Þekking er mikilvægur hluti af kjörum okkar– segir Sigurður Bessason í leiðara nýjasta fréttablaðs Eflingar
Kjarasamningar mynda grunn að launakerfi á vinnumarkaði. Laun fólks eru samansett af annarsvegar því sem 
Efling mun nú í haust bjóða félagsmönnum mikið úrval af námi og námskeiðum sem gera starfsmenn hæfari í starfi og þannig öflugri í samskiptum við atvinnurekendur. Í styttri námskeiðum bjóðum við uppá sjálfstyrkingu, framsögn og starfsmannaviðtöl. Í lengra námi bjóðum við m.a. Aftur í nám sem er sérsniðið til að takast á við lesblindu. Í Grunnmenntaskólanum er um að ræða almennt nám á borð við íslensku, stærðfræði og tölvuþekkingu ásamt sjálfstyrkingu og samskiptum. Í Landnemaskólanum er sérsniðið nám fyrir erlenda Eflingarfélaga en þeir eru nú rúmlega tvöþúsund í Eflingu.