beygt til hægri eftir vegaskilti sem sýnir Valsheimilið. Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum að öðru leyti. Njótum þess að fá okkur kaffi hjá Eflingu í Valsheimilinu að Hlíðarenda að hátíðarhöldunum loknum.

Munum að þetta er dagurinn okkar!!!!

 

Remember the march on May 1st?

1´st of May is the International Labour Day, a day to remind all workers of the struggle of working people all around the world. Here in Iceland this day is a national holiday. Generally companies respect this day as a holiday. Most workers are not working except for those in hospitals and old people´s homes, and those working in hotels and restaurants where employees have to work as usual. Those who are working on Labour Day in this country get higher shift payments or overtime according to respective agreements. The unions in Reykjavík have organized a march in the center and an outdoor meeting for the last decades. This year they have as usual planned a march and a meeting in Reykjavík center. The march starts from Hlemmur Bus Station at 13.30 and the meeting in Ingólfstorg starts around 14.10. Artists take part in the meeting. 1. maí í Reykjavík.

Efling-members are invited to Vodafone Hall

After the meeting Efling invites all union members to a coffee and refreshments in the Vodafone Hall, a sports stadium of the Sports Club Valur, near Öskjuhlíð and Perlan. Efling-trade union extends a Labour day greeting to all members on the international Labour day and encourages everybody to join union members from different unions in the march to the meeting in the center of Reykjavík.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere