Sex af hverjum tíu umsóknum fá jákvæða umsögn
|
|
23.06.2005 |
|
Vegna athugasemda Vinnumálastofnunar í fjölmiðlum í gær um að Efling-stéttarfélag hafi þann hátt á að hafna nánast öllum umsóknum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga vill Efling koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Það skal ítrekað að Efling lagði til í umsögn sinni til Vinnumálastofnunar að hafna öllum atvinnuleyfum til Geymis ehf. Það er rétt hjá Vinnumálastofnun að atvinnuástand var nefnt í nokkrum umsögnum. En meginástæðan var sú að þetta fyrirtæki hafði ekki skilað lögbundnum gjöldum af starfsmönnum sínum. Það ber fyrirtækjum að gera samkvæmt landslögum. Vinnumálastofnun tók ekki mark á þessum athugasemdum félagsins og kaus að veita atvinnuleyfin til Geymis ehf. sem síðan flutti inn Pólverja er hér unnu við óviðunandi kjör og aðbúnað. Vinnumálastofnun segist almennt taka tillit til umsagna stéttarfélaga en heldur því fram að Efling hafi þann háttinn á að hafna nánast öllum umsóknum á grundvelli atvinnuástandsins í landinu. Því sé ekki um að ræða vandaðar og ígrundaðar umsagnir. Þessum ósönnu fullyrðingum mótmælir Efling-stéttarfélag. Staðreyndin er sú að aukin eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli í mörgum greinum þar á meðal byggingariðnaði. Þetta hefur haft áhrif á umsagnir Eflingar til Vinnumálastofnunar. Frá því í apríl sl. hefur Efling-stéttarfélag afgreitt 277 umsóknir til Vinnumálastofnunar. Samþykktar hafa verið 167 en 110 umsóknum hefur verið hafnað. Þetta þýðir að um sex af hverjum tíu umsóknum hafa fengið jákvæða umsögn. Það er því alrangt að halda því fram að Efling-stéttarfélag hafni nánast öllum umsögnum á grundvelli atvinnuástands. Vinnumálastofnun hefur öll gögn frá Eflingu undir höndum til að fara hér með rétt mál. Efling-stéttarfélag vill hér með beina því til félagsmálaráðherra að hann endurskoði pólitíska stefnu ráðuneytisins varðandi útgáfu atvinnuleyfa. Það eru landslög að atvinnurekendum ber að skila tilskildum gjöldum s.s. sköttum og félags- og lífeyrisgjöldum í samræmi við þá kjarasamninga sem viðkomandi starfsmenn vinna eftir. Efling-stéttarfélag telur að ráðuneyti félagsmála og Vinnumálastofnun beri að fara að þessum lagaákvæðum eins og fyrirtækjunum í landinu. |
|
Atvinnuleyfi fyrir Geymi ehf.
|
|
21.06.2005 |
|
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag og í gær um mál Pólverja sem hér hafa starfað vill Efling-stéttarfélag koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri. Fyrirtækið sem réði starfsmennina til starfa, Geymir ehf., hefur sótt um 17 atvinnuleyfi sem hafa komið til umsagnar Eflingar-stéttarfélags á undanförnum mánuðum. |
|
Stóraukin réttindi félagsmanna með nýrri reglugerð sjúkrasjóðs |
|
13.06.2005 |
|
Ein reglugerð er nú fyrir Sjúkrasjóð Eflingar í stað tveggja áður. Reglugerð Fjölskyldu- og styrktarsjóðs sem var í gildi vegna sjóðfélaga sem starfa hjá opinberum fyrirtækum sem greiða lægra en 1% iðgjald til sjóðsins, þ.e. ríki, sveitarfélög og stofnanir sem styrktar eru af almannafé, var felld niður og réttindi sjóðfélaga þess sjóðs aðlöguð að reglugerð Sjúkrasjóðs. Tekjutenging sjúkrabóta til þeirra sem hafa samfellda sjóðfélagsaðild í 12 mánuðir eða lengur er tekin upp. Dagpeningar þeirra sem hafa skemmri sjóðfélagsaðild eða fá greitt samkvæmt heimildarákvæðum hækka líka. Réttur til ýmissa styrkja er sá sami, hvort sem sjóðfélagi starfar á almennum markaði eða hjá opinberu fyrirtæki, en réttur til sjúkrabóta og dagpeninga er skemmri hjá hinum síðarnefndu enda eiga þeir mun lengri veikindarétt en þeir sem starfa á almennum markaði. Heimilt að styrkja sjóðfélaga sem fer í starfsendurhæfingu með greiðslum í allt að þrjá mánuði. Flestar styrkjategundir sjóðsins hækka og nýjar tegundir eru teknar upp. Sérstök áhersla er lögð á styrki til fyrirbyggjandi aðgerða og endurhæfingar svo sem vegna viðtalsmeðferða. Stuðlað er að jafnræði meðal sjóðfélaga með því að styrkja þá sem þurfa að standa í kostnaðarsömum aðgerðum til barneigna s.s. glasa-tæknifjóvgunum og ættleiðingum. Grunnskoðun hjá Krabbameinsfélaginu er nú greidd af fullu gegn framvísun félagsskírteinis hjá Krabbameinsfélaginu. Á heimasíðu félagsins og í Fréttablaðinu verður fjallað nánar um breytingarnar á sjúkrasjóðnum þegar nokkur reynsla er fengin af breyttum reglum. |
|
Um 400 kröfur – Launakröfur frá Eflingu 2004 |
|
03.03.2005 |
|
Þegar skoðaðar eru launakröfur sem skrifstofa Eflingar hefur sent á hendur atvinnurekendum á síðasta ári kemur í ljós að þær eru um 400. Langflestar kröfurnar eru á almennu sviði verkamanna eða nálægt 280 kröfur. Þá eru veitingahúsaeigendur duglegir við að koma sér í vond mál sem enda í launakröfum á hendur þeim. Um 75 kröfur voru sendar veitingahúsum á síðasta ári. Á öðrum sviðum s.s. í umönnunarstörfum og í ræstingu og hjá iðnverkafólki er um mun færri launakröfur að ræða. Tekið skal fram hér að með launakröfu er átt við kröfur um vangoldin laun eða ekki hafi verið staðið rétt að greiðslu eða mati á réttindum, laun rangt reiknuð út miðað við forsendur kjarasamninga eða öðrum ákvæðum kjarasamninga hafi ekki verið fullnægt. Stundum leysast þessi mál í beinum samskiptum við atvinnurekendur en þegar þau eru komin inn á skrifstofu Eflingar sem kvörtunarefni, þá verða til launakröfur á hendur atvinnurekendum, sem lögmenn fylgja eftir ef lausn finnst ekki milli félagsins og atvinnurekanda. |
|
|
Aðalfundur Eflingar samþykkir stóraukin réttindi í sjúkrasjóð |
|
02.05.2005 |
|
|
|
|
Grunnmenntaskóli Eflingar og Mímis útskrifar 15 nemendur |
|
20.04.2005 |
|
Föstudaginn 8. apríl s.l. útskrifaðist fimmti hópur nemenda úr Grunnmenntaskóla Eflingar og Mímis. Nú útskrifuðust 15 nemendur og í fyrsta sinn voru félagsmenn VR meðal þátttakenda. |
|
|
Upplýsandi fundur um skaðsemi óbeinna reykinga á veitingahúsum |
|
|
|
Efling-stéttarfélag og MATVÍS efndu til fræðslufundar um óbeinar reykingar á veitinga og skemmtistöðum, þriðjudaginn 15. mars síðastliðinn. Frummælendur á fundinum voru þau Kristinn Tómasson læknir, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, og Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Sigurður Bessason formaður Eflingar-stéttafélags setti fundinn og benti m.a. á að Siv Friðleifsdóttir hefði tekið frumvarp til laga um tóbaksvarnir upp þar sem að ekki hefði tekist samstaða innan ríkisstjórnar um það. |
|
|
Samrunasamningur undirritaður |
|
20.04.2005 |
|
Stjórnir Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna hafa undirritað samning um samruna sjóðanna frá og með 1. júní 2005. Samrunasamningurinn verður lagður fyrir ársfundi sjóðanna 27. apríl nk. til staðfestingar. Viðræðunefnd sem skipuð var af stjórnum sjóðanna hefur unnið að málinu fá því í apríl á síðasta ári. |
|