Select Page


Borgartjóri heimsækir nemendur

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, heimsótti nemendahóp sem er að ljúka fyrstu önn á námsbraut fyrir leiðbeinendur í Leikskólum. Námið fer fram á vegum Eflingar-stéttarfélags, Menntasviðs Reykjavíkurborgar og Mímis-símenntunar.

Í þessum hóp eru nemendur með langan starfsreynslu á Leikskólum Reykjavíkur og eru þeir að fá skemmtilegt tækifæri til að sækja sér menntun á framhaldsskólastigi með vinnu enda er metnaður Eflingar og Menntasviðsins mikill þegar litið er til margra ára sögu í þróun og uppbyggingu símentunar á leikskólum.

Steinunn Valdís átti samræður við nemendurna og kynnti sér menntunarleiðirnar sem þeim standa til boða og lýsti ánægju sinni með þessa menntunarleið.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere