Það voru 18 Eflingarfélagar sem hófu nám í Grunnmenntaskóla Eflingar og Mímis í lok september s.l.. Hér er um að ræða 300 stunda nám sem mun standa í allan vetur og er sérstaklega hannað fyrir þá sem hafa ekki verið í skóla um tíma en vilja bæta sig í grunnþekkingu s.s. íslensku, stærðfræði, tölvuþekkingu, samskiptum og fleiru. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og í lok þess er nemendum boðið uppá námsráðgjöf og velta þannig upp framtíðarmöguleikum á frekara námi. Námið er styrkt af starfsmenntasjóðum Eflingar og því bera félagsmenn lítinn kostnað af náminu. Kennt er tvisvar í viku og annan hvern laugardag. Á meðfylgjandi mynd býður fræðslustjóri Eflingar, Garðar Vilhjálmsson, nemendur velkomna til námsins sem mun standa fram á vor.