Hópur starfsmanna á Leikskólum Reykjavíkur fékk nú í haust nýtt tækifæri til náms. Um er að ræða brú að nýrri námsbraut fyrir starfsmenn á Leikskólum. Námið, sem er styrkt af Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins, hófst í byrjun september þegar 33 konur mættu í Mími –símenntun og settust á skólabekk. Kennt er 1x í viku í fjórar annir. Að námi loknu munu þátttakendur fá ný starfsheiti og nýja færni til að takast á við krefjandi verkefni inn á Leikskólunum.